Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 8
76 HEIMILISBLAÐIÐ ar og uppörvunar við þýðingu Nýja testa- mentisins. Þf/ð. Odds GottskáMcssonar á Lúk. 14, 16-24. Maðr var sá, er gjörði mikla kveldmáltíö og' bauð mörgum til hennar og sendi út sinn þjón um kvöldmálstímann, ef hann segðii svo boðsmönnunum: Komit, þvi at alt er reiðubúit. En þeir tóku þá allir til, hver eptir annan, at afsaka. sig. Hinn fyrsti sagði til hans: Búgarð keypta eg og hefi eg þörf að fa.ra út og sjá hann; eg bið þig, afsaka mig. Og annar sagði: Fimm akneyti keypta eg, og fer eg nú að reyna. þau; eg bið þig afsaka mig. Hinn þriðji sagði: Konu hefi eg festa, fyri því má eg eigi koma. Og þjónustumaðurinn kom aptr og undur- vísaði sínum herra. Þá varð húsbóndinn leiðr og sagði til síns þjóns: Far snarlega, út á stræti og göt- ur borgarinnar og leið volaða, vanaða, blinda og halta, hingat inn. Og þjónninn sagði: Þat er gjört, hvat þú skipaðir og þó er enn meira rúm. Og herrann sagði til þjónsins: Far þú út á þjóðbrautir og um túngarða og nauðga þeim hér inn at koma, svo mitt hús verði fullt; en eg segi yðr, at enginn þeirra manna, sem boðnir vóru, munu smakka mína kveldmáltíð«. Nú getur hver, sem vill, borið þessi sýn- ishorn saman og eitthvað dæmt um það, hvort »gömlu skjölin«, sem Oddur þóttist vera að afrita fyrir ögmund biskup, mum eigi hafa ráðið nokkru um oirðfæri Odds á þýðingunni, það sem þau náðu, en þo einkum á skipun orða og setnánga í þýð- ingunni yfirleitt. Nú geta menn borið þessar þýðingar saman við nýjustu þýóinguna á sama guð- spjalli. Þýðing frá. 12. öld á Líik. 15, 3—10. Sá yðvar, er hefir hundrat sauða, ef hann glatar einum af; þeim, þá mun hann eftir láta níu tigu ok níu á eyðimörk ok leita hins glataða sauðar, unz hann finnr. En er hann finnr, þá leggr hann sauðinn á axlir sér fagnandi. Ok er hann kemr heim, þá kallar hann vini sína. ok nágranna ok mælir við þá: Fagnit, ér með mér, því at ek fann sauð minn, þann er ek glataða. En ek segi yðr, kvað Drottinn, at slíkr fögnuðr mun vera yfir einum syndugum, þeim er iðran gjörir, sem yfir níu tigum ok níu réttlátum, þeim er eigi þurfu iðranar. Ef kona nokkur á X kingur og glatar hún einni af þeim, þá mun hún kveikja Ijós í keri ok snúa um öllu því, er í húsinu er, ok leita vandliga, unz hún finnr. Síðani kallar hún á vinur sínar ok kunnkonur ok mælir við þær: Fagnit ér með mér, því at ek fann kingu mína, þá er ek glataða. Svo segi ek yðr at fögnuðr mun vefa englmn Guðs yfir einum syndgum, þeim er iðran gerir. Þýð. Odds Gottskálkssonar á Lúk. 15, 3-10. Hver sá í bland yðr, sem hefr hundrat sauða og ef hann týnir einum af þeirn, for- láti hann eigi þá níu og níutigu í eyðimörku og fer eptir þeim, er týndist, þangat til hann finnr hann. Og nær hann hefr fundit, leggr ha,nn hann upp með fögnuði sér á herðar, kemr heim og saman kallar vini og nágranna og segir til þeirra: Samgleðj- ist með mér, því at eg hef minn sauð aptr fundit, sem tapaðr var. Ég segi yðr, at, líka svo mun fögnuðr vera á himnum yfir ein- um syndugum, þeim er iðran gjörir meir en yfir þeim níu og níutigu réttlátum, er eigi þurfa yfirbótar við. Eða hver er sú kona, eð hefr tíu peninga, og ef hún týnir einum, kveikir hún eigi ljós og sópar húsið og leitr vandliga, þar til hún, finnr hann, og nær hún hefr fundit hann, saman kallar hún vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist, mér, því at eg hef minn pening aptr fundit, hverj- um eg hafða týnt. Líka svo segi eg yör, at fögnuðr mun vera fyrir englum Guðs yfir einum syndugum, sem yfirbót gjörir. Víst hefði Oddi mátt líka þykja það »furðanleg stjórnun Guðs«, að hann skyldi vera kallaður til að leggja grundvöll hinna nýju kristnu frœða, þar s,em hann hafði alist upp í Noregi alt frá því er hann var barn að aldri og numið sín fræði þar, síðan í Danmörku og á Þýzkalandi. En þá hagar Guð því svo, að ögmundur biskup býður honum með sér að vera, en þar er þá fyrir Gissur biskupsefnið fyrsta hins nýja siðar, gagnkunnugur öllum hinum fornu bókmenntum biskupsstólsins og þar á meðal helgum þýðingum eða því af kristn- um fræðum fornum, sem Oddi gátu að haldi komið við þýðingu sína, á Nýja testa- mentinu. Sennilega hefir dvöl Odds í Skálholti mjög verið fólgin í því að leita uppi og »afrita« þau hjálpargögn, sem finna mátti

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.