Heimilisblaðið - 01.08.1920, Side 4
116
ÍÍEÍMILISBLAÐÍÖ
um spámanninn. Hve fær hann var um
alla hluti!
Og nú var hann búinn að heyra til hans
sjálfs tala um Himnariki. Og þá fanst hon-
um aftur sem himin og jörð rynnu saman
í eitt, — eins og úti á vatninu.
Hann lá vakandi og var að hugsa um
þetta um nóttina. Uppi yfir honum glitr-
uðu stjörnurnar, og honum fanst hann
kenna unaðslegs svima, þegar hann horfði
upp til þeirra. felta var uppi á hásléttu
einni. þeir höfðu tekið sér náttstað þarna
og honum fanst vatnið, landið og þorpið
þar sem móðir hans var nú annaðhvort
að mala korn eða vefa, vera langt-langt fyrir
neðan. Petta voru ánægjulegustu dagarnir,
sem Mikkael hafði lifað. Hér var hann svo
nálægt Guði ísraels. Mikkael lokaði augun-
um. Hér var yndislegt! Hér var hann svo
óhultur.
Hann sá grænu sléttuna og allan þennan
inarglita mannfjölda, þó liann væri með
lokuð augun. Og spretthörðu fiskana, sein
hann liafði séð í vatninu. Hann hafði sjálf-
ur veitt tvo fiska. Og nú sá hann svo greini-
lega ásjónu Jesú fyrir hugskotssjónum sín-
um.
Þær komu hver af annari, allar mynd-
irnar, eins og skýin á himninum, og á milli
þeirra glitruðu sem stjörnur orðin, sem
hann hafði heyrt af munni Meistarans.
»Þar sem tveir menn eru saman, þar er
Guð nálægur«.
Það er þegar við mamma sitjum sam-
an og erum að bæta netin, og hún er að
segja inér frá Jósef og bræðrum hans og
lsraels-þjóðinni. Og þannig var það einnig
þegar eg gekk með Andrési í fjörunni og
var að segja honum hvað eg ætlaði að gera,
þegar eg yrði stór.
»Og eg er með þeim, sem er einmana«.
Það er eins og núna. Þessvegna er eng-
in hætta að vera hérna úti á eyðimörkinni.
Ef að hingað kæmi annaðhvort ljón eða
björn, þá mundi eg fara að eins og Davíð:
kyrkja þau. Og ef að mamma deyr og eg
verð einstæðingur, þá verður hann með
mér.
»Lyftu steininum og þú munt finna mig
þar, kljúfðu tréð og eg er þar«.
Petta var undarleg setning. Það var eins
og hann sæi altaf til þeirra. Þegar hann hafði
farið með móður sinni til móðurbróður sins,
sem bjó langt-langt i burtu, til þess að hjálpa
til við uppskéruna, þá hafði liann gert bál
lil þess að elda við matinn. Og hann hafði
rogast með eins þunga steina og hann gat
frekast boiið, til þess að byggja úr þeim
hlóðir. Þegar liann lyfti upp steinunum, var
venjulega undir þeim fjöldi smádýra, sem
ýmist lmipruðu sig saman, eða þutu í burtu.
Og svo hafði hann höggvið við til eldsneyt-
is. Þá hafði honum sannarlega ekki dottið
í hug, að Guð væri þar. En hann skildi
svo vel hver meiningin var, — þessi: að
Guð er eiginlega alstaðar. Jafnvel þó að
maður gæti falið sig undir stórum steini
eða í holum trjábol, þá sá Guð manninn
altaf. Það var eins og hann fyndi það á
sér. Ilann hafði séð að spámaðurinn og
tveir menn aðrir höfðu gengið framhjá,
skamt þar frá er hann lá og haldið hærra
upp í fjöllin. En þó var eins og að augu
hans vektu yfir öllum þessum fjölda, sem
þarna lá sofandi. v
Hann ætlaði, þegar hann kæmi heim, að
biðja mömmu sína að skýra fyrir sér ým-
islegt, sem Meistarinn hafði sagt. Þessvegna
var hann nú að hlýða sjálfum sér yfir það
sem hann mundi helzt af þvi.
»Yerið góðir miðlarar«, — það var ein
setningin.
Það var áríðandi að afla sjálfum sér og
öðrum rétlrar tegundar gjaldeyris, þegar
lagt væri af stað til eilífðarlandsins. Þá var
um að gera að hafa á reiðurn höndum þá
mynt, sem þar gilli. Það var gagnslaust að
koma þangað með denar. Hann var alls
elcki gjaldgengur þar. Jafnvel þó hann hefði
200 denara. — En nú mundi hann ekki
greinilega hvernig spámaðurinn hafði kom-
ist að orði. En það var eitthvað á þá leið,