Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 31
99 HEIMILISBLAÐIÐ ■ -- ■— ■■■■■■ ■ ■ ■■ þeirra hafði s.éð hákarl, nema presturinn, Oig gat það þó varla heitið, að hann þekkti, hann náið, því hann hafði. aðeins borðað hann i guihvítum, þykkum sneiðum með hníf og matfork. »Ég sá hann heilan á fjörunni«, gvaraði Jón, »hann var 8 álnir milli hauss og sporðs og hafði frammjótt höfuð, örlítil augu af stórri skepnu, en gríðarstórt gin með voðalegum tönnum. Húðina á honum nefndu þeir skráp. Þaö er ekki nema svipur hjá sjón að sjá af honum mynd á bók við það, að sjá hann nýveiddan á fjöru. —- Eða þá selurinn! Hann mætti skjóta frá bæjardyrunum. Eg skal víst hafa, byssuna með mér, því ég festd kaup á kotinu, — eða var það ekki rétt, Guðríður mín?« »Hvað heitir það?« spurði Guðríður, en hliðraði sér hjá að svara spurningu Jóns. »Það heitir Hlíð, enda ber það nafn með réttu, því það stendur í miðri fjallshlíð. Það er bratt frá sjónum, en örstuttur dalur liggur upp að bænum. Eru þangað sótt heyföng og eldiviður«. »Það þarf þá hesta þar«, skaut prestur inn í. »Já, það þarf tvo hesta«, svaraði Jón, »en bróðir minn sér nú um það mest fyrir mína hönd. Hann beiddi mig annars að bera alúðarkveðju sína hingað. Hann er allt af slappur, en mikla gleði jók það hionum að sjá mig«. ★ Dúdda var komin á prestssetrið. Hún ætlaði að vera hjá Gauju meðan hún yrði léttari. Jón og Guðríður voru orðin gift fyrir sex vikum. Guðríður fæddi meybarn. En það þótti öllum kynlegt, að Jón fékkst ekki til að koma þar. Lá við að prestur þykktist við hann. »Það er merkilegur þrái í þér«, sagði hann við Jón, »þú getur þó hugsað þér hvað hún, blessað barnið, þráir þig«. »Hefir hún óskað eftir mér«, spurði Jón hásum rómi. »Ætti þess að þurfa?« spurði prestur snúðugt og gekk burt. Kernur út einu sinni í mánuði, 20 siður. Árgangurinn kostar 5 krónur. — Gjalddagi er 1. júní. Sölulaun eru 15% af 5—14 eint. og 20% af 15 eint. og þar yfir. Afgreiðsla.: Bergstaðastrœti 27, Reykjavik. Sími 4200. Utanáskrift: Hciinilisblaðið, Pósthólf 304, Reykjavik. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergst.str. 27. Jón kom varla í bæinn. Nú gat hann farið vestur í Hlíð ef allt gengi vel. Svo. gæti Guðríður komið með strandferðaskipi seinna, þegar hún. treysti sér með barnið. Lena gamla var komin að Hlíð, og vann þar að öllum verkum með Friðrik. Dúdda kom út, til Jóns, Hún lagði hónd- ina á öxl hans og sagði: »Þetta má ómögulega. Þú verður að koma til Gauju«. »Ég get það ekki«, sagði Jón, »barnið hans!« Og hann nísti tönnum. »Jón«, sagði Guðrún alvarleg, »þetta er lítil elskuleg dóttir, og er barnið konunn- ar þinnar. Geturða ekki munað það? Heyr- irðu það! Barnið hennar Gau,ju«. Jón sat fölur. Það var eins og hann væri úti á þekju, en hnefana krepti hann svo fest að hnúarmr hvítnuðu. Framh. Maður einn kom inn í kaffihús. eitt hér I bæn- um, og bað um eplaköku. En þegar komið va,r með hana, hafði. honum snúis,t hugur, og bað hann nú um að láta sig fá tertu í stað eplakökunn,ar. Þegar hann liafði borðað tertuna, ætlaði hann að fara, en stúlkan, sem hafði afgreitt ha.nn, kall- aði á eftir honum: »Þér hafið ekki borgað tertuna!« »Nei, ég fékk hana í skiftum fyrir epla,kökuna!« »Já, en þér hafið ekki heldur borgað eplakök- una!« »Nei, en hana hefi ég ekki heldur étið!« Amtsbókasafnið á Akureyri .........1........ 08 013 651

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.