Heimilisblaðið - 01.10.1923, Page 15
HEIMILISBLAÐIÐ
við það, að hann gæti þó notað hendurn-
ar; og þegar búið var að hlaða koddum
þétt að baki honum, þá fór hann að skrifa
rækilega frétt af bardaganum og ritaði
nokkur drög til blaðagreina, áður en hann
læri að sofa. Hann átti bágt með að solna;
hann kendi svo lil í fætinum, lá lengi vak-
andi og hugsaði — ekki um þessa hrylli-
legu viðburði, sem hann hafði tekið þátt í,
— heldur um Myrtle.
Ivonan, sem hann dvaldi hjá, átti son,
vaskan og vel að sér, þá sextán ára að
aldri; Brian sendi hann morguninn eltir til
að komast á snoðir um, hvað gerst hefði.
Hrian setti honum margar varúðarreglur,
og hinn ungi sveinn leysti erindi sitt svo
rösklega af hendi, að Brian gat sent að
nýju bréf morguninn eftir; en er læknirinn
kom heim, harðbannaði hann Brian að
skrifa; hann væri hræddur um, að hann
fengi þá hitakast. Brian var þá nauðugur
einn kostur að síma »Dagsímanum«, að
hann hefði særsl, svo að senda þy.rfti ann-
an fréttaritara til Liége.
XX.
Hetta var i fyrsta skifti, sem Brian hafði
legið rúmfastur og honum fanst tíminn
langur, þrált fyrir það, þótt konan góða
léti sér ant um hann og hjúkraði honum
ágætlega og útvegaði honum bækur og blöð.
Af blöðunum sá hann, að alt var aftur
komið í röð og reglu. Yerstu uppreistar-
seggirnir voru handteknir og settir i varð-*
hald, og herlið var til gæzlu á ýmsum stöð-
um í borginni; en öll voru blöðin á einu
máli um það, að þessu verkfallsmáli væri
f>ráðum lokið.
Eitt kvöld, viku síðar en hann særðist,
barst honum í bendur eintak af Lundúna-
blaðinu »Times«. Hann las og las af kappi,
eu er minst varði rak hann augun í svo
látandi grein: »Cravenstone lávarður myrt-
ur, hinn nýbakaði lávarður, alkunnari und-
h' nafninu Jósef Haliford«. Brian fanst fyrst,
sem hann væri að dreyma; hann lagði
bréfið frá sér og lá lengi og starði upp í
135
loftið; síðan tók hann blaðið aftur og las
alt framhaldið af fregninni um morðið. —
Hað var brjálaður mannræfill, hinn svo
nefndi »Halifords-Billy«, er myrt hafði
lávarðinn, og kvartað var um þá óvarkárni,
að láta annan eins vitfirring leika lausnm
hala, þarna umhverfis verksmiðjuna.
Fregnin endaði á því, að erfinginn að
nafnbót lávarðarins, hr. Brian Haliford,
væri um þær mundir erlendis og enginn
vissi um heimilisfang hans.
Brian datt aftur á bak í rúmið og lok-
aði augunum, alveg höggdofa af þessari
voðafregn; honum fanst þessi atburður
standa sér lifandi fyrir hugskotssjónum,
eins og hann hefði verið þar sjálfur við-
staddur.
Haliíord-verksmiðjan hafði nú hefnt sín
á manni þeim, sem hún hafði auðgað; en
dauðinn máir burt alla beiskju; það var
meðaumkvunin ein með hinum metorða-
gjarna gamla manni, sem greip Brian,
manni, sem hafði endað skeið sitt svo frægi-
lega og svo börmulega.
1 fyrstu hugsaði Brian ekki um annað
en lávarðinn, og þó hann hefði lesið það,
sem snerti hann sjálfan, þá var hann ekki
þegar í stað búinn að átta sig á því, að
hann var orðinn tiginn nafnbótarmaður,
orðinn lávarður að tign. En er honum var
orðið það reglulega Ijóst, þá settist hann
upp í rúminu og blóðið hljóp fram i lcinn-
ar honum, og nú hugsaði hann lil þess, að
hann ætti nú sæti við hlið hins látna lá-
varðar, en nú var hann hér bundinn við
rúmið, mátti sig hvergi hræra og hann
mundi ekki verða ferðafær fyr en eftir
margar vikur!
Hvað átti hann nú til bragðs að taka? Hon-
um hatði ekki til hugar komið að föðurbróð-
ir sinn mundi deyja. Jósef eða Cravenstone
lávarður, sem hann nú var kallaður, hafði
ávalt verið heilsuhraustur og voru því all-
ar líkur til, að hann ætli langt eftir ólifað.
En við fráfall hans var Brian kominn í
I þá stöðu, sem hann taldi sig alls óhælan
til; langaði hann nú mesl af öllu til að