Heimilisblaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 11
HEIMIJLISBLAÐIÐ
153
frá þeim. Það sló köldum svita út um
hann og nistingshrollur fór um hann allan.
Svo varð honum á sömu stundu sjóðandi
heitt og honum fanst hver spjör loða við
líkamann.
Honum flaug í hug að hann væri að
verða vitstola. En þá varð honum að hugsa
heim . . . til Áslaugar . . . konunnar, sem
liðið hafði með honum súrt og sætt og sat
nú alein heima yfir blessuðum börnunum
þeirra. . . .
Heim til þeirra varð hann að komast .
. . og hann fór aftur að greikka sporið.
Laust eftir miðnætti náði Jón heim og
var þá talsvert dasaður orðinn. Snjónum
hafði hlaðið niður svo talsverður þæfingur
var kominn.
Aslaug var á fótum. Hún var að brydda
svarta sauðskinnsskó handa Bjarna litla.
»Æ, Guði sé lof að þú ert kominn. Eg
varð svo óróleg þegar snjónum fór að
kyngja svona niður«.
»Eg er feginn líka að vera kominn, elsk-
an mín«, sagði Jón og kysti Áslaugu.
Jón sagði nú helztu fréttirnar, stiklaði
lauslega á viðskiftum þeirra kauprxiannsins,
og skýrði frá hvað óheppilega hefði tekist
til með ullarhárið.
Og það var vonleysishreimur í röddinni,
þegar hann sagði: »Eg fékk engin spilin,
elskan mín«. En svo reyndi hann samt að
vera glaðari og bætti samstundis við . . .
»en hérna er dálitið sem bætir úr því«.
Aslaug kiptist við, er hann nefndi spilin
og misti skóinn á gólfið. Hún laut niður
og tók hann upp og um leið brá hún
svuntuhorninu upp að augunum. Þá var
Jón búinn að finna kertaböggulinn. »Hún
sendir þér þetta, hún Margrét í Felli . . .
hún bað undur vel að heilsa þér«.
»Guð blessi hana, hún er altaf sjálfri sér
lik«. Það hækkaði brúnin á Áslaugu, þegar
hún sá kerlin.
»Jæja«, sagði hún og reyndi að brosa . . .
»eg hefi þá ekki lofað algerlega upp i erm-
ina . . . eg var búinn að segja krökkun-
um að þau myndu eignast eitthvað fallegt
og skrítið um jólin og að þú kæmir með
það. . . . En ætli þér sé ekki mál orðið á
einhverri hressingu«. Hún stóð upp, tók
malinn og ljósið og fór fram í búr.
Jón var eftir i myrkrinu. Hann lá aftur
á bak í rúminu og beið hennar. Hann
vissi að hún yrði ekki lengi . . . hann var
svo ánægður yfir að vera kominn heim . . .
heim til hennar og barnanna þeirra, að
hann fann ekki til neinnar þreytu og engar
myrkar hugsanir náðu tökum á honum. . .
En hann gerði ekki matnum mikil skil
. . . hann vildi komast í rúmið. Áslaug
hjálpaði honum að hátta, og skömmu síðar
var hann sofnaður.
Þá tók Áslaug til vinnu sinnar. Hún varð
að vaka meðan aðrir sváfu. Hún sneið
sundur léreftspjötluna og fór að sauma
svunturnar. Henni sóttist seint með nálinni
einni . . . engin var saumavélin. En hún
keptist við af öllum mætti, og starfið var
hennar gleði. Það var ánægjuefni að leggja
á sig erfiði og vökur blessaðra barnanna
vegna . . . hún hafði lofað börnunum því
að klæða ekki jólaköttinn . . . þessvegna
varð hún að sauma svunturnar . . . handa
Bjarna hafði hún saumað buxur . . . hún
hafði vakað við það nóttina áður og lokið
við þær þá. ... Og hún hafði eingöngu
hugann við börnin og hátíðina . . . hvað
hún gæti frekar gert lyrir börnin sín . . .
hvað hún gæti fundið upp, sem verða
mætti þeim til gleði . . . úr því spilin
komu ekki . . . á þeim hafði hún bygt
vonir sínar . . . En hún fann ekkert, sá
ekkert nema úrræðaleysi sitt og vanmátt.
Undir fótaferðina lagði hún sig fyrir og
áður en hún sofnaði bað hún svo innilega
til Guðs, að hann sæi eitthvað til með
þeim, svo að jólin mættu verða sem gleði-
legust barnanna þeirra vegna. . . .
Svo kom aðfangadagurinn.
Það var renningur allan daginn og skóf
snjóinn saman í skafla.
Áslaug var önnum kafin frammi við að