Heimilisblaðið - 01.09.1936, Síða 17
HÉIMILISBLAÐIÐ
i4á
aðu,r til þe:-s alls, er hann sýslaði, hvað
sem það var«.
VII. Fyrirrennarar Vatts.
Eins og áður er sagt, átti Watt öft við
þröng'an kost að búa og miklar áhyggjur,
eins og títt er um flesta uppfundninga-
menn; en aftur á móti veittist honum ,sú
ham-ingja, sem er nasta sjaldgæf, að hon-
um auðnaðist að ,sjá hinn mikla og víðtæka
árangur af uppfundningu sinni.
Gufuvélin, eins og hún kom síðast frá
hendi Watts, var nú orðin nothæf til iðn-
aðar og ru,ddi sér brátt til rúms í flestum
iðnaðargreinum, og við það gjörbreyttust
þær. Nýjar atvinnugreinar hófust: Sigl-
ingar, verzlun, samgöngur milli þjóðanna,
bréfaskifti. 1 stu'.tu máli: öll friðsamleg
störf jukust og efldust að mun fyrir æíi-
starf hans. —
Fyrirrennarar Watts í gufuvélagerðinni
voru- aHmargir. Sjómaður einn á Spáni,
Vauco de Garay fann upp vél (15:5), er
hann ætlaði að knúið gæti skip áfram og
mætti hún bæði koma í stað stýris og segla.
En hún var ekki nothæf, margbrotið smíði
á henni, dýr og hættuleg að vitm sjónar-
votta.
Merkilegri var ketill sá eða pottur, sem
Denis Papin smíðaði. Það voru. tveir járn-
strokkar hvor innan í öðrum. Var sá ytri
miklu þykkri og sterkari. 1 hann var helt
vatni því, er hita skyldi, en í innri strokk-
inn var látið kjöt, be'n og fleina er sjcða
skyldi. Lokið á kallinum var skrúfað fast
a hann og á því var öryggisloka, eins og
siðar á gufuvélunum: fann Papin hana
fyr,stur upp 1688. Loka þessi sagði tii, er
þrýsting gufunnar í katlinum var orðin
meiri en ketillinn hefði þolað. Vegna hinn-
ar afarmiklu gufuþrýstingar og- hins háa
hitastigs í katlinuro, yfir 100° stig, þá
m&tti sjóða öll næringarefni úr k.öti, bein-
Um °- frv. miklu gjör en við venjulega
Suðú (við 100° hita).
Ketill þessi var eins konar suðuáhald,
handhægur í fjallferðum og loftferðum,
þar sem v,atn sýður langt fyrir neðan 100°.
Gufuvélin hans va,r eirstrokkur, lokaður
að neðan en opinn að ofan. Með því að þétta
gufuna undir bullunni varð þar allmikið
lofttómt rúm og þá knúði loftþunginn bu.ll-
una niður. I þessari vél unnu því lcftþrýst-
ing og gufukraftur saroan að því að hefja
ög fella bulluna.
Næst má nefna enskan farmann, Tliom-
as Savery. Hann sm'ðaði vél, sem komst
nær þeim vélurn, sem nú tíðkast og var
fyrsta vélin, sero nothæf var til léttis við
að dæla vatn úr námum, enda kallaði hann
hana »vin námumannianna eða málmnen>
anna«. I þeirri vél var engin bulla í strokkn-
um, Par voru gufan og loftþrýstingurim:
samverkandi.
Þessa vél endurbætti svo Englendingur-
inn Newcomen eða öllu heldur breytti
henni. Fyrsta gufuvélin hans var notuo
1705 til að dæla vatn úr námunum í Korn-
wall. I þeirri vél var það enn aðallega loft-
þrýstingin, sem hreyfingunni olli, en samt
var hún einskonar sambandsliður milli
eldri gufuvélanna og hinnar fullkomnu
g-ufuvélar Watts. Strokkurinn var þar lak-
aður að neðan og opinn, að ofan og gufan
lyfti bullunni upp, en loftþrýstingin niður,
er gufan kæld með því að .hleypa köldu
vatni inn í strokkinn, eins og fyr er sagt.
Á katlinum var öryggisloka, er opnaðis:
jafnskjótt sem gufuþrýstingin varð of mik-
il inni fyrir. —
7. orðskviðir fró Vestur-Afríku.
Góður maður deyr aldrei.
Sá, sem fyrstur gjörir rangt, er oft sá, sem
fyrstur hlær, þegar aðrir gera það.
Sú hæna má ekki forðast regn, sem vill finna
orma. — Pað má heldur ekki sá ferðamaður gera,
sem vill ná marki sínu.
Lygin fer þvert i gegnum þau tré, sem stöðva
sannleikann.
Láttu hendina vera sistarfandi, en ekki munn-
inn.
Góða tækifærið, sem menn gefa ekki gætur,
kemur aldrei aftur.