Heimilisblaðið - 01.12.1922, Side 6
Betiehein.
frið, fylti sérhvert hjarta fögnuði, yrði hvers-
dagsleg. Það hafði hann aldrei mált hugsa
til. —
Honum var í barnsminni, hvað hann
hafði hlakkað til jólanna, og hvað jólafast-
an hafði verið lengi að líða. Og þó að langt
væri siðan, og hann ekki framar barn,
mundi hann þó undur vel eftir hvað litlu,
sem þá kom fyrir hann, og varð honum að
gleði. Og nú átti hann börn, og eina jóla-
gleðin hans sjálfs, síðan þau fæddust, hafði
verið sú að gleðja þau á jólunum. Og það
hafði honum altaf tekist, að einhveiju leyti,
að gera þeim jólin gleðileg.
Honum hlýnaði í huga, er hann hugsaði
til spilanna, sem mamma þeirra ætlaði að
gefa þeim og hann var innilega þakklátur
Áslaugu, að hafa látið sér koma slíkt til
hugar. Hann vissi þó hvað hún hafði ætlað
sér að nota ullarhárið. Hún hafði ætlað að
hafa það neðan við sokka handa sjálfri
sér, og hafði vist ekki veitt af því. Hún
var ekki svo plaggarik . . .
En svo kom kvíðinn aftur . . . ef kaup-
maðurinn segði nei . . . neitaði honum um
alt . . . þá hvað . . . ?
Hann þorði ekki að hugsa um það frek-
ar og fór að herða gönguna.
Það var á milli nóns og miðaftans
að Jón í Heiðarseli náði í kaupstaðinn.
Hann fór rakleitt niður að sölubúðinni og
tróð sér inn.
Það var blindös í búðinni. Allur fjöld-
inn að taka út til jólanna, eða þá að gera
skil á skuldum sínum. En svo voru þar
og allmargir þorpsbúar, sem ekkert voru
að starfa annað en að flækjast fyrir þeim,
sem erindi höfðu í búðina.
Jón beið um stund og þótti illa áhorf-
asl með afgreiðsluna. Þó gat hann áður en
langt um leið komið orðum við einn búð-
arþjóninn og spurt, hvort hægt væri að ná
tali af kaupmanninum. Þjónninn mældi
Jón með augunum og svaraði síðan með
þjósti:
»Nei, . . . áreiðanlega ekki í kvöld«.
»Eg hefði þó þurft að ljúka erindum