Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1922, Page 7

Heimilisblaðið - 01.12.1922, Page 7
HEIMILISBLAÐIÐ 149 naínum í kvöld . . . eg á svo Iangt heim«, sagði Jón með sömu hægðinni. »Það segjast allir eiga langt heim, eða hvar átt þú heima?« »1 Heiðarseli . . . insta bænum í sveit- inni«. Þjónninn vék sér yfir að skrifborðinu og fór að blaða í verzlunarbókunum. Eftir andartak kallaði hann upp frá bókinni: »Já, eg sé að þér munuð hafa erindi við kaupmanninn . . . þér ætlið ef til vill að grynka eitthvað á skuldinni?« Jón fann blóðið ókyrrast. Þjónninn spurði svo hranalega, en þó leyndi sér ekki háðið í röddinni. »Hvað sem því líður ætla eg þó að fá að tala við hann«. Jón reyndi að segja þetta rólega, en þó með fullri einurð. Búðarþjónninn vék sér inn á skrifstof- una. Jón sá í gegnum gættina, að þar myndi sama ösin vera og i búðinni. »Kaupmaðurinn getur ekkert sint yður • . . alls ekki í kvöld . . . og spursmál í fyrramálið, því margir eru á undan yður«. Og þar með var búðarþjónninn þotinn, áður en Jón kom nokkru orði fyrir sig. Nokkura stund beið Jón framan við búðarborðið í von um að eitthvað umhægð- ist. En það varð ekki. Þá fór hann að hafa sig á brott og leita sér að náttstað. Jón var árla á fótum næsta morgun, en engin merki sáust þess, að líf myndi vera með búðarþjónunum. Á tíunda tímanum var þó búðinni lokið upp, en svo leið klukkustund þangað til kaupmaðurinn kom á fætur. Það fanst Jóni langur tími og þó varð hann enn að biða, þangað til honum var hleypt inn í skrifstofuna. Kaupmaðurinn var eitthvað að skrifa, þegar Jón kom inn og tók varla undir kveðju hans. Svo tók hann lista sem lá þar á borðinu og fór að renna augunum yfir hann. Á meðan var Jón að ræskja sig og draga í sig veðrið. Hann vissi ekki hvernig hanu átti að hefja samtalið. Kaupmaðurinn varð fyrri til. »Jæja, Jón í Heiðarseli. Eg var að gá að

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.