Heimilisblaðið - 01.12.1922, Síða 10
152
HEIMILISBLAÐIÐ
Honum sóltist vel og nóg var um að
hugsa, þó að honum hins vegar reyndist
erfitt, að hafa hemili á hugsunum sínum.
Allar stefndu þær að sama marki, þótt
samhengislausar væru. . . .
Hann gerði vart við sig í miðjum daln-
um. Hann var sárþyrstur og bað urn að
gefa sér að drekka. Honum var boðið inn
og þáði hann það.
Fólkið var önnum kafið að búa undir
hátíðina. Nokkurir vóru að skera út laufa-
brauðið. Annarsstaðar var verið að þvo
og fága. Saumakonur sniðu lín og léreft
og gerðu ýmisleg föt úr þvi. . . . Alt fyrir
blessuð jólin!
Jóni var borinn matur og neytti hann
hans með góðri lyst. Svo ætlaði hann að
fara og spurði eftir húsfreyju. Hún var
frammi í eldhúsi og honum var fylgt þang-
að. Þar snarkaði feitin í pottinum, sem
laufbrauðið var soðið i og háir hraukar af
því vóru þar á bekk við eldavélina.
Húsfreyja heilsaði Jóni glaðlega og bauð
honum að þiggja kaffi hjá sér við búr-
borðið. Að vörmu spori hafði hann drukkið
kaffið og bjóst til ferða. Húsfreyja vék sér
frá augnablik. Þegar hún kom aftur hélt
hún á þremur tólgarkertum.
»Heldurðu að börnin þín hafi ekki gam-
an að kveikja á þessu um jólin?« spurði
hún Jón og fór að vefja lérefti utan um
kertin. . . . »Pjötluna þá arna getur hún
Áslaug þín notað til einhvers . . . heilsaðu
henni og bið þú hana að fyrirgefa hvað
þetta er lítið og ómerkilegt«.
Jón tók við bögglinum, þakkaði fyrir sig,
kvaddi og hraðaði sér svo af stað.
Á meðan hann tafði, hafði þykknað í
lofti. Sóttist honum því seinna en áður
því myrkur fór i hönd. Og eftir því sem
myrkara varð í kringum um hann, þvi
ömurlegri urðu hugsanir hans.
Aldrei hafði fátæktin skýrst eins Ijóslega
fyrir honum og í þessari ferð . . . þar var
ekkert nema kolniða myrkur . . . og hrepp-
urinn. . . . Hann þorði ekki . . . gat ekki
grylt lengra fram undan. Sama óttalega
hugsunin greip hann og fyr um daginn,
þegar kaupmaðurinn benti honum á hvað
fyrir honum lagi . . . heimilið tekið upp
. . . hjónin slitin í sundur og börnin hrak-
in til vandalausra. Þetta suðaði í eyrum
Jóns i sífellu, lét hann aldrei í friði. Þó
að hann reyndi að hugsa um eitthvað ann-
að, rakti hann hugsanaferil sinn altaf að
sama takmarkinu . . . sveitin . . . beint á
sveitina!
Hann fór að reyna að hlaupa við fót, til
þess að flýja frá þessari hugsun.
En þá komu spilin! . . . Spilin sem hann
hafði lofað Áslaugu að kaupa . . . fyrir ull-
ina hennar . . . spilin sem hún Áslaug ætl-
aði að gefa börnunum þeirra á jólunum .
. . einasta jólagjöfin þeirra, aumingjanna
litlu!
Að það skyldi nú takast svona til með
ullina. Að nokkur skyldi geta misséð sig á
slíku litilræði. Ef til vill hefði ullin verið
tvö pund . . . alls ekki meira, og þessu
gátu menn farið að hnupla frá honum. . . .
Og svo var honum um megn að bæta Ás-
laugu skaðann . . . hann gat ekki einu-
sinni fengið ein spil til þess að færa henni
handa börnunum . . . svona var hann fá-
tækur . . . hans vegna urðu börnin að
verða af jólagjöfinni, sem mamma þeirra
hafði trúað honum fyrir að kaupa . . .
hann gat ekki bætt úr þessu og enginn
vildi hjálpa honum til þess. . . .
En þá mundi hann eftir kertunum, og
bögglinum, sem góða konan sendi Áslaugu.
»Guði sé lof! Jólagjöf fá þau samt, blessuð
börnin mín!« sagði hann hálfhátt við sjálf-
an sig. Hann hætti að hlaupa og tór að
hugsa um Margréti í Felli og þá hlýju,
sem honum fanst að hefði streymt til sín
frá henni, þessa stuttu stund, sem hann
dvaldi hjá henni í búrinu.
Það leið fram á kveldið. Það fór að drífa
og smá jókst snjófallið eftir því sem lengra
leið. Gerðist þá launhált, svo Jón varð að
fara gætilegar. Komu þá sömu ömurlegu
hugsanirnar aftur og gat hann ekki flúið