Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 5
tí EÍMlLÍSBLAÐIÐ 37 Sambýliskomirnar. Þær voru sambýliskonur hún maddama Flink og hún maddama Sörensen; það er að segja að þær bjuggu í sömu húslengjunni. Þær áttu smiði báðar, Sörensen var snikkarasveinn en Flink timbursveinn. Þær höfðu þekst löngu áður en þær giftust, voru skólasystur, gengið til prestsins saman og meira að segja gifst saman. Þær höfðu þvi viðhaldið kunningsskapn- um síðan. En annars voru þær harla ólíkar, eins og síðar segir Snemma í október um haustið kom maddama Sörensen eitt kvöld sem oftar inn tit maddömu Flink til þess að fá lánað hálft pund af smjör- líki, eins og hún var vön að gera svo oft. Hún fékk smjörlíkið með orðinu, en hlassaði sér svo niður á stól með það í hendinni og fór að telja raunir sínar, — tala um alt baslið og bágindin og armæðuna af öllu tagi, hér i þessum tára- dal. — „Það er nú eitthvað annað með þig“, sagði hún við maddömu Flink, — „þú hefir ágæta íbúð, snotra og fallega, og alt sem þú hefir undir höndum lítur út eins og það væri spánnýtt. Eg held bara að þú sért göldrótt, eg segi það satt, eða eg skil ekkert í hvernig þú ferð að þessu öllu saman“. «Ja, galdrar eru það nú eiginlega ekki, góða- mín“ sagði maddama Flink, „og eg skal gjarn- an segja þér það. Heyrðu nú til: Notaðu hreint loft, mikið af vatni og sápu og gerðu þér far um að viðhafa hreinlæti og reglu á heimili þinu,J þá getur bæði þú og sérhver haft jafn- þokkaleg híbýli eins og eg hefi og alt litið út oms og nýtt, sem í kring um þig er, eins og þú kemst að orði“. «Ja, þakka þér kærlega fyrir“, sagði mad- dama Sörensen. „Þegar maður á annan eins mann og þú átt, sem kemur heim með viku* launin sín ósnert, og börnin svo einstaklega þæg °g hlýðin, eins og þín börn, þá er nú eitthvað hægra við að eiga. En þú ættir bara að vita hvað það er að eiga mann, sem situr stund- unum saman á knæpu og drekkur upp mikinn hluta af laununum, og eiga svo aðra eins óþekt- aranga, eins og eg á, þvi að þar vinnur ekkert á, hvorki hreint loft, sápa né vatn“. „Jæja, bíddu nú hæg“, sagði maddama Flink, „börnin ætti maður nú að ráða við og hvað manninum þínum •iðvíkur, þá er satt að segja nærri von að hann fari á knæpuna, þegar alt er í óreiðu heima. Óþektin í krökkunum kemur nú sjálfsagt mikið af því, að þeim liður ekki vel; þau eru nú t. d. óhrein, krakkaskinn- in, — þvoðu þeim um allan kroppinn, reyndu að láta þau hafa hrein föt og láttu þau svo hafa eitthvað fyrir stafni, og svo skaltu sanna, að óþektin og vammirnar hverfa að mestu eða miklu leyti“. „Ja, mikið getur þú talað og mikið er að heyra til þín. Eg ætla nú bara að láta þig vita, að þetta stoöar ekki það allra minsta, og það ætla eg að segja þér, að ef þú ættír í sama baslinu og andstreyminu eins og eg, þá værir þú löngu uppgefin, svo mikið get eg sagt þér, — eg þekki það nú, Nei, þú ættir bara að eiga minn mann og mínbörn, þá skyldum við sjá“. Ekki var nú maddama Flink samt á því að hafa skifti, og reyndi hún nú að víkja tal- inu að öðru. Og það er sannast að segja, að hefðu þær ekki verið svona gamalkunnugar, þá hefði hún líklega fyrir löngu verið hætt að skifta sér nokkuð af þessari nábúakonu sinni, því að þær voru svo ólíkar eins og nóttin deg- inum. Maddama Flink var þrifin, dugleg og iðin, hin var óþrifin, löt og hirðulaus. Önnur hafði í heiðri Guðs orð og góða siði, hin hugs- aði mest um sjálfa sig. Þær höfðu hvor um sig fengið góða eiginmenn, og Sörensen hafði jafnvel haft meira fyrir framan hendurnar en Flink, þeir settu bú saman. — En það er ekki ali kornið undir peningunum. Það kemur mikið meira undir þvi, hvernig á þeim er haldið. — Maddama Flink hélt öllu þrifalegu og öllu í reglu, smáu og stóru. Hjá maddömu Sörensen vall alt út í óþrifum og óreglu; börnin óhrein og illa til reika, grá og guggin, einlægt að kýta og skæla allan daginn. Þegar pabbi þeirra kom heim, leiddist honum þetta sífelda rifrildi, það lá þá líka misjafnlega á honum, stundum var hann að mun ölvaður, en stundum vantaði

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.