Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 9

Heimilisblaðið - 01.01.1922, Blaðsíða 9
HEIMILISBLAÐIÐ 7 drakk fyrst sjálfur, en rélti Doddrige siðan bikarinn með þessum orðum: r>Drekk þú hér af; það er nýja uinið í riki föðar mins«. Jafnskjótt sem hann var búinn að drekka af bikarnum, hvarf honum allur ótti og óró- semi. Hin fullkomna elska rak burt óttann, og hann talaði við frelsarann eins og vinur við vin. Þá sagði hinn ástríki frelsari: »iVú er þér horfin öll mœða, starfið þitt er fullnað, gakk inn i fögnuð Drotlins þins, náðarlaun eru þér búin dgrðleg og mikil. Þá gaf Drottinn bendingu með hendinni, hurfu þá herbergisveggirnir og Doddríge sá himin hinna útvöldu fyrir framan sig, ótelj- andi skara í hvítum klæðum með pálmagrein- ar i höndum. Allir fylgdu því með augum, er hann gekk við hlið Drottins síns til þess að skipa sæti meðal hinna hólpnu vina Guðs. Jesús nam slaðar frammi fyrir hásæti föð- urins og sagði við föður sinn: að hann fœrði honum enn einn sigurfeng, mann, sem hefði trúað á sig á pilagrimsgöngunni, hefði e'skað brœður sina og játað nafn hans og vegna þess kannaðtst hann nú lika við hann frammi fgrir föður sinum. Þá heyrði Doddrige orð, sem engum manui á jörð er unt að mæla og þau orð fyltu hann ósegjanlegri sælu. Nú var höfuð hans skreytt kórónu og honum fengin harpa í hönd, og hann tók eftir þvi, að nú var tungu- haft hans losnað að fullu og öllu. Á jörðunni hafði hann aldrei getað lofað og vegsamað eins og hann feginn vildi, en nú gat hann sungið með hinum ótölulega skara lof og vegsemd honum, sem elskaði oss og endur- leysti oss, til þess að vér skyldum vera kon- ungar og prestar fyrir Guði, föður vorum. Honum sé lof og vegsemd um aldir alda! Nú var draumurinn á enda og Doddrige vaknaði, en það olli honum hrygðar, að þetta var draumur einn en ekki meira. En mitt í þeirri hrygð sinni heyrði hann bliða rödd óma í eyrum sér: »Gráttu ekkil Alt, sem þú nú hefir séð og langt um meira skal þér bráð- lega veitast. Hertu að eins upp hugann til að þfást og þola litinn iima, þá kemur Drottinn þinn bráðlega«. Og Drottinn lét hann ekki lengi bíða, nokkrum mánuðum síðar var honum leyft að ganga itin í fögnuð herra síns. Hann ritaði drauminn upp næstu dagana á eftir, meðan hann var honum í fersku minni. Þeim, sem eftir hann lifðu, varð draumurinn dýrmætur arfur og síðan hefir hann oröið til upphvatningar og blessunar þúsundum kristinna manna. (Pgtl úr ítKirkeklokkem af B. J). (A seinni hluta 19. aldar). Hvað á maður að gjöra til að geta lifað farsælu og ánægjulegu bændalífi, hversu fá- tækur, sem maður kann að vera ? Svör: 1. Hann á að hegða sér ráðvandlega. 2. Hann á að vera sparneytinn og aldrei drekka brennívín og sem sjaldnast kaffi. 3. Hann á að liðsinna bverjum þurfandi manni eftir megni. 5. Hann á að vinna á degi hverjum það, sem þann dag ber að gjöra heimilinu til þarfa. 5. Aldrei má hann gleyma að þakka Guði og biðja bann að blessa verk sín. 6. Húslestur má hann aldrei láta undan falla. 7. Hann á ávalt að breyta sem réttast og eftir beztu samvizku við hvern mann. 8. Hann á að varðveita heimilisfriðinn sem bezt. 9. Hann á að hirða skepnur sínar með reglusemi, og hvað eina, sem heimilið snertir á degi hverjam, hversu fátt eða smátt sem það kann að vera. 10. Hann á að láta alt vera sem þokkalegast utan bæjar og innan. 11. Hann má aldrei gleyma að hirða sál sina betur en all annað, eða annast vel- ferð hennar.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.