Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 10

Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 10
42 HEIMILISBLÁÐIÐ sinnum heimsótt RíkarS gamla í vitaturninum, og hann var sá eini maöur, sem Ríkaröur ekki haföi sneitt hjá. Af þessum kunningsskap þeirra haföi sprottiö kunningsskapur milli barna þeirra. Nelly kendi í brjósti um Hrólf, af því, að hún hélt, aö honum leiddist þetta einsetumannslíf í vitaturninum, og hún haföi stundum léö honum skemtibækur. Stundum, þegar hún kom ofan í kaupstaðinn, fylgdi Hrólfur henni upp stiginn, er hún fór heim til sín. Nelly haföi ekki bannaö honum þaö, af þvi, að hún hélt, að ertginn tæki til þess, þar sem allir vissu, aö hún var heitmey Edvards. Hrólfur elskaöi hana af öllu hjarta sinu, og hann hataði Edvard, sem hann vissi, að var unn- usti hennar. En hann sagöi meö sjálfum sjer: „Hann elskar hana þó ekki eins heitt, eins og jeg — og hver veit — skyldi hún kæra sig svo mikið um hann! Alt af er hann aö fara frá henni —• og alt af er hún vinaleg við mig — nei, Ed- varö skal aldrei fá hana — eg ætla að tala viö hana um þetta; aldrei fæ eg betra tækifæri til þess, en nú.“ Þannig stóö hann nú frammi fyrir henni, og var náfölur í andliti. „Ekki átti eg von á yður hér,“ sagöi Nelly, þegar hún sá hann, „en hvers vegna eruð þér svona fölur ? Eruð þér veikur ? eöa gengur nokk- uö aö yöur?“ Þá gat Hrólfur ekki setiö á sér lengur, heldur lét hann henni nú i ljósi elsku sína til hennar, fyrst með hjartnæmum oröum, en siöan með hin- um mesta ákafa. Nelly varö hrygg af því, aö hann skyldi þannig hafa misskilið vináttu henn- ar, en þó var hrygö hennar ekki eins mikil eins og reiöi hennar yfir því, aö hann skyldi ætla henni, aö hún mundi bregöa heit sitt til unnusta síns. —• ( „Hvernig getur yöur dottið í hug aö tala til min á þessa leið,“ sagöi hún. „Þér hlutuð að vita þaö, aö mér mundi falla þaö illa,- Eg biö yður þess lengstra oröa, aö tala aldrei oftar viö mig um þetta efni.“ En Hrólfur lét ekki skipast viö orö hennar, heldur hélt áfram. Nelly sneri sér þá frá honum, pg sagöi: „Þetta er ekki nema heimska úr yöur, Hrólfur. Þér vitiö aö eg er öörum lofuð. Eg vil ekki heyra eitt orö um þctta framar.“ Hrólfur greip þá í föt hennar, og hélt henni fastri, og sagði meö hinum mesta ákafa: „Eg get ekki hlýtt yöur, Nelly! Haldiö þér að eg geti slitið úr hjarta mínu mina sælustu von? Rekið þér mig ekki frá yður, Nelly! Geriö þér mig ekki ógæfusamastan allra rnanna! Þessi léttúðugi sjó- maöur, sem á unnustur í hverri höfn, hvar sem hann kemur aö landi, hann getur ekki elskað yður eins innilega eins og eg geri.“ Nú þoldi Nelly ekki lengur mátiö, aö heyra unnusta sínum hallmælt, það þoldi hún ekki. Hún sleit sig úr höndum Hrólfs og sagði: „Hrólfur! Eg veit ekki til, að eg hafi látiö nokkurt þaö orö falla, sem gæfi yður tilefni til að tala þannig viö mig, en eg bið yður aö vara yður á þvi, að láta mig heyra yöur bera ástæðu- lausar og lognar sakargiftir á Edvard, ef þér ekk viljiö aö eg fái beinlínis hatur til yðar.“ Aö svo mæltu gekk hún frá honurn, hægt og stilt, en Hrólfur stóö agndofa, og horföi á eftir henni, þangaö til aö hún var komin í hvarf. „Er það þá nokkur heimska af mér, þótt eg ímyndi mér, aö hún geti fengið ást á mér? Er eg þá svo ófríður! Er eg vanskapaður! Hvers vegna kýs hún Edvard fremur en mig? Væri hann dauður-------!“ Hann krepti hnefana, beit á jaxlinn og sagði: „Já, væri hann dauður, þessi blíömáli sjómaöur, þá væri eg þó ekki alveg vonlaus!“ „Dauöur! Hver er það, sem þú ert að óska aö væri dauður?“ var alt í einu sagt rétt hjá Hrólfi. Þaö var faöir hans, sem haföi séð á- lengdar aö var aö tala við Nelly, og haföi hann ráðið í, hvert umtalsefnið mundi vera. En þessi syndsamlega hugsun átti' sér ekki langan aldur í huga Hrólfs. . „Guð fyrirgefi mér mína illu ósk,“ svaraði hann; „eg óska engum ills, faöir minn, en eg er oröinn leiöur á lífinu hér á þessum útkjálka ver- aldarinnar. Þú mátt nú ekki neita mér lengur; nú er ekkert, sem bindur mig framar við þenn- an stað.“ Faðir hans varö nokkuö þungur á brúnina, er hann heyrði þessi orö.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.