Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 3
HEIMILISBL AÐIÐ
35
Peder Laale. Menn vita eigi víst, hvort hann
var lögmaður í Hallandi í Svíþjóð eða prestur
i Hróarskeldu. En víst er það, að eftir hanu
liggja 1200 latneskar setningar i hendingum og
viða rímaðar, og tilsvavandi danskir málshættir.
Málshættir þessir voru gefnir út i Kmh. í fyrsta
sinni 1506 að tilhlutun þáverandi kennara við
Hafnarháskóla. Bókin var höfð að lesbók í
latínu handa byrjendum í dönsku skólunum á
16. öld; kvað þó latína Laales vera æði bág-
borin.
Eins og kunnugt er, þá voru latínuskólar
stofnaðir hér á landi eftir siðabótina, annar í
Skájholti og annaráHóIum. Fyrstu kennararnir
við þá skóla voru danskir og þá er sennilegt,
að málshættir P. Laales hafi verið hafðir við
latínukensluna, eins og i dönsku skólunum.
Eitt er víst, að lærðir menn hér á landi
þektu þessa málshætti á seinni hluta 16. aldar.
í einkarmerkilegu handriti, er Sópdyngja
heitir eða Dægradvöl, sem séra Gottskálk
Jónsson í Glaumbæ (1524—1593) ritaði á
árunum 1543—1578, eru tilfærðir nokkrir máls-
hættir úr safni Laales, t, d.:
„Þá góz gengr á grunn
gjörist vináttan þunn“ (ísl. orðskv. bls. 389).
»Sá fugl, sem lengi sefr í sinni sæng,
fer lítið fyrir sitt nef“. (ísl. orðskv. bls. 284).
sDyggthjú skapar bóndansbú“.(ísl. orðskv.bls.63)
Þessir Málshættir munu svo smám saman
bafa borist með skólamönnum út um landið.
^íii'gir haía eflaust verið hér fyrir áður, en
aðrir hafa svo ílenzt hér í þýðingum, sem voru
oorrænir eða danskir að uppruna. „í ísl. orðs-
kviðum eru þeir margir meira eða minna rangt
Þýddir eða úr lagi færðir. Hallgrímur Scheving
leiÖréttir suma og bætir öðrum við í þýðingu.
Líklega hafa margir þessir málshæltir verið
sarneign Norðurlandaþjóða, meðan ein tunga
j'01 töluð á Norðurlöridum. Sumir hafa svo
0l,st hingað og þessvegna finnast þeir í forn-
sögunum og öðrum fornritum.
Plestir munu kannast við eftirfarandi máls-
æfii? sem allir standa í safni Laales:
1- Þeir fá byr, sem bíða.
2- Brent barn forðast eldinn.
•2- Ekki tjáir að deila við dómarann.
4. Svo bjargast bý sem birnir.
5. Þröngt mega sáttir sitja.
6. Syngur hver með sínu nefi.
7. Glögt er gests augað.
8. Voðinn nærri einatt er.
9. Grisir gjalda, gömul svín valda.
10. Ekki er alt gull sem glóir.
11. Garður er granna sættir-
12. Falls er von af fornu tré.
13. Dýrt er Drottins orð.
14. Hver skarar eld að sinni köku.
15. Ilt er við ramman reipi að draga.
16. Sjón er sögu ríkari.
17. Fár hyggur þegjanda þörf.
18. Frændr eru frændum verstir.
19. Móðir er sú, sem matinn gefur.
20. Svo eru lög sem hafa tog.
Allir þessir málshættir eru tilfærðir í „ísL
orðskviðir“ í íslenzkum búningi og margir
margir fleiri. —
Hve nær fáum vér nýtt og fullkomnara
málsháttasafn ?
Bjarni Jónsson.
Dýrðin í dalnurn.
Þá ékkert miy glepur i iðgrœnum dal
alföðurverkin að skoða,
lians marglita, gullofna grasanna val,
sem glitra í ársólar roða, —
fögur er dýrðin i dalnum.
Já, hugsa þér maður þau mannlegu verk,
með myndugleik hagleiksins gjörðu:
Þar gncefa við bláloftið stórvirkin sterk
með stássið frá toppi að jörðu. —
En þar sést ei dýrðin í dalnum.
Jeg sakna þin dalur með runna og rós,
með reynir og fífil og smára;
hin gulllega fegurð þin geymir það Ijós,
sem gefur mér orsök til tára. —
„Gleym mér eiu geymist i dalnum.
J. J. i Illið.