Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.05.1940, Blaðsíða 30
98 HEIMILISBLAÐIÐ lífinu of svarta. — Þurfti hún ac' bindast Jóni og lofa að verða konan hans. Henni varð litið á móður sína er horfci á hana athugul og' spyrjandi. Guðríður las bréfið. »Er ekki rétt að þú farir að finna bróður þinn?« sagði hún lágt. »Annars er betra að pabbi pg maimma lesi það, því ég' er svo barnaleg enn þá«. »G,uðríður mín«, sagði mcðir hennar al- varlega, »þegar stúlka lofast manni tekur hún um leið að sér að deila með honum sorg og gleði«. »Ég veit það, mamma, ég vil reyna það, en eins og þú veizt, er ég varla búin að slíta barnsskónum, en takmarkalaus ástúð ykkar og eftirlæti hafa gert þaði að verk- um, að ég læt hverjum degi nægja sína þjáning«. Frúin ansaði engu en stundi við. ★ Jón var ferðbúinn. Það var kornið fram í febrúarmánuð. Hann ætlaði að fylgjast með Eyjólfi pósti. Gerði hann ráð fyrir að koma að þrem vikum liðnum. Jóni féll þungt að skilja við Guðríði. Hann elskaði hana afarheitt, og þó hún væri þurrleg við hann fann hann þó að hún virti hann og treysti honum; og nú þegar hann var á förum var engu líkara en að henni leiddist. Nú þyrfti hann að leggja á sig ómak henn- ar vegna, og hennf sveið að eiga engan yi á móti ást hans. Jón var búinn að kveðja allt heimilisfólkið, sem árnaði honuim allra heilla; svo gekk hann til Guðríðar. Hann þóttist, lesa kvíða úr augum hennar. Skyldi henni falla þungt ef hann leyfði sér að kyssa hana? En hvað var hann að hugsa? Allir voru við. Svo þráði hann ósegjan- lega að halda henni í faðmi sínum. Hann faðmaði hana að sér, og ætlaði að gera það ofurlaust svo það yrði henni sem minnst ógeðfellt, en tilfinningarnar báru hann of- urliði; hann þrýsti henni að sér og kyssti hana fast og lengi. Hún fölnaði. »ö, Jón, þú meiðir mig«, hvíslaði hún. Það var kveðjan. ★ Jóns var von heim. Guðríði hafci liðið vel þennan tíma. Hún var svo: frjáls. Hún mátti hugsa hvað hún vildi sjálf. Engin augu fylgdu henni með ást, sem kvaldi hana og nærgætni, sem gerði henni óþæg- indi. Oft spurði hún sjálfa sig: Er ég í nokkurri þakklætisskuld? Og innst í sái hennar kvað við: »Nei, nei. Eg hef að fullu goldið. Ég hefi fórnað lífi m,ínu«. Aðra stundina fylltist hún af meðaukvun og hlý- leik til Jóns. Hún skildi ekki sjálfa sig. En hvað veðrið er vont, og allt af að versna! Vonandi að Jón væri ekki úti í þessu fárviðri og bil. Allt í einu sló eins og elding niðu:r í sál hennar: Ef Jón verð- ur nú úti, þá verður þú laus og frjáls aftur, og litla, blessaða barnið þitt engum háð. En á< sömu stund bað hún Guð að fyrir- gefa sér þessa vcðalegu hugsun. Ifver hafði hvíslaö þessari hugsun að1 henni. Svona illt hafði hún aldrei hugsað fyr. Var hún þá orðin jafn saurug á sál og líkama? Hún fór að gráta. I sama bili kom mamma hennar til hennar. »Vertu ekki. hrædd, elskan mín, Guð gefur þér Jón þinn heim heilan á hófi«. Nú hlupu hundarnir upp með gelti miklu. Jón var kominn, en Eyjólfur varð eftir á Gileyri, en löngun Jóns að sjá Guðríði hafði flýtt för hans svo, að hann kom í bráðófæru veðri. »Þetta er of djarft, teflt, Jón minn«, sagði prestur. »Það var öllu óhætt«, svaraði Jón glað- lega, »ég rata hér blindandi, og svo var veðrið á eftir«. Guðríður gat ekki horft í augu Jóns. Hann hafði brotist áfram í hríðarbyl af löngun eftir að sjá hana. — E.n hún? Henni fannst það óbærilegk Jón lét vel af ferð sinni. Koitið var lag- legt og vel um gengið, en afskekt. Veiði- föng voru þar nóg, netalagnir á vorum og fiskur á sumruim, en á vetrum var þar hákarlaveiði rétt fram af bænum innst við fjarðarbotn. »Það er nú skrítin skepna«, sagði Jón. »Sástu hann?« gullu allir við. Enginn

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.