Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 8
150 HEIMILISB LAÐIÐ skuldinni yðar. Nú eru síðusiu forvöð að borga hana«. Hann sagði þetta fremur góð- látlega, en þó var alvara í orðunum. Jón svaraði ekki alveg strax. »Þér hafið vístfengið tilkynningufrá mér?« »Já, sagði Jón . . . »en mér er lífs ómögulegt að borga neitt . . . ekki fyr en í vor«, bætti hann við. »En það dugar ekki , . . þér verðið þá að segja yður til sveitarinnar. Eg get ekki beðið lengur . . . eg verð að stefna öllum, sem ekki gera mér skil fyrir áramót«. Raupmaðurinn hreytti þessu út ur sér, kalt og harðneskjulega, stóð upp og fór að ganga um gólf. . . , Það eru erfiðir tímar hjá okkur verzlunarmönnunum og við þurfum að standa í skilum við okkar lán- ar drotna. Við komumst ekki upp með nein svik . . . fáum ekki líðun á líðun ofan . . . þessvegna verðum við að mæta áreiðanlegheitum hjá þeim, sem við lánum. Eg hefi sýnt yður mikla vægð, Jón, af því eg hefi haldið að þér væruð áreiðanleguí. Þegar þér bregðist mér, verð eg að nota mér lagaréttinn«. Það suðaði fyrir eyrunum á Jóni . . . leita til sveitarinnar . . . verða stefnt . . . alt tekið af honum og þau hjónin tekin upp . . . slitin í sundur . . . og börnin . . . Hann vildí ekki hugsa um hvað gcrt yrði við þau. . . . Hann þekti svo mörg dæmi . . . það var misjöfn æfi, sem beið flestra þeirra barna, sem hreppsnefndirnar hröktu með ofbeldi frá foreldrunum. . . . Petta var það, sem Jón las út úr orðum kaup- mannsins . . . Svona var lífið miskunar- laust. Og um þetta hafði hann aldrei hugsað. Alt í einu staðnæmdist kaupmaðurinn og horfði kuldalega framan í Jón. »Jæja, . . . hvað hugsið þér fyrir yður, Jón í Heiðarseli?« »Er ómögulegt að fá líðun til vorsíns . . . eg hefi engin ráð núna«. Hann var klökk- ur i máli og röddin biðjandi. Kaupmaðurinn svaraði ekki strax. Hann fór aftur að ganga um gólf. »Ef alt slórir til vorsins og það vona eg, því heyin eru nóg, þá verður þó dálítið innlegg í ullinni minni . . . og ef skepn- urnar hepnast. . . .« Jón þagnaði snöggv- ast en bætti svo við: »Ef lambahöldin verða góð, og heimturnar, ætti eg að geia grynt dálítið á skuldinni næsta haust«. Aftur varð þögn og beið Jón milli von- ar ótta. »Hafið þér veðsett allar skepnurnar?« spurði kaupmaður og var heldur mýkri í máli. »Nei, ekki lömbin og veturgömlu ærnar . . . hestinn ekki heldur«, mælti Jón seinlega. »Þá er bezt þér veðsetjið mér þær íyrir skuldinni til næsta hausts. Eg skal þá sleppa yður í þetta skifti, sagði kaupmað- urinn og fór að leita að veðsetningarskjali. Svo fór kaupmaður að skrifa og Jón að lesa upp: 1 hest 9 vetra, 8 ær veturgamlar og 12 lömb. Skuldbindingin var skrifuð og undirrituð. Tveir búðarþjónarnir vóru kallaðir inn til þess að vera vottar. »Þá er þessu lokið. . . . En það segi eg yður, Jón í Heiðarseli, að ef þér standið ekki við þessa samninga næsta haust, læt eg sækja þessar skepnur og reyni að koma þeim í peninga, en það verður upp á yðar kostnað, megið þér vita . . . og þar með er þetta úttalað mál«, mælti kaupmaðurinn og lét á sér skilja að viðtalinu væri lokið. Jón herti upp hugann og mælti: »Mig langaði að biðja . . . biðja yður um agnar lítilræði . . . til jólanna«. »Hvað . . . hvað hugsið þér maður . . . ætlið þér ofan á alt að fara fram á lán?« Kaupmaðurinn sagði þetta enn þá kulda- legar en áður og hlammaðist niður í stól- inn. »Það er svo undur litið . . . aðeins lít- ilsháttar glaðning vegna hátíðanna«, sagði Jón biðjandi. Kaupmaðurinn svaraði engu. »Eg hef skrifað það hérna upp . . . eg get ekki hugsað til þess að koma tómhent-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.