Heimilisblaðið - 01.03.1943, Qupperneq 28
68 v
„Ekki öll, því að ég heyri að það brak-
ar og brestur í stiganum. — Góðan dag-
inn aftur, Olsen! Getið þér notast við
telpuna?“
„Læknirinn getur reitt sig á, að hún
stendur sig vel, Börnin æmta ekki þegar
hún sýnir sig4'. —
Um leið og þau opnuðu stofudyrnar,
streymdi hitinn lit á móti þeim.
„Hvað hugsar þú, Ingibjörg, þú gætir
þess ekki að hitastigið sé hæfilegt inni!“
„Hún er löglega afsökuð, hvað það
snertir“, sagði garðyrkjumaðurinn og
skipaði sér í varnarstöðu fyrir hana. „Ég
hefi tekið að mér að annast um kyndingu
ofnsins, og vegna þess, að ég þurfti að fá
mér svolítinn blund, þá bætti ég rækilega
í ofninn áður en ég fór að sofa. Annars
ætti hún ekki að vera hér til að krókna
úr kulda eða ofkælast“.
„Hún, — hver er að tala um hana?
Það er þó betra að hjúkrunar-konunni
verði kalt, en að sjúklingurinn stikni í
hita. Við skulum opn hurðina þarna. —
Hvers vegna er hún lokuð?“
„Það er viðhafnarstofa húsmóðurinn-
ar“.
„Komið með lykilinn engu að síður,
Olsen, þökk fyrir. Hann var samvizku-
samlega geymdur! Sjáið þið til, þetta bæt-
ir loftið. — Hvei nig líður stúlkunni?“
„Hún er ákaflega heit, pabbi, og sefur
næstum því óslitið“.
„Það er bezt að ég líti fyrst inn til
hennar. Liggur hún þarna inni? — Kom-
ið þér hérna, Olsen. finnst yður þetta
verjandi?“
Veggirnir í þessu litla herbergi flutu
út í raka og hálfhráðinn snjór, sem fok-
ið hafði inn um gisinn gluggann. huldi
höfðalag stúlkunnar.
Annína opnaði augun og liorfði biðj-
andi á læknirinn.
HEIMILISBLAÐIÐ
,;Ég á þó vænti ég ekki að fara á fæt-
ur?“ *
„Sannarlega ekki. En það fer ekki vel
um þig hérna. Við verðum að flytja þig.
Ef að þér eruð mér sammála, Olsen, þá
berum við hana beint inn í viðhafnarstof-
una“.
„Mín vegna má það, en ég er smeikur
um, að konunni mislíki það svo, að hún
híði tjón af því“.
„Það verður hún að eiga við sjálfa sig
um, en það er mitt hlutverk, að sjá um
sjúklinginn. Takið þér undir endann, sem
þér standið við, og ég tek undir fótagafl-
inn. Ég held að okkur takist að bera rúm-
ið inn þó að stúlkan liggi í því“.
„Bíddu andartak, pabbi, á meðan ég
segi frú Olsen frá þessu; það verð ég að
gera“.
„Verði ég að bíða, þá bíð ég“, svaraði
læknirinn og kinkaði kolli til liennar, til
samþykkis.
Konan lá grafkyrr á meðan Ingibjörg
færði lienni þessi tíðindi og opnaði ekki
einti sinni augun en svaraði þó ofur sljó-
lega: „Látið eins og ég sé ekki til“.
„Nú er ekkert að vanbúnaði, pabbi“,
sagði Ingibjörg, þegar luin kom aftur.
„Það er ágætt, þá komum við. Liggðu
bara grafkyrr, Annína. Nú förum við
þessa leið. Opnaðu dyrnar upp á gátt,
Ingibjörg, og færðu legubekkinn til hlið-
ar. — Svona, hér er ágætt stæði fyrir
rúmið“.
„Það var mikið að hún skvldi leyfa
þetta“, sagði Olsen og horfði spyrjandi
á íngibjörgu.
Þegar læknirinn var búinn að athuga
sjúklingana, kallaði hann á dóttur sína
og mælti:
„Ástand konunnar hefir breyzt, og er
hún nú orðin ofboð sljó í stað æsingsins,
sem áður var í henni. Reyndu að fá hana