Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1936, Qupperneq 15

Heimilisblaðið - 01.09.1936, Qupperneq 15
ÖBIMILISBLAÐIÐ 141 sem er af Guði ætlaður til, mikilla hluta mönnum til blessunar. Flest það, sem mest hefir þokað heimdnum áfram, er þeim mönnum að þakka, sem hafa verið fátækir og af lágum stigum. Ástundun og dugnaður Watts var alveg frábær. Hann tók flestum samtíðarmönnum sinum fram-’að iðjusemi. Á þeim tíu árum, sem áður voru nefnd (1764—1774), þá bauðst honum oft ein eða önnur álitleg staða, en hann hafnaði því og sagði: »Það fer með tímann og krafta mína, það fer með gufuvélina mína«. Á þessum árum tók hann þó að sér um- sjón á mannvirkjum, svo sem skurðinum milli Forth og Clyde, hafnarbótum í Ayr, dýpkun á farvegi í Clyde fljótinu, hafnar- bótum í Glasgow og Greencck, brúarbygg- ingunr og öðrum opinberum mannvirkjum og síðast Caledonial-skurðinum (1773) , En hvað þessi 10 ár voru Watt löng og þreytandi framian atf. Var hann um eitt skeið orðinn næsta vondaufur um, að þetta fyrirtæki sitt mundi hepnast og var kom- >nn á fremsta hlunn með að hætta við alt saman. Svo var hann, fátækur, er hann var að fást við fyrstu tilraunirnar, að sagt var 9ð hann hafi orðið að gera þær með tveim- Ur lyfjaglösum. — Þegar Watt var búinn að finna upp fyrstu endurbæturnar á gufuvélinni (þétt- inn og leiðslu gufunnaj.’ á víxl inn í strokkinn fyrir ofan og neðan bulluhöfuðið fl.) þá tókst honum fyrst eftir þrjú ár, að búa til svo stórar eftirmyndir af vélinni, að hann gat sannfært iðnaðarmenn ura, hversu stórfeft verklegt gagn mætti hafa ^f yélinni., Það varð með þeim liætti, að hann gekk í bandalag við auðugan Eng- lending, Dr. Roebuk, með þeim skilyrðum, sð Roebuk skyldi hafa tvo þriðjunga af aröinum; fékk hann nú fé til aö smíða all- stóra vél, og vann sú vél svo vel að full- komlega mátti við una. En Roebuk lenti í ýmsu braski og tapaði við það stórfé, svo ^ð bandalag þeirra stóð ekki nema fá ár. Þá. komst Watt í hann krappan, því að eng- an iðnaðarmann gat hann fengið til að nota vélina sína, en sjálfur var hann félaus með öllu, Aldrei komst hann í krappari dans en þá; en hann lifði og starfaði í voninni og; vonin brást ekki. IV. Watt og Boulton gera félag með sér. Árið 1774 kemst hann í bandalag við Matthew Boulton, í Sóhó, nálægt Birmingham; Boulton stóð fyrir marg- breyttum iðnaðarstofnunum, er hann hafði stofnað sjálfur; hjá honum gat Watt fengið aljt, sem hann þurfti til að fá fyrir- ætlunum sínum framgengt. Árið eftir 1775 tóku þeir að vinna saman að því að smíða hinar endurbættu gufuvélar Watts. Það var Boulton, sem fyrstur varð til þess að nota vél Watts í verksmiðjum sínum. Rætt- ist þá það, sem Watt hafði sagt: Heimurinn tók skjótum stakkaskiftum, Ekki leið á löngu áður en gufuvélin hans var látin mala korn, prenta bækur, slá peninga, reka málma og vinna allskonar vinnu. Seinna fó,ru gufuskipin yfir höfin og gufu- vagnarnir yfir löndin. Boulton var fremstur aJJra iönaf.ar- manna í Birmignham, ötull og framsýnn. Watt kyntist honum og lagði hann þegar hug á að styðja fyrirtæki Watts. Var nú brátt fullsmíðuð nýja gufuvélin í Sóho, og seldu þeir hana og Boulton va,rð. að orði: »Það, sem allur heimurinn girnist, er aflið eða valdið; hér er um afl að ræða, sem gjörir hinar sterku vélar lifandi«. Fyrsta gutfuvél Watts, er notuð var í Manchester, var smíðuð 1790. Og 70 árum síðar var það gufuafl, sem notað var í Eng- landi, talið jafngilda 400 miljónum manns- afla. ' Það var Watt, sem f'yrstur kendi þjódun- um að nota gufuaflið, þess vegna er hann hinn eiginlegi höfundur gutfuvélarinnar, eins og hún er enn, í dag í öllum aðalatrið- um. Ein uppfundning Watts var það, aö láta bulluna snúa möndli þeim, sem setur

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.