Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 13
HE IMILISBLAÐLÐ í ómegin, en Ríkaröur þreif hart i öxl hennar, og kom hún þá til sjálfrar sín aftur. „Hlustaöu nú á, Nelly, hvaö eg ætla að segja, •og geföu vandlega gaurn aö oröum mínum. Ef ■eg ekki kveiki vitann þegar í stað, þá er Edvard dauðans matur; þá fer ekki hjá þvi að skip hans farist í nótt og brotni í spón, og engum, sem á því er, er lífs von. En nú skal eg leggja það á þitt vald, að frelsa hann o^ skipið og alla þá, sem innanborðs eru, ef þú vilt.“ „Flýttu þér! Segðu mér, hvernig eg eigi að fara að því! Segðu mér það fljótt! Dragðu það -ekki, þangað til að það er um seinan! Hvað á eg að segja? Hvaö á eg aö gera? Flýttu þér og miskunaðu mér!“ „Miskuna þér! Já, eg skal miskuna þér líkt og þú miskunaðir Hrólfi, þegar hann baö þig um aö elska sig. Líka skal eg segja þér það, að faðir Edvards var minn svarinn óvinur, og eg á honum mikið ilt upp að unna.“ „En Edvard er saklaus," sagði Nelly, „og nú er hann staddur í lífsháska, sem þú getur af- stýrt!“ „Viltu segja hann saklausan? Er það ekki honum að kenna, að sonur minn flýr burtu héðan, frá öldruöum fööur sínum! Þetta á jeg upp á Edvard, en hann skal fá að kenna á því.“ Nelly lá við örvætingu; hún þreif ljós, sem stóð á borðinu, og ætlaði að stökkva með það upp stigann, sem lá upp að vita-luktinni, en Rík- aröur náði henni ög hratt henni ofan aftur. „Ekkert liggur á,“ sagði hann. „Leyfi eg þér að frelsa líf Edvards, þá vil eg hafa nokkuð fyrir. Lofaðu mér því, að þú skulir ganga að eiga Hrólf!“ „Nei, nei, því get eg ekki lofað, því lofa eg aldrei,“ sagði Nelly, aðfram komin af sorg og Fræðslu. „Gefðu mér betra svar en þetta, en flýttu l3ér, þvi bráðum er komið flóð, og aðfallið ber skipið að klettunum. Kveiki eg ekki vitann, þá futta þeir ekki innsiglinguna, og þá farast þeir MHr. Heyrirðu þaö? Ætlarðu að láta þá farast, þegar þig kostar það ekki nema fáein orð að frelsa þá?“ 45 Nelly fann, hvað þessi krafa Rikarðar fór fram á; það var hvorki meira né minna en algjörður og ævarandi aðskilnaður frá þeim, sem hún elskaði, og æfilöng, óþolandi sambúð með öðrum, sem hún ekki elskaði.“ „Það væri hrópleg synd,“ svaraði hún grát- andi, „ef eg gengi að eiga Hrólf, en bæri þó i hjarta mínu elsku til annars manns. Ó! Ríkarð- ur! vertu okkur miskunsamur!“ Um leið og hún sagði þetta, kom hvirfilbylur, sem var svo harður, að þvi var líkast sem hann mundi taka upp vitaturninn og þeyta honum upp í loftið. Nelly kveinaði þá upp og sagði: „Þú, harðsvíraði maður! Ætlarðu að drepa þá? Þú, sem ert skipaður til að leiðbeina þeim, ætlar þú að leiða þá í opinn dauðann? Frelsaðu þá! Gerðu það, gerðu það, svo framarlega sem ekki vilt baka þér helvíti bæði þessa heims og annars!“ „Viltu þá sverja mér, að þú skulir ganga að eiga Hrólf? — Að öðrum kosti ert þú morðingi Edvards; eg er það ekki.“ Þetta var ógurleg stund fyrir Nelly; hvað átti hún aö gera; hún liafði engin úrræöi — hún lét undan. Tár hennar þornuöu alt i einu, og hún varð föl sem nár. „Hvað viltu þá að eg segi?“ sagði hún; „eg verö að láta undan, en guð fyrirgefi þér alla þá ógæfu, sem þú kemur af stað á þessu kvöldi.“ Hann hafði þá fyrir henni þau orð, er hann viidi láta hana segja, og hún hafði þau eftir honum í einhvers konar ofboði; en undir eins og hún var búin að því, þreif hún ljósið á borð- inu og stökk upp stigann, upp að vitaluktinni, og sagði um leið við sjálfa sig: „Það er þín vegna, Edvard; til þess að frelsa líf þitt, hefi eg gengið á heitorö mitt til þín.“ Rétt á eftir var hún búin að kveikja vitann, og nú lagði geislann frá honum út á sjóinn. Þá fórnaði Nelly höndum til himins og þakkaði guði fyrir ])á von, sem hún nú hafði um að Edvard mundi komast af; en þessi gleði hennar var skanyn- vinn; rétt á eftir heyrðist brak og brestir og óp eitt mikið; síðan heyrðist ekkert nema ofsinn í óveðrinu. Skonnortan hafði steytt á skeri skamt fyrir

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.