Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1922, Side 16

Heimilisblaðið - 01.12.1922, Side 16
158 HEIMILISBLAÐIÐ VBRKSMIÐJUSTULKAN EFTIR CHARLES GARVICE. BJARNl JÓNSSON PÝDDI. (Framh.) VII. Morgunroðabjarminn var enn á lofti, er Myrtle læsti hurðinni hljóðlega á eftir sér og gekk niður þrepin. Enginn maður var á ferlí á götunni, það hvíldi fullkomin sunnudagskyrð yfir öllu. Myrtle hafði enga áætlun gert um það hvert hún ætlaði að flýja; henni var það eitt ríkt í huga að komast sem lengst í burtu sem unt væri frá þeim Silky Barge og frú Scrutton. — Hún þekti nú næsta litið til umhverfisins í Lundúnum; en einu sinni hafði hún þó farið með skólasystkin- um sinum út í Epping-skóg svo nefndan, og hún mundi eftir því, að hún hafði kom- ist á undurskömmum tíma frá Whitechapel út á grænar grundir og engi. En hvað henni þótti þá gaman að sjá þetta litla sýnishorn af sveitinni; því gleymdi hún aldrei, og þegar hún nú gekk eftir kyrláfu götunum, þá komu henni þessar grænu grundir í hug og nú ásetti hún sér að þang- að skyldi hún fara sér til dægradvalar fá- einar klukkustundir. Hún átti enn skildinginn (shilling), sem Giggles hafði gefið henni til þess að hún gæti fengið gert við skóna sína, svo það voru engar horfur á, að hún mundi þurfa að svelta heilu hungri. Hún hugsaði sér að kaupa sér vagnfar út þangað fyrir tvo penninga. Hún var nú svo glöð og létt í lund og hafði augun á öllu í kring um sig. Loftið var heíðríkt og kyrt, og þeir hinir fáu menn, sem gengu á götunni fóru sér svo hægt og friðmannlega; lögregluþjónn- inn á götuhorninu var jafnvel geispandi, alveg eins og hann vissi, að nú ætti hann rólegan dag í vændum; eina harkið, sem heyrðist, var i fólksflutningsvögnum, sem voru að þjóta af stað í skemtifarir eða blaðadrengirnir voru að hrópa upp með sunnudagsblöðin. En þó að friður hvildi yfir borginni á þessum morgni, þá langaði Myrtle þó til að komast út úr henni; en engin járn- brautarlest átti leið út úr borginni fyr en klukkan 10; hún fór því inn í kaffibúð og fékk sér þar kaffibolla, en rétt i því var búðinni lokað. Maðurinn i búðinnt leit á hana og gaut svo augunum til nokkurra smurðra brauðsneiða, sem eftir höfðu orð- ið og rétti Myrtle eina þeirra út þegjandi; en Myrtle vildi enga miskunn þiggja af ókunnugum; sneiðarnar, sem Barge hafði stungið hana, kvöldu hana enn, svo að hún svaraði góðsemi mannsins með því að hrista höfuðið, og sagði um leið:.»þakka yður, eg er ekki svöng«. Þegar hún var búin að drekka kaffið, gekk hún út að járnbrautarlestinni og komst þar upp í tóman vagn og ók leiðar sinnar. Hún steig úr vagninum á þeim stað, sem hún hafði keypt farseðil til og var þá sagt, að enn væri kippkorn til skógar. En Myrtle fékst ekki um það, heldur labbaði eftir götunni í hægðum sínum og feygaði í sig hreina og ferska loftið; henni fanst það svo dýrlegt eftir andrúmsloftið í Digby-stræti. Hún fór framhjá mörgum smáum lysti- görðum og fögrum, og líka stórhýsum, þar sem gluggatjöldum hafði verið hleypt niður; allur þessi friður verkaði eins og balsam á hina þjökuðu sál hennar. Sælir eru þeir, sem hér mega búa, hugsaði hún. Hún gekk og gekk, og því nær sem dró skóginum, því glaðari varð hún. Nú fór hún fram hjá stórum lystihöllum, í yndis- legum aldingörðum; allskonar tré og lim- gerði báru nú ljósgrænt lauf í fegursta blóma, því að þetta var í maímánuði. Loks komst hún út í skóginn og þá var hún orðin dálílið lúin, settist þar niður á bekk, tók af sér hattinn og litaðist um ánægjulega. í slíkri Paradís geta menn þó

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.