Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 7

Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 7
HEiMILISBLAÐIÖ 39 inn hafði ekki verið opnaður nýlega. Kannske ekki síðasta misserið. - í einu horninu á stof- unrii hengu nnkkur föt, hálfþvegin og hálf- þur í snærisspotta, sem strengdur var yfir horn- ið og festur öðrumegin með stóreflis naglagaur, en hinumegin með ótal smánöglum. í hinum enda stofunnar var stór byngur af óhreinum fötum, stígvélagörmum, brauðskorpum, beinum og leikfangabrotum. Svona var nú stofan, og svefnherbergið var ekki betra útlits. Þar lágu 4 krakkar í flatsæng i óhreinum rúmfatagörm- um og í rúmi, sem alt var brotið og bramlað og bundið saman með snærisspottum, lágu þau hjónin, herra Sörensen og maddama Sörensen, hengu tréspónadræsur hingað og þaogað niður úr rúmbotmnum, og fyrir glugganum hékk gamall gólfteppisgarmur. Þeim ofbauð alveg félögunum : ryksópnum, gólfsópnum, sápunni, svampipum og vatninu, þetta gekk alveg ger- samlega fram af þeim. Loksins sagði þá ryksópurinn: „Það er bezt <■ að byrja strax og láta nú hendur standa fram úr ermum“. — „Já, það er bezt“, sagði vatnið, „en hvar eigum við að bera niður?“ »Æ, eg vildi óska, að einhver vildi nú opna fyrir okkur glugga, annars köfnnm við áður en við erum hálfnuð“, mælti ryksópurinn. „Bíddu hægur! ætli eg sé ekki nógu langur“, sagði stóri gólfsópurinn og svo hoppaði hann UPP > gluggatengslin, svo að glugginn opnaðist upp á gátt og blessað hreina loftið slrevmdi inn. »Æ, æ, sagði hreina loftið“, þegar það mætti hinu fúla Iofti inni í stofunni. t „Æ! ljúkið UPP hurðinni í guðsbænum, svo að jeg geti streymt í gegn, annars get eg ekki notið mín“. Gólfsópurinn sparkaði hurðinni upp á gátt, og á svipstundu var óloftið rekið út. Sóparnir fóru nú að hamast í að sópa, en svampurinn vildi þá líjca komast|að rúðunum, svo að blessuð sólin kæmist líka inn í gegnum þær. Svo hömuðust allir þessir þrifnaðarfélag- ar’ þangað til alt var orðið hreint og bezta loft í slofunni. Sapan var nú að fram komin af tæringu. » 8 er nú skammlíf“, sagði hún, „en heldur vil eg, það veit trúa mín, heldur vildi eg eyð- ast gersamlega upp til agna en að liggja þur og skorpin og kannske mygluð uppi í einhverri hyllunni. Það er annars stór slcaði, að það er eins og blessað íólkið viti eklci hve miklu við getum til vegar komið, vatnið og eg, þegar við leggjum saman“. „Eg ætla bara að biðja ykkur að lofa mér að vera með“, sagði hreina loftið og sólin sagði sama. — „Eg vildi nú óska“, bætti hún við, „að við gætum kent þessari vesalings konu að nota okkur öll meira en hún gerir, jiá gæti máske komið annað lag á heimilislífið hér hjá þessum veslings hjónum. Vatninu vöknaði um augu, það komst svo við, og nú kom svo stór gújpur, að það skvett- ist út á gólfið, og við það vaknaði maddama Sörensen, — og það við vondan draum, þvi að alt sat við sama inni hjá henni. Henni fanst þó, að hún hefði í raun og veru séð blessaða sólina skína inn um'glugg- ann og að hún hefði fundið tæra loftið streyma inn um herbergið. „Mig hefir þá bara dreyrnt", sagði hún, „en egsá þó í svefninum, að alt þetta var mögulegt — og eg skal nú með Guðs hjálp Iáta mér þetta að kenningu verða“. Hún klæddi sig nú í snatri, opnaði glugg- ann, fann fötu, fékk sér vatn í huna; sápu fann hún líka og gólfsóp, og svo fór hún að hamast i að þrifa; tii. Þegar hún var langt komin, vaknaði Sörensen og spurði hvað á gengi. „Ó, eg er nú að hita fyrir þig kaffisopa, góði minn, og er nú rétt að segja búin“. — Sörensen var léttbrýnn, — það var langt síðan að hann hafði heyrt konu sína tala svona glaðlega. „Þú hefðir átt að kalla á mig, góða mín, „eg skyldi þá hafa hjálpað þér eitthvað, eg sé nú hvað þú hefir fyrir stafni“, sagði Sörensen. Maddömu Sörensen þótti vænt um að heyra manniun sinn taka svoná vel í þetta, — hún var heldur ekki vön að heyra hann tala í þess- um tón. Hún bað hanu nú að bera fyrir sig skarnið út og sækja fyrir sig aðra fötu af vatni. Svo þvoði hún nú krökkunum, kembdi þeim og greiddi í fyrsta sinn í marga daga.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.