Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 18
160 HEIMILISBLAÐIÐ íasnavo&rs hi unga. — »Mikil er trú þín, kona, þú vilt« (Matt, 15, 28.). verði þér sem Jesús heyr mín hljóð, heyr minn bænaróð. Ver hiá mér, og veit eg geti vilja þínum hlýtt, og metið heimsins mesta hnoss, herra minn, þinn kross. Hált er heims á stig, herra, vernda mig; lát ei heimsins glys mér granda, gefðu mér þinn bænaranda. Heilög líknarlind, lát mig flýja synd. B. J. Engar konur gefa fegurra dæmi um óeigingjarna fórnargleði, þjónandi kœrleika og óþrjótandi bamarþrótt, en konur þrjár, sem frá er sagt i Nýjatestamentinu: Fátœka ekkjan, sem lagði eineyringinn í fjárhirzlu musterisins, konan, sem smurði frelsarann og móðirin, sem bað fyrir dóltur sinni, sem hafði óhreinan anda (Mark. 12. og 14,, Matt. 15). Frelsarinn viðurkendi þetta sjálfur og sú viðurkenning af munni hans er óviðjafnan- leg: »Sannlega segi eg yður, þessi fátæka ekkja lagði meíra en allir þeir, sem lögðu i fjárhirzluna, þvi að þeir lögðu allir af nægtum sinum. en hún lagði af skorti sín- um alt það, sem hún átti, alla björg sina« (Mark. 12, 43.-44.). — Jesús sagði: »Gott verk gerði hún á mér — hún gerði það, sem i hennar valdi stóð; hún hefir íyrir frám smurt likama minn til greftrunar. En sannlega segi eg yður, hvar sem fagnaðar- erindið verður boðað um allan heiminn, mun þess og getið verða, sem hún gerði til minningar um hana« (Mark. 14, 6.-9.). Smáritbarnanna. ;josðennnKemur út hvern laugardag í 8 síðum, 52 blöð á ári. Jóla- blaðið sérstaklega vandað og myndum prýtt. Blaðið kostar aðeins 5 krónur um árið og er þannig mjög ódýrt, þvi það er prentað á góðan pappír. Blaðið er kristilegt viku- blað fyrir börnin. Það flytur smásögur, falleg æfintýri með myndum, sálma, vers, stuttar greinar, ritningarorð o. fl. Þið, börn og unglingar, sem lesið þessa auglýsingu frá Ljósberanum, gerist liðsmenn hans og sjálfboðaliðar, safnið kaupendum og sendið afgreiðslunni. Þið skuluð fá góð sölulaun og sérstök verðlaun, ef þið verðið dugleg. Skrifið mér og eg skal gefa ykkur allar frekari upplýsingar um Ljósberann. Þið foreldrar! Hvetjið börnin ykkar til þess að kaupa Ljósberann og vinna fyrir hann. Hann vill leiða börnin ykkar til Jesú Krists, safna þeim undir hans merki. Ef þau byrja lífið sitt í hans nafni og leitast ætíð við að lifa og starfa í hans anda, þá verða þau gæfumenn. — Gæti það ekki borgað sig að lofa þeim að kynnast JUjósb er nnum ? Afgreiðslan er í Bergstaðastræti 27, Reykjavik. Helgi Árnason. afgTeiðslnm. Ljósberans. Sagau af Fransiskuiiii og Póíri. — Falleg barnasaga frá Vallandi (Ítalíu) — er nýútkomin; hún er 70 bls. í stóru broti og kostar 2 krónur í bandi. — Litil en góð jólagjöf. — Fæst hjá bóksölum i bænum. JBarnabóbiin „Fanney1*, 4. og 5. hefti, fæst nú á Skólavörðustig 24 A og í bókaverzluninni Eraaus í Bergstaðastræti 27. (hin heftin uppseld). í henni er fjöldi at sögum, kvæðum, myndum, skrítlum o. fl., sem börn hafa gaman af. Aðalbjövn Stefánsson. Útgefandi: Jón Helguson, prentan. Prentsmiðjan Guienherg.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.