Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.03.1918, Blaðsíða 8
40 HEIMILISBLAÐIÐ „Þegar þau hjónin voru svo biiin að koma óllu í lag, settust þau að morgunverði með börnum sínum, óll glöS og ánægS og í bezta skapi. i „HeyrSu góSa min“, sagSi svo Sörensen, „hvernig stendur eiginlega á þessu öllu? Svona hefSi eiginlega alt átt aS vera hjá okkur alla tíS og þess hefSi eg helst óskaS, og eg þóttist satt aS segja gera þaS sem í rnínu valdi stóS framan af búskap okkar til þess aS halda öllu í svona horfi innanstokks hjá okkur, en þá vildi þaS einhvernveginn ekki lánast. HvaS hefir nú valdiS þessu öllu?“ „Ja, eg veit þaS nú varla sjá!f“, sagSi mad- dama Sörensen, „en eg skal nú segja þér upp alla söguna“. Hún sagSi svo manni sínum frá samtali sinu viS maddömu Flink og frá draumnum og um þaS hvernig hún vaknaSi. Sörensen var hugsi dálitla stund. Svo stóS hann upp og bjóst aS fara til vinnu sinnar, en um leiS og hann fór, vék hann sér aS konu sinni og sagSi henni einbeittlega, eS nú ætlaSi hann sér ekki aS fara á knæpuna þaS kvöldiS. Þegar börn þeirra hjóna komu i skóla þenn- an dag, ætlaSi enginn aS þekkja þau, hvorki kennarar né lærisveinar, svo miklum stakka- skiftum höfSu þau tekiS. ÞaS er skemst frá aS segja, að upp frá þessum degi kom gagngerS breyting á alt heim- ilislíf þeirra hjóna, og hélst svo um stund, en svo vildi sækja aftur i sama horfiS einstöku sinnum. Maddama Sörensen gleymdi sér þá eða féll í letiköst við og við, og Sörensen fór þá aftur að fá sér neðan í því. En með aðstoð þeirra Flinks hjóna lagaðist þetta smámsaman, afturköstin komu æ sjaldnar og sjaldn...' fyrir og loks varð þeirra aldrei vart. Eftir missiri gátu þau innleyst hina veSsettu húsmuni af lánshúsinu og þegar ár var liðiS, var heimili þeirra orðið svo gerólíkt því, sem það var, þeg- ar saga þessi byrjar, að enginn hefði þekt að þaS væri sama heimili, og svona er það enn, þegar þessi saga er rituð, og nú hjálpast börnin öll aS til að halda öllu þrifalegu, því að þau hafa séð hina miklu breytingu/sem varð á öllu heimil- inu, þegar þrifnaður og reglusemi kom í slað óþrifnaðar og óreglu, [Þýtt úr dönskuj. Audlegt lif íslands á 19. öld. Brot úr fyrirlestrum G. Hjctltasonar. II. Sóra Jón lærði í Möðrufelli. Sterkastur landa var hann í strangtrúnni þá, og henni oft svo haröri, aS hann yfirgekk Jón Vídalin, en líktist útlendum strangtrúarmönnum. Kristileg smárit gaf hann út á prent svo mörgum tugum skifti, eru þau full af aftur- hvarfssögum og vakningarræðum, einnig trú- vörnum og trúboSssögum. Bezta afturhvarfs- sagan er um lögmann Birkenfeld og prestinn Eberharð. Þar er sterkur, bliður og spaklegur kristindómur. Og ætti sú saga skilið að vera “ verða prentuð í nýju formi og máli. í smáritunum er lika afbragðsræða um frið- þæginguna, eftir séra Jón sjálfan. Séra Jón var mörgum glaSværSum mótfall- inn, en einkum þó allri trúleysisfríhyggju. Já, honum var líka illa við skynsemistrúna, þótli hún gera oflítið úr hinu illa og trúa oflítið á frelsarann. Þótti honum því miklu, miklu meira varið í gömlu trúarbækurnar en rit hennar. — Þeim Magnúsi lenti því saman, þótt þeir virtu hvor annan. Séra Jón lærSi hafði sterk áhrif á mig á fermingarárunum og gerði mig þunglyndan um tíma. En áhrif Magnúsar og annara hrestu mig aftur. Spakmæli. Ofmikill flýtir er verri en seinlæti í fögru eggi getur falist maðkur. Verðskuldað böl er verst aS ljða.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.