Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 2
34
HEIMILISBLAÐIÐ.
stökum gulltöflum, en það voru fáorðar og gagn-
orðar setningar og að því skapi spaklegar.
Þessar setningar eru einu nafni kallaðar
málshættir. Þeir eru nokkurs konar al-
þýðu-heimspeki, bygðir á reynslunni, helst
trúarlegs, siðfræðilegs eða hagfræði-
legs efnis.
Þessar setningar urðu fræðimönnum tiitækar
í ræðu og riti, og margar samskonar setningar
lifðu á vörum alþýðunnar.
Allur þorri málshátta er reynslu-sann-
mæli, sem eigi merkja annað en það, sem
mælt er, t. d. ,það er spáð, sem spakir mæla;
eða ,spá er spaks geta'. Aðrir eru likingar,
sem merkja annað en það, sem mælt er, og
eru þá kallaðir orðskviðir, t. d. ,þá eik skal
fága, sem undir skal búa‘ eða ,befir eik það, er
af annari skefur'.
Ólafur hvítaskáld, bróðursonur Snorra Sturlu-
sonar, minnist á þessa líkingarmálshætti í Mál-
skrúðsfræði sinni á þessa leið:
„Allegoría (liking) er trópr (viðkenningar-
háttur) sá, er annað merkir en mælt er, sem
Sveinn kvað:
„Þar lcemr á — — — ti! sævar“.
Þat er úeiginleg líking milli árinnar og kvæðis-
ins. Þat er at skilja: hann lyktir svá því efni,
er hann vildi í kvæðinu hafa, sem áin kemr
til sævar. — — — Þessar líkingar eru mjök
settar í skáldskap ok í spakmæli þau, er vitrir
menn hafa forðum saman sett; greindu spek-
ingar með því orð sín frá alþýðlegu orðtaki“.
Málshættirnir eru, eins og uú var sagt,
þjóðlegar gulltöflur, sem geymst hafa innan
bókmentanna og utan þeirra, á vörum alþýðu,
alt frá því er Norðurlönd voru bygð og síðan
gengið að erfðum frá kyni til kyns og aukist
eftir því sem aldir liðu.
Fornsögur vorar eru margar auðugar af
málsháttum, einkum Gretla og Njála. Þeir eru
og mjög fléttaðir inn í fornar vísur, þó að Teigi
sé það af áseltu ráði gert, eins og í Forn-
yrðadrápu eða Orðskviðahætti (í Hátta-
tali). Hávamál er að mestu Ieyti fornt máls-
háttasafn í ljóðum. í fornum lögum má og
finná stutt og spakleg orðtæki, t. d. ,með lög-
urn skal land byggjah
Það hefir jafnan verið venju, að menn hafa
haft málshætti í ræðu og riti til styrkingar máli
sínu, samkvæmt því, að ,opt er gott þat, er
gamlir kveða‘ og ,flest eru fornmælin sönn-.
Á 17. og 18. öld tóku fræðimenn að tína
saman þá málshætti, er þeir fundu í fornum
ritum og auka þau söfn svo með málsháttum,
sem lifðu á vörum rnanna eða fundust í ritum
seinni tíðar manna.
Þessi söfn gaf Bókmentafálagið út í einni
heild: Safn af íslenzkum orðskviðum o. s. frv.
Kmh. 1830. Hallgrímur Scheving, kennari við
Bessastaðaskóla, samdi viðauka og leiðréttingar
við það safn* og var það gefið út í Boðsriti
skólans 1843 og 1847.
Ekki koma öll kurl til grafar í þessum
söfnum. Margt er ótínt enn, einkum úr hinum
nýrri bókmentum. En hins vegar eru þar líka
tíndur fjöldinn allur af ómerkilegum orðtökum,
sem mættu detta úr sögunni.
En hvað er nú frumlegt, þ. e. norrænt
eða íslenzkt af þessum málshátlum? Því er
ekki auðsvarað. Sumir latnesldr málshættir
eru orðnir svo samgrónir tungu vorri, að þeir
verða eigi greindir frá alíslenzkum málsháttum,
t. d. ,hver er sinnar hamingju smiður'. Latínan
er auðug af stuttum og spaklegum setningum
og lærðir menn hafa snemma haft þeer að orð-
taki í íslenzkri þýðingu. Hugsvinnsmál eru
latneskt spakmælasafn.
Hér verður ekki lengra farið út i það mál.
En það er annað, sem rétt er að vekja máls
á í fám orðum og það er: íslenzkir máls-
hættir í dönskum málsháttasöfnum.
Danir eiga ágætt málsháttasafn, er nefnist:
„Dansk Ordsprogs skat“ (Kmh. 1879).
I þessu safni má finna málshætti, svo
hundruðum sklftir, sem vér vitum eigi annað
en að sé islensklr, þar á meðal eru margir
hinna allra algengustu, og sumir standa í forn-
sögum vorum.
Manni getur ekki annað til hugar komið, en
að hér sé um forna sameign tveggja þjóða að
ræða eða fornporræna málshætli í dönskum
búningi.
Elsta málsháttasafn Dana er frá síðari hluta
14. aldar. Það er kent við Iítt kunnan höfund,