Heimilisblaðið - 01.12.1922, Side 9
HEIMILISBLAÐIÐ
151
ur heim. . . . Konan vonast eftir því og
börnin hlakka til jólanna«, bætti hann við
í hálfum hljóðum og rétti kaupmanni mið-
ann . . .
»Er nú nauðsynlegt að taka svona mik-
inn sykur . . . getið þér ekki komist af
með minna. . . . Eða þetta léreft núna um
háveturinn . . . getið þér ekki komist af
án þess?«
»Eg er vita sykurlaus heima . . . fanst
eg ekki geta beðið um minna. . . . Léreftið
ætlar Áslaug að hafa í svuntur handa telp-
unum okkar . . . það er eina jólaglaðn-
ingin þeirra«. Um leið og Jón sagði þetta,
brá hann hendinni upp að augunum og
þurkaði burtu tár, sem brotist höfðu fram
i hvarmana.
»Jæja, þér fáið þetta, sem á miðanum
stendur, en ekki agnarögn meira«, mælti
kaupmaðurinn og stóð upp. »0g svo er
ekki til neins fyrir yður að koma aftur í
vetur. Yður verður ekkert lánað fyr en þér
sýnið einhvern lit á því, að þér viljið vera
áreiðanlegur maður«, bætti kaupmaðurinn
við, lauk upp hurðinni og kallaði til eins
þjónsins að afgreiða Jón.
Jón kvaddi kaupmanninn í dyrunum og
hurðin luktist á milli þeirra.
Það varð varla þverfótað fyrir mönnum
þegar Jón kom fram fyrir búðarborðið.
Mesl bar þar þó á þorpsbúum sjálfum;
þeir höfðu dregið sig inn í hlýindin og héngu
þar hver yfir öðrum.
Jón fór að svipast eftir malnum sínum.
Hann var ekki þar sem hann hafði skilið
við hann. Eftir nokkura leit fann hann
nialinn niðri tómri tunnu, sem stóð í horni
fram við hurðina. . . . En malurinn var
tómur . . . nestið og ullarhárið horfið.
Jóni varð hálf felmt við í fyrstu, en
skýrði þó búðarþjónunum með hægð frá
hvarfinu og vonaði að þeir gætu eitthvað
upplýst hver valdið hefði. En þeir vissu
ekkert; sumir brugðust reiðir við og sögð-
ust hafa annað að starfa en líta eftir fögg-
um sveitamanna, létu jaínvel á sér skilja
að malurinn hefði altaf verið tómur. . . .
Jón væri að drótta þjófnaði að mönnum
lil þess að gera sjálfan sig breiðan.
Jón gengdi því engu . . . honum gat
ekki úr huga horfið ullarhvarfið á meðan
hann var að raða niður í malinn þessu lítil-
ræði, sem búðarþjónarnir afhentu honum.
»Skyldi nú ekki vera einhver leið að fá
ein spite, spurði Jón með mestu hægð
þegar hann hafði komið dótinu fyrir. »Eg
ætlaði að kaupa þau fyrir ullarhárið sem
eg misti«, bætti hann við og röddin var
auðmjúk og biðjandi.
»Nei, okkur er bannað að láta þig hafa
meira, kaupmaðurinn sagði það áðan . . .
þú hefir vist heyrt það?« sagði þjónninn
um leið og hann vék sér að öðrum víð-
skiftamanni, sem beið eftir afgreiðslu.
Jón spurði annan þjón og svarið fór á
lika leið.
»Má eg þá finna kaupmanninn sjálfan?«
»Hann er upptekinn núna. Prófasturinu
er að tala við hann og kaupmaðurinn
sinnir engu smávægis kvabbi á meðan«.
Svo var sá þjónninn þotinn.
Jón hinkraði við enn, þangað til hann
sá sér færi að spyrja þann þriðja. En altaf
var sama svarið . . . hann mætti ekki fá
meira úttekið . . . hann hefði ekki gert
verzluninní þau skil, sem heimtuð vóru .. .
»og svo er þetta óþarfi . . . og við lánum
skulduþrjótum okkar engan ó/>ar/a/« bætti
hann við með sama rembingnum og hinir.
Þá sá Jón, að árangurslaust var að tefja
lengur. Hann fór að kveðja og hafa sig á
kreik. En honum fanst eitthvað þrengja
um andardráttinn og kökkur sitja sér í
brjósti, er búðarhurðin skall á hæla hon-
um . . .
Upp úr hádeginu lagði Jón af stað og
ætlaði að ná heim um nóttina. Hann hafði
gert ráð fyrir því við Áslaugu að vera ekki
nema eina nótt að heiman, og það varð
hann að efna. . . . Annars gat hún orðið
hrædd um hann . . . alein með börnin
langt frá öllum bæjum . . . altaf gat eitt-
hvað komið fyrir . . . þann veg gat Áslaug
hugsað.