Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Side 12

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Side 12
80 HEIMILISBLAÐIÐ og er við höfðum farið eitthvað 150 metr- um lengra, námu úlfaldarnir skyndilega staðar. Þá steig Kvik af baki og rétt á eftir heyrði ég hann segja: »Hurðir, ég finn með áþreifingu, að þær eru úr messing. Hér er turn yfir, hugsa ég, og múr á báðar hliðar. tJtlit fyrir, að við séum gengnir í gildru. Hér verðum við ví.st að standa, þangað til Ijómar af degi. Ekki neinn annar kostur fyrir hendi«. Við stönsuðum svo þar af leiðandi, bundum úlfaldana saman, til þess að þeir gætu ekki strokið og leituðum okkur af- dreps fyrir regninu undir turninum, eða hvað það nú var. Við átum nú nokkuð af niðursuðu og kexi til ao eyða tímanum og hald.a í okkur lífinu, því að við vorum orðn- ir nær stirðnaðir af kulda og vætu. Mat- inn höfðum við með okkur í söðultöskum vorum; með máltíöinni fengum við okkur staup úr vasapela Kviks. Við vorum yfirkomnir og andlega og líkamlega og fórum því að dotta. Orme sat steinþagjandi, og er Kvik hafði sagt, að lítið dygði að kveina, þar sem svo ætti að vera, sem orðið var, huggaði hann sig með því að setjast út í horn og ra.ula a.ft- ur og aftur vers fyrir munni sér, sem þetta var upphaf að: »ó, blessuð stund, er burtu þokan líður«. Sem betur fór, okkur til handa, þá hætti að rigna rétt fy'rir dögunina. Það rofaði til, við sáum stjörnur, og á himininn sló undursamlegum perlumóðugljáa, enla þótt þétt þoka lægi enn yfir jörðinni, svo að við gátum ekkert séð, þegar henni brá yf- ir. Upp úr þessu þokuhafi steig svo sólin, eins og afarstór, glóandi kúla,; en þrátt fyrir það, sáum við ekki að heldur, nema fáa met.ra fram undan okkur. »Hugsum oss, þegar þoka hver er horfin«, drundi í Kvik, lafmóðum, að minnsta kosti í fimmtugasta skipti. Hann kunni sýní- lega engan annan sálm, sem ætti við ásig- komulag okkar. En þegar minnst varði, hrópar hann upp: »Hér er stigi, með leyfi yðar, höfuðsmað- ur, vil ég ganga upp stigann«, og það gerði hann samstundis. Og augnabliki síðar kall- aði hann í hálfum hljóðum niður til okkar: »Herrar mínir, komið hingað, og sjáið sjón, sem vert er að sjá«. Við skriðum þá líka upp þangað, og vor- um þá staddir, eins og við bjuggumst við á öðrum turninum á stóru varnarvirki úti fyrir suðurhliði borgarinnar. Og borgin gat engin önnur verið en Harmac. Hátt yfir þokuna sáum við hina himingnæfandi hamratinda Múr-fjallanna gnæfa. Og ná- lega beint andspænis okkur lá djúpur dai- ur gegnum þau. Niður í þennan dal helti nú sólin geisla- fossum sínum og sýndi okkur undursam- lega mynd, sem vakti hjá ossi lotningu; neðri hluti myndarinnar var þoku hulinn, eða þokuhnoðrum, sem lágu eins og svæfl- ar um tröllaukna liggjandi skepnu, sem höggin var út úr svörtum steini. Höfuðið var eins og ljónshöfuð og krýndur slöngu- merki egiptsku fornkonunganna. Hve stór þessi skepna var, gátum við ómögulega gizkað á, svona langt. frá eins og við vor- um, tvo kílómetra eða meira. En það vor- um við vissir um, að ekkert annað líkn- eski, höggvið út úr einum steini og sem við höfðum séð, var nándar nærri svo stórt. 1 samanburði við þessa tröllauknu stein- mynd, var hamratröllið (Sfinx) hjá Gizeh, eins og leikfang eitt. Þetta var 'hvorki meira né minna en heill fjallhnúkur, sem einhver þrautseigur hugvitsmaður í forn- öld hafði gert úr þetta Ijónhöfðaða skrýmsli. Það var óumræðilega tignarlegt og vekjandi lotningu, þar sem það gnæfði yfir þokubólstrana, er böðuðust í moargun- roðanum, sem varpaði skini frá hinum gnæfandi hamratindum umhverfis. Þessi sjón hreif oss svo, að vér gleymd- um því eymdarástandi um hríð, sem við vorum í, og á css sló fullri þögn. Loks gerð- um við þó sína athugasemdina hver.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.