Heimilisblaðið - 01.09.1917, Síða 10
104
HEIMILISBLAÐIÐ
konungur? Mér virðist iiann miklu frekar
líkjast sendiboða Saladíns. Segið oss, Sir
Godvin, voruð þór ekki ásamt bróður yðar
einusinni gestir soldáns i Dami'skus?11
„Svo var það, br. musterisriddari. Yið
fórum þaðan áður en striðið var boðað“.
„Og“, hólt spyrjandinn áfram, „voruð þór
ekki foringjar fyrir lífverðL soidáns?11
Allir horfðu á Godvin, er hikaði við að
svara, því hann sá það glögt hvernig svar
hans mundi verða skilið, svo AYulf svaraði
með hárri röddu: „Jú, þann starfa höfðum
við á hendi stutta stund, og frelsuðum líf
Saladíns þegar launmorðingjar réðust á hann
til þess að myrða hann.“
„Ó“, sagði musterisriddarinn. „Þér frels-
uðuð líf Saladíns. Því get eg trúað. Þér
sem eruð kristnir, og öllu öðru fremur ættuð
að vilja bann dauðann. Nú, riddarar, svarið
enn einni spurningu minni“.
Með tungu minni eða sverði mínu?“ hróp-
aði AVulf, en konungur rétti upp hönd sína
og krafðist hljóðs.
„Sleppið veitingahúsvenjum yðar og svar-
ið mór, ungi maður“, hélt musterisriddarinn
áfram. „Eða svarið þér heldur Sir Godvin.
Er frænka yðar Bósamunda, dóttir Sir And-
rew d’Arcy, systurdóttir Saladins, og hefir
hann gert hana að prinsessu af Baalbec, og
er hún nú á þessari stundu í Damaskus?“
Hún er systurdóttir hans“, svaraði Godvin
rólegur. „Hún er prinsessa af Baalbec, en
hún er ekki sem stendur í Damaskus".
„Hvernig vitið þér það, Sir Godvin?"
„Eg veit það, því i sýn minni sá eg hana
sofandi í tjaldi Saladíns11.
Ráðið fór að hlæja, en Godvin hélt áfram:
„Já, herra musterisriddari, og í nánd við
þetta skrautlega tjald sá eg marga musteris-
riddara liggja dauða. Minnist þess þegar sá
tími kemur, að þér sjáið þá líka“.
Nú dó hláturinn út og ótta sló á flesta,
en til sumra mátti heyra orð á stangli:
„Galdrar! Bukl! Hann hefir lært þetta af heið-
ingjurn “.
En hinn óttalausi musterisriddari hló og
mældi hann með augunum.
„Þér trúið mér ekki“, sagði Godvin. Þór
trúið máske ekki heldur, þó eg segi yður, að
meðan eg var á verði upp á fjallsbrúninni,
sá eg yður vera að rífast við greifann af
Tripolis, unz þér dróguð sverð yðar úr slíðr-
um og slóguð því í þetta borð“.
„Báðið starði á hann enn á ný með undr-
un, og tautaði oitthvað sín á milli, því þoir
höfðu séð það sama, musterisriddarinn svar-
aði:
„Það getiir hann hafa fengið að vita hjá
öðrum en englum. Það hafa margir gengið
inn og út úr þessu tjaldi. Herra minn og
konungur! megum við eyða meiri tíma í slík-
ar sýnir, sagðar oss af riddara, er við vitum
allir að hefir verið ásamt bróður sínum í þjón-
ustu Saladins, sem þeir eftir þeirra sögusögn
yfirgáfu til þess að berjast móti honum í þess-
ari stj'rjöld. Látum svo vera. Við höfum
ekki tíma til að dæma um það, þó eg, ef
öðruvísi stæði á, mundi ákæra Sir Godvin
d’Arcy sem galdramann er stæði í sviksam-
legu sambandi við hirm sameiginlega fjand-
mann vorn“.
„Og eg mundi reka þá lygi niður í yðar
eigin háls með sverðsoddi mínum“, hrópaði
AYulf.
En Godvin ypti aðeins öxlum og musteris-
riddarinn hólt áfram án þess að gefa honum
gaum:
„Konungur! vér bíðum úrskurðar yðar, og
hann verður að koma sem fyrst, því tæpar
þrjár stundir eru til morguns. Eigum vór að
halda móti Saladín sem hugrakkir kristnir
menn, eða eigum vér að liggja hér sem
lyddur?“
„Herra konungur sagði Rayraond greifi og
stóð upp. „Hlustið á mig áður en þór svar-
ið, það verður máske í síðasta sinn, því eg
er gamall hermaður og þekki Serki mjög vel.
Borg mín, Tiberias er unnin, þegnar mínir
drepnir og kona min fangi í höll sinni, og
verður bráðlega að gefast upp ef engin hjálp
kemur. Þó segi eg yður, sem hór eruð sam-
an komnir, að betra er það en að vér förum
á móti Saladín. Látum Tiberias þola sin ör-
lög, en frelsið her yðvarn, sem er hin síðasta