Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1920, Side 5

Heimilisblaðið - 01.08.1920, Side 5
HEIMILISBLAÐIÐ 117 að maður ætti að skifta öllum eigum sín- um i kærleika. Og ef maður væri allaf góður við fátæklíngana og þá sem bágstadd- ir væru, þá fengi maður hinn rétta ósýni- lega gjaldeyri, sem gjaldgengur var i eilífð- arlandinu. »Það er sælla, að gefa en að þiggja«. Það hafði honum aldrei hugkvæmst áð- ur. Honum fanst til dæmis engin ánægja vera i því, að gefa nágrannadrengnum fær- ið sitt eða skrif-spjaldið, þó hann bæði um það. Hann gerði það slundum, en neit- aði því oftast nær. Og stundum tók hann jafnvel hluti, sem aðrir áltu, t. d. egg úr fuglahreiðrum, — þau áttu fuglarnir auð- vitað sjálfn-. -----Nú heyrði hann það aftur greinilega. Hann vissi fyrst ekki hvað það var, — eða hélt að það væri einhver að stynja í svefninum. En nú heyrði hann það greini- lega, að einhver var að kveina: — Eg hefi svo miklar þrautir hérna um millið, heyi'ði hann einhvern segja. Það er líklega af þvi, að eg hefi ekkert fengið að borða. Hvenær var það nú, sem við lögðum af stað? Eg hefi ekki haft tölu á dögunum. Mikkael hlustaði. Honum fanst hann þekkja þessa rödd. Æ, æ, æ-ja. Ef eg fæ ekkert að borða á morgun, þá dey eg i'ir sultil Já, það er eng- inn efi á þvi. Nú kannaðist hann við röddina. Það var gamli maðurinn, bliðraddaði, sem talað hafði kjark i fólkið, morguninn sem þeir lögðu af stað að heiman. Og alt i einu fann drengurinn það, að hann var líka orðinn ósköp svangur. Það var kynlegt, að honum hafði ekki dottið malur i hug fyrri en nú. Vorum við þrjá daga á leiðinni hingað? spurði garnli maðurinn. Jæja, — þá kemst eg aldrei heim til min aflur. Eg gefst upp áður! Heldurðu þá að spámaðurinn þessi sé sannur spámaður? spurði annar maður, sem Iá þar rétt hjá. Guð veit það, svaraði gamli maðurinn. Hann hefir Icitt okkur hingað vegna synda okkar. Við eigum ekki betra skilið. Þá fór örvæntingar-hrollur um drenginn. Ef hann skyldi nú aldrei komast heim til hennar mömmu sinnar aftur! Og honum fanst að hann mundi heldur ekki geta hjarað í 2—3 daga i viðbót. Og næstu bænda- býlin voru margar mílur i burlu. Alt i einu fann hann eilthvað hart i skikkjufaldi sínum. Það voru smábrauðin sex, sem mamma hans hafði fengið hon- um í nesti. Hann hafði alveg steingleymt þeim, — það var þó gott að hafa þau! Hann tók eitt þeirra, skoðaði það í krók og kring og þefaði af þvi. Hvað það var ilmandi! — Mmm. Það kom vatn i munn- inn á honum. Bara að hinir heyrðu nú ekki til hans. Hann varð að tyggja það ósköp varlega. ílann lagðist á magann og grúfði andlitið niður í grasið og beit i brauðið. Aldrei á æfinni hafði hann bragðað slíkt sælgæti! — Ert þú að borða? spurði einhver. Mikkael þagði eins og mús. Lengi. — Æ, gefðu mér cinn munnbita. Mikkael svaraði ckki. — Eg hélt að einhver væri að borða þarna, sagði gamli maðurinn. Sulturinn er búinn að gera mig sturlaðan. Eg held eg missi vitið. Þá dalt Mikkael i hug setningin þessi: Það er sælla að gefa, en að þiggja. — Hérna, sagði hann, og slakk helmingn- um af brauðinu i hönd gamla mannsins. En þú mátt engum segja það. III. Um sólarupprás morguninn eftir var dreng- urinn litli kominn að ákveðinni niðurstöðu og var fastráðinn i að framkvæma ákvörð- un, sem hann hafði verið að brjóta heil- ann um. Hann ætlaði að gefa Jcsú fiskana sina tvo og brauðin fimm, sem hann átti eftir. Þegar hann fór að hugsa-um það og var búinn að borða hálft brauðið, þá fanst hon- um að hann mundi geta komist heim til

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.