Heimilisblaðið - 01.09.1917, Síða 9
HEIMILISBLAÐIÐ.
103
vors og segja honum írá þessu, því hann
situr enn á ráðstefnu11.
Þeir riðu svo saman til herbúða konungs.
Biskupinn fékk strax inngönguleyfi, en hinir
biðu fyrir utan. Hann kom þó brátt til baka
aftur og benti þeim að koma, og hvíslaði að
þeim, er þeir gengu framhjá vörðunum: Hér
er undarleg ráðssamkoma og öriagaþrungin“.
Það var liðið að miðnætti, en tjaldið var
þó enn fult af herforingjum og aðalsmönnum,
er stóðu í hópum, eða sátu umhverfis mjótt
borð rekið' saman af plönkum. Inst við borð-
ið sat konungurinn, Guy af Lusignan, maður
fölur í andliti, klæddur skrautlegum herklæð-
um, við hægri hlið hans sat hinn hvíthærði
Raymond greifi af Tripolis, en á vinstri hlið
hinn svartskeggjaði og freknótti foringi Must-
erisriddaranua, klæddur hvítri skykkju og var
rauður kross saumaður á brjóstíð.
Það var auðséð á svip þeirra að í harð-
bakka hafði slegið milli þeirra. Konungur
hallaði sér afturábak í stólnum og strauk
hendinni öðru hvoru nm ennið.
Hann leit upp, er hann sá biskupinn og
spurði önugur: „Hvað er nú? Ó, nú man
eg það! Gott og vel. Komið með þessaháu
tvíburabræður og látið þá segja oss sögu sína
og það sem skjótast, því við megum engan
tíma missa“.
Þeir gengu allir nær, og eftir beiðni God-
vins sagði biskupinn frá því er fyrir hann
hafði borið fyrir tæpri stundu, er hann var á
verði á fjallsbrúninm.
„Er þetta alt satt, Sir Godvin?“, spurði
Guy af Lusignan og náfölnaði, er biskupinn
hafði lokið máli sínu.
„Það er satt, berra minn og konungur",
svaraði Godvin.
„Orð hans eru ekki nóg“, hrópaði foringi
Musterisriddaranna. „Látið hann sverja það
við hinn helga kross, því segi hann þá ósatt,
mun sál hans kveljast um alla eilífð“.
Og ráðið umlaði: „Já, látið hann sverja“.
I sambandi við tjaldið stóð útbygging, út-
búin sem lítið bænahús og var tjaldað yfir
einhvern hlut inst við gaflinn. Rufins biskup
frá Akre, er var þar meðal þeirra, búinn her-
klæðum, gekk inn og dróg tjuldið frá, og sást
þá brotinn kross, svartUr af elli, en settur
gimsteinum, er stóð hér um bil mannhæð frá
jörð, þvi neðri hlutann vantaði að mestu.
Yið þá sýn féll Godvin og allir viðstaddir
á knó, því frá þeim tíma er St. Helena fann
hann fyrir nærfelt sjö öldum, hafði hann ver-
ið hinn dýrmætasti helgidómur kristinna
manna. Það var talið vafalaust að þetta væri
sá kross er frelsannn hafði hangið á. Miljónir
manna höfðu tilbeðið hann og tugir þúsunda
höfðu látið líf sitt fyrir hann, og nú rétt fyrir
þessa miklu styrjöld milli kristinna manna og
falsspámannsins, var hann tekinn fram úr
fylgsni sínu, til þess að herskarar hinna kristnu
skyldu vera ósigrandi.
Godvin og Wulf störðu á þenna helgidóm
með undrun, ótta og tilbeiðsiu. Þarna voru
naglaförin, og staður sá er sakaskrá Pilatusar
hafði verið fest á, og þeim fanst næstum að
þeir sæju hiun deyjandi lausnara.
„Nú!“, hrópaði foringi musterisriddaranna.
„Látið svo Sir Godvin d’Arcy sverja við þeuna
kross að orð hans séu sönn“.
Godvin reis á fætur, og gekk að krossinum
lagði höndina á hann og mælti: „Eg sver
við þenna sanna kross, að fyrir tæpri stundu
sá eg þá sýn er hans konunglegu hátign hefir
þegar verið skýrt frá, og eg trúi því, að
þessi sýn hafi mér verið send sem svar upp
á bænir mínar, til þess að frelsa her vorn og
vora helgu borg frá valdi Serkja, og að hún
só sönn mynd, af þvi sem verða muni, ef vér
leggjum til móts við soldán. Eg sver, vel
þess vitandi, að viki eg hársbreidd frá sann-
leikanum, mun eilíf glötun verða hegning
mín“.
Biskupinn dióg aftur tjaldið fyrir krossinn
og ráðgjafarnir settust þögulir umhverfis borð-
ið. Konungur sjálfur sat náfölur og skelkað-
ur, og megn ótti hvildi yfir þeim öllum.
„Svo virðist sem oss hafi verið sendur
boðskapur frá himni“, mælti hann. Megum
vér óhlýðnast honum?“
Æðsti musterisriddarinn hóf upp hið skeggj-
aða, freknótta andlit sitt og mælti:
„Boðskapur frá himni, sögðuð þér herra