Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.10.1923, Side 9

Heimilisblaðið - 01.10.1923, Side 9
HEIMILISBLAÐIÐ eiga víst, að Cravenstone lávarður er kom- lnn; hann er vist inni í verksmiðjunni. — Eigum við ekki að bíða og sjá hann?« »Ja, eg veit ekki almennilega —sagði veslings konan, og gat varla orði upp kom- ið. »Et' þú vilt það heldur, þá biðum við. En — en, þarna eru svo margir menn. Eg held að þú getir ekkert séð«. »Jú, við skulum ganga upp á þrepið þarna yfir frá«, sagði Myrtle með ákefð svo mikilli, að hún heyrði ekki andvárp móður sinnar. »Eg hefi gaman af að sjá skart kvennanna; en ef þér geðjast það ekki, roamma, þá hættum við við það«. Frú Leyton félst á uppástungu Myrtle, þó að henni væri það nauðugt,- og Myrtle tók i hönd móður sinnar og leiddi hana upp þrepin að vöruhúsinu, sem var þar beinl upp undan. Faðan var hið bezta út- sýni. En frú Leyton hugsaði þegar út í, að þær gætu ekki annað en sést, þegar tólk kæmi út úr verksmiðjunni. Leið svo nokkur timi. Fóiksfjöldinn fór að verða ó- þreyjufullur af forvitni, en svo hrópuðu loks nokkrar konur: ^Þarna koma þeir 1« Skömmu siðar kom Cravenslone i dyrn- ar. langur og krangalegur, hann var í stél- b'akka og hélt á hattinum í hendinni. Á eftir sást koma hið glæsilegasta föruneyti hágöfugs stórmennis og við hlið honum gekk hin sama hefðarstúlka, sem Myrtle hafði séð með hr. Aden á samsöngnum. Myrtle roðnaði, þegar hún sá hana, og sá nu eftir, að hún hafði beðið, en nú var henni ómögulegt að komast burtu, af því að áhorfendur stóðu þétt og neðst i þrep- sh'ganum. Þegar Cravenstone horfði út yfir mann- fjöldann, brá litillátlegu brosi yfir mjóa smettið á honum, en i þvi brosi var engin hrein tilíinning — ekkert annað en sigur- hrós. Hann benti með hattinum og hneigði sig. »Það gleður mig að heilsa ykkur, vinir mínir«, sagði hann, »því að eg hygg þó, að sumir ykkar séu minir menn og heyrið 129 til Haliford-verksmiðjunni. Eg er viss um, að þeir af ykkur, sem standa í sambandi við verksmiðju þá, sem eg hefi þann heið- ur að vera eigandi að og höfðingi fyrir, eruð jafnglaðir af því að sjá vinnuveitanda ykkar og eg er af því að sjá —«. Lengra komst hann ekki — hann ‘stóð eins og hann væri negldur og starði beint fram undan sér; hann varð æ litverpari í bragði, svo að útlit var fyrir, að hann hefði alveg gleymt, hvar hann var staddur — eins og hann vissi ekki framar, að nokk- ur væri staddur hjá honum. Hann bærði varirnar og dró andann þungt; síðan heyrðu þeir, sem stóðu honum næstir, hann stynja upp skyndilega orðunum: »LilianI Lilian!« Myrlle fann, að hönd móður hennar titr- aði og varð litið á hana og varð skelkuð. Frú Leyton stóð og starði á draugslega andlitið, sem var gegnt henni og nú var alt afmyndað af skelfingu þeirri, sem gríp- ur mann, þegar hann hyggur, að hann standi augliti til auglitis frammi fyrir hin- um altsjáanda. »Hvað er þetta, mamma, — ó, hvað er þetta?« sagði Myrtle. »Þú ert sjúk! Lofið okkur að komasl áfram«, sagði hún í bæn- arróm til áhorfendanna á neðstu þrepun- um; en enginn hreyfði sig úr stað, og mað- urinn og eiginkonan, sá, sem óréttinn hafði gert og sú, sem óréttinn hafði þolað, stóðu grafkyr og horfðu hvort á annað, eins og dómsdagur væri yfir þau kominn. »Vertu róleg, Myrtle«, sagði frú Leylon svo lágt, að varla mátti heyra. »Sko, sko! barnið mitt, getur þú séð manninn þarna? Það er jaðir þinn«. »Faðir minn!« hrópaði Myrtle upp yfir sig steinhissa. »Ó, mainma!« Cravenstone lávarður var nú kominn til sjálfs sín aftur. Hann var enn fölari en áð- ur, en barðist við að brosa, og hneigði sig og rétti lafði Vivien höndina og leiddi hana til vagns. — Mannfjöldinn æpti nú húrra. Vagn Pur- fleets rann af stað og aðrir á eftir honum;

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.