Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1936, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.09.1936, Qupperneq 10
136 HEIMILISBLAÐIÐ um, að það var svo margt, sem hann gat vænst af lífinu, svo mikillar gleði, svo mik- ils unaðar. Dofnandi skin sólarinnar minti hann á lífið þarna úti, lífið, sem honum fanst, að nú fyrst væri aö hefjast fyrir honum og hann hafði vænt sér svo mikils af. Nú gat hann heyrt raddir margra manri- eskja bæði nálægt og langt í burtu. Einu sinni fanst honum han,n heyra kven- mannshlátur. Hve hræðilegt, að nokkur skyldi geta hlegið á því augnabliki, þegar önnur manneskja var dæmd ti! að deyja. Hann hneig niður á stólinn og sat þar kyr og þrýsti hnúunum upp að gagnaug- unum. Hann fann það frekar en hann sæi, að tekið var að rökkva. Átti hann að fara eftir ráðum sheriff- ans? Nei! Hinar mörgu raddir fyrir utan hljómuðu nú eins og hávaði, sem varð geig- vænlegri fyrir hverja sekúndu, sem leið. Hann mintist hinna tryllingslegu hrópa, sem kváðu við á eftir honum, þegar hann reið frá Samsons-fjallinu. Hér var éngrar miskunnar að vænta. Og var það nokkur furða? Ef liann sjálf- ur hefði frétt, að Skugginn, þessi djöfull í mannsmynd, hefði verið lokaður inni í gisti- hússherberginu, mundi hann þá ekki hafa þotið þangað og notað fyrsta tækifærið, sem bauðst, til að senda kúlu í skrokkinn á þessum svívirðilega afbrotamanni? Jú. Og þarna úti voru hundruð manna gagn- tekin af þessu sama hatri — og það beind- ist gegn honmn. Hann gat ekki einu sinni reitt sig á að sheriffinn gæti verndað' hann og með valdi sín,u frelsað hann frá að verða hengdur án dóms og laga. Hann leit upp. Það var orðið dimt í herberginu. Sólin var horfin, litla vingjarn- lega sólskinsrákin, var á bak og burt. Aldrei framar mundi hann sjá sólina koma upp, aldrei framar mundi hann sjá vingjarnleg andlit í kringum sig. öllu var nú lokið. Hann átti nú aðeins eftir stutta stundj, þar sem myrkur og hatur mundi ráða ríkjum — og því næst hinn nístandi kuldi og eilíft myrkur. Hann fann til andþrengsla í hálsi sínum. Eitt andartak fann hann sig freistaðan til að ganga. að hurðinni, biðja þá um að opna, falla á kné og rétta upp hendurnar og grát- bæna þá um að skjóta sig ekki fyr en hann hefði skýrt þeim frá að hann væri heiðar- legur maður af gcðri fjölskyldu og að fað- ir hans byggi þarna og þarna ., . . En nei, nei! Þeir mundu hlæja að hon- um. Þeir mundu svara. hverju einu orði hans með tylft af kúlum. Hugsunin um, að hann á næsta augna- bliki þyti til dyranna, berði á hurðina með báðum hnefum og hrópaði hátt eins og móð- ursjúk kon,a, kom aftur vitinu fyrir Tom Converce, og kald,ur svitinn spratt fram á enni hans. »Er ég hugleysingi?« spurði hann sjálf- an sig. »Er það ekki ragmenska að sitja hérna og titra, eins og krakki, sem er myrkfælinn?« óttinn við það, að hann yrði sjálfum sér til minkunar, var meiri en óttinn — við dauðann. Hann þvingaði sig til að standa upp af stólnum og ganga nokkur skref fram og aftur. Hreyfingin hatfði mildandi áhrif á þann ískulda, sem óttinn hafði or- sakað hjá honum. Hann fann ekki lengur til óeðlilegs hjartsláttar né andþrengslanna í hálsinum. Sjón hans varð skarpari, hend- ur hans urðu aftur rólegar. Ösjálfrátt greip hann aftur skammbyssu sína. I henni lágu sex mannslíf, ef út í þaó væri farið. Hann gat ekki annað, en vonað af heilum hug, að honum yrði þyrmt við aó fórna þeim. Hugsunin, um, hvernig hann hefði komizt í þessar hræðilegu kringum- stæður, minti hann aftur á manninn með gula andlitið. Hve kænlega hafði hann ekki hegðað sér! Hve djöfullega hafði hann lagt á ráðin! Já, það va,r Skugginn sjálfur! Tom Converc.e hafði aldrei fyr heyrt nokkra lýsingu á hesti Skuggans. Hann hafði átt heima svo langt frá þeim slóðum, þar sem

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.