Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 12
4^
HEIMILISBLAÐIÐ
Fiskimennirnir komu snemma a‘S þennan dag,
því sjógangur var mikill; Nelly fór líka inn í
kofa sinn þegar rökkva tók, og myrkriö grúföi
yfir sjónum. Þegar hún var nýkomin inn í kof-
ann, skall á hiö mesta óveður meö stormi og
steypiregni, og hver þruman rak aöra.
Nelly var hrædd, og hún fór aö gráta; móð'ir
hennar reyndi aö hugga hana. En veðriö fór
síversnandi; regnið var eins og helt væri úr
fötu; hver þruman drundi á fætur annari, svo
aö undir tók í klettunum, og varð af því hin
mesta háreysti; allur sjórinn var í einu brim-
löðri og rauk særokið eins og rigning yfir vita-
turninn. Þá eirði Nelly ekki lengur inni í kof-
anum. Hún gekk til dyranna, og sagöi við móður
sína: „Eg verö aö fara út í vitaturninn og spyrja
Ríkarð gamla, hvort hann hafi ekki séð til
skonnortunnar hans Edvards, áöur en fór aö
dimma.“ Móöir hennar ætlaöi aö banna henni
að fara út í þetta veður, en óðar en hana varði,
var Nelly farin út og horfin út í myrkrið.
Stígurinn ofan eftir hálsinum var brattur og
torfær, en hún var honum vel kunnug; hún gekk
álút á móti veðrinu og lét hvorki storminn né
regniö hamla för sinni.
Hún vissi, að Hrólfur var ekki heima, en hún
rendi ekki grun í, aö faðir hans væri sér reiður
út af því, aö hún ekki heföi viljað ljá eyra ástar-
tölum hans. Flefði hún vitað það, eins og það
var, mundi hún naumast hafa farið til Ríkarðar
til þess að spyrja sig fyrir um Edvard.
Þegar hún var komin að dyrunum á vita-
turninum, var hún oröin gagndrepa af rigning-
unni og særokinu. Hún barði aö dyrum; Rík-
arður opnaði huröina í hálfa gátt, og hélt á
lukt í hendinni, en svo var andlit hans ógurlegt,
að Nelly lá við að hlaupa burtu í ofboði; slíkur
ótti kom að henni, er hún sá Ríkarð; hún sá
líka, að inni í herberginu stóð flaska á börð-
inu; Nelly þóttist sjá, að Ríkarður hefði eitt-
íivað ilt í hyggju; og er hún leit flöskuna, datt
henni i hug, að hann mundi hafa drukkið vín,
til þess að gera sjálfan sig örari til aö fremja
einhvern glæp,
Hún spurði hann, hvort hann hefði séð skonn-
Örtuna. Hann játti því og dæsti við. Síðan tók
í hönd hennar, leiddi hana inn í turninn, og
læsti huröinni á eftir þeim.
„Þaö er hér um bil hálf klukkustund síðan
eg sá skonnortuna; hún var þá örstutt frá yzta
skerinu.“
„Var hún komin svo nálægt!“ sagöi Nelly.
„Edvard er þá í lífshættu! — En það er þó
hugsandi, að hann komist inn í höfnina, er það
ekki, Ríkarður ?“
Áður en hann fékk tóm til að svara henni,
reið af ógurleg þruma, svo aö vitatuminn nötr-
aði; Nelly fanst þetta vera svar upp á spurn-
ingu sína, og hún sagði við sjálfan sig: „Því
miður, í svona veöri er honum ekki lífs von.“
„Hvers erindis kemur þú til mín?“ spurði Rík-
arður. „Heldur þú að eg geti frelsað hann- Held-
ur þú, að eg hafi líf hans í hendi minni? Edvard
þykist vera góður sjómaöur; sýni hann það nú!
Það er hugsandi, að hann hitti innsiglinguna,
en ef þ ú vilt þaö, þá skal hann ná höfninni
heill á hófi.“
„Efast þú um að eg vilji þaö? Eg skil ekki,
hvað þú átt við.— Þú ert þó ekki að gera gis
að mér, vænti eg! Það væri illa gertN
„Eg segi það enn — það er á þínu valdi, hvort
Edvard fær bjargað lífi sínu, eða ekki.“
„Eg skil þig ekki! Eg veit ekki hvernig .eg
á að ráða orð þín,“ sagði Nelly og skalf af
hræðslu.
„Líttu út um gluggann, og segðu mér, hvaö
þú sérð.“
Hún gerði sem hann bauð henni, en hún sá
ekkert, því úti var þreifandi myrkur.
„Þú sérð ekki annað en freyðandi sjóinn; er
ekki svo? Sérðu ekki ljós þarna langtH burtu?
— Nú séröu það. — Þetta ljós er úti á skipi
Edvards, og hann siglir í opinn dauðann.“
„Nei,“ svaraði Nelly, „vitinn hér uppi í tumj
inum varar hann við skerinu.“
Ríkarður hló kuldahlátur og mælti: „Séröil
þá nokkurs staðar ljósgeislann, sem á að falla
frá vitahum út yfir sjóinn til þess að leiðbeina
honum? Nei, þú sérð hann ekki, því eg hefi
ekl£i kveikt vitann í kvöld.“
Nelly rak upp hljóð, og henni lá við að hníga
i