Heimilisblaðið - 01.12.1922, Blaðsíða 14
156
HEIMILISBL AÐIÐ
komu samt«, bætti hann við brosandi og
kysti Áslaugu á kinnina.
»Svo sannarlega hefir Guð bænheyrt mig
. . . og blessuð börnin okkar . . . nú verða
jólin eins og eg var búinn að hugsa mér
. . .« Áslaug sagði ekki fleira en tárin lædd-
ust niður kinnarnar. Það voru fegins og
þakkartár yfir þvi, hvað ræzt hafði úr fyrir
þeim.
Jón var lika viðkvæmur, en hann hafði
ekki augun af Bjarna litla, sem altaf var
að snúa fyrir sér spilapakkanum, og brjóta
heilann um, hvað það annars myndi nú
vera, sem hann hefði að geyma þessi und-
arlegi pakki.
— En gleði og undrun barnanna, þegar
þau fóru að fletta spilunum, verður ekki
lýst.
»Nei, sko, þetta er maður, og þarna er
annar . . . og stúlka . . . en hvað þetta er
fallegt 1« hrópaði Bjarni og svo komu spurn-
ingarnar og leystu foreldrarnir úr þeim og
sýndu þeim hvernig þetta leikspil væri
notað.
Skömmu síðar fór Áslaug að hugsa um
matinn. Bjarna fanst ekkert liggja á því
. . . þau skyldu heldur spila . . . það var
svo gaman.
Jón varð eftir og spilaði við börnin og
sagði þeim um heiti spilanna.
Þó hafði hánn hugann ekki við það . . .
og svaraði Bjarna litla út í hött.
Hann var að hugsa um það, sem Áslaug
hafði sagt i hrifningu og fögnuði . . . hún
hafði sagt, að Guð hefði bænheyrt sig . . .
og hann fann sannfæringarkraftinn í orð-
unum . . .
Hver vissi, nema að Guð greiddi fram
úr þrautum hans . . . ef til vill ekki hans
vegna . . . en vegna Áslaugar og barnanna
þeirra? Hver vissi . . . ef hann bæði Guð
. . . ef þau bæði sneru sér til Guðs í raun-
um sínum og bæðu hann hjálpar . . .?
Hver vissi nema að þau yrðu bænheyrð?
Hann ætlaði frá þessum degi að biðja Guð
og . . . treysta honum!«
— 1910 — Einar E. Sœm.
£f'ólin.
Enginn hátíð hugnast mér,
sem heilög jól,
með barnafögnuð, frelsislofsöng,
friðarsól.
Gefi Drottinn góður þér
að gleðjast nú,
sem auðmjúkt barn í einni von
og elsku og trú.
Jólastjarnan, helga, hreina
hauðrið geislum dreifir á;
það, að Drottinn elskar alla,
af þeim geislum ráða má.
Jólaklukkur hvellum hljómi
hringja’ inn jólafriðinn nú,
öllum háum, öllum smáum,
öllum þeim, sem hafa trú.
B. J.
0
Einföld guðfræði.
(Sbr. Sálm. 126, 3.).
Taylor, vinur Spurgeons, segir svo frá:
Skömmu áður en eg færi síðustu ferðina
til Menton, þá gerði Spurgeon mér orð að
finna sig og þá sagði hann við mig: »Bróðir!
eg held að dauðinn sé fyrir dyrum. Það
getur að sönnu verið vilji Guðs, að gera
mig heilan aftur, en hvernig sem fer«, sagði
hann og lygndi augunum, »þá verði Guðs
vilji«. Yið sátum lengi hljóðir, en síðan
sagði hann: »Hvað mundu öll guðfræðis-
kerfin nýju stoða mig, þegar eg nú á að
deyja«. Þá brá fyrir leiftri í augum hans
og hann sagði: »Bróðir, guðfræðin min er
orðin svo óvenjulega einföld og óbrotin,
en hún nægir mér fyllilega. Hún nægir ef
til vill ekki í prédikun, en hún nægir til
að deyja upp á hana. Hún kemst öll fyrir
í fjórum smáorðum og þau eru þetta:
»Jesús dó fyrir mig!« Þetta nægir mér,
bróðir!«