Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1943, Side 30

Heimilisblaðið - 01.03.1943, Side 30
70 HEIMILISBLAÐIÐ sló tólf, lyfti Ingibjörg tjaldinu frá glugg- anum og leit út. Það snjóaði enn og loftið var gráleitt að sjá, og virtist vera undar- Iega lágt til þess. Algjörð kyrð ríkti allt umhverfis og jörðin slétt og mjalllivít svo langt sem augað eygði. Allt í einu heyrði liún að konan sagði: „I vor voru fimm ár liðin síðan, — fimm ár“. „Frá hverju eru liðin fimm ár, frú 01- sen?“ „Frá því, að þetta kom fyrir, sem hann var að tala um, — þér heyrðuð það sjálf“. „Ég skildi það ekki“. „Hvernig ættuð þér líka að gela skilið það, slíkan föður sem þér eigið, og móður líka, liugsa ég. En nú vil ég segja yður frá því öllu, eins og það er. Eg er ekki fær um að bera annað eins ein til lengdar. livort sem er“. Ingibjörgu langaði rnest til að flýja, en hún ákallaði Drottinn um hjálp og kraup svo þögul við rúmið. „Móðir lians, — mannsins míns, — átti heima inni í bænum, í ekknahælinu. Það fór vel um hana þar, svon yfirleitt, og hún gleymdi okkur heldur ekki og gaf barnasokka, hveitibrauð og sælgæti, bæði á afmælisdögum og um jólin og því um líkt. Svo þegar yngsta barnið fæddist, það sem nú er firnrn ára, kom liún og var hjá okkur á meðan ég lá og annaðist mig. Hún bar líka barnið í kirkju til skírnar, og hefði ég þó kosið að gera það sjálf, en ég var ekkert um það spurð. Skírnarvottana valdi hún líka og gekk alveg framhjá þeim, sem við höfðum mest kynni af. Þér getið ímyndað yður, að mér sveið þetta og þegar liún bætti gráu ofan á svart með því, að láta syngja sáhna liér heima, svo að enginn tími varð til að fá sér ofurlítinn snúning, sem ég hafði þó hlakkað mikið til, lá við að syði upp úr hjá mér. En dagurinn leið þó til enda vandræðalaust. En þegar hún fór að halda áminningarræðu, daginn eftir og tala um, að æfin væri stutt og að ein- hverntíma ættum við að gera reiknings- skil, þá gat ég ekki á mér setið lengur, og missti alla stjórn á mér. Þvættingur! sagði ég og stappaði í gólf- ið, eintómur þvættingur. Ekki nema það þó, svona fjörgamall og skrælnaður kerl- ingar-hræsnari, að ráðsmennskast hérna! — En þarna eru dyrnar, og hér er mér að mæta! Og svo hrækti ég, ungfrú, ekki á liana að vísu, en beint fyrir framan hana, sem mátti lieita sama sem. „Stína!“ sagði húsbóndinn í sömn and- ránni, hann var kominn inn án þess að ég tæki eftir því. „Stína!“ sagði hann aft- ur og gekk út, og ég fór á eftir. honiun- Eg skil ekki enn livers vegna ég gerði það, en ég gerði það, því að rödd lians var þannig. Hann fór alla leið út í lítið útiliús, sem stóð í garðshorninu, og þá sagði liann: „Nú fer þú inn og gerir svo vel að biðja móður mína fyrirgefningar!" „Nei, það geri ég ekki“. „Ekki það?“ 0, þér hefðuð átt að sjá svipinn á honum þá, ungfrú. Hann var náfölur og augun eins og þau ætluðu út úr höfðinu á lionutíi. Svo sagði liann mjög lágróma: „Ég spyr aðeins einu sinni enn: Ætlarðu að gera þetta?“ — Já, sagði ég nötrandi eins og strá í vindi. Svo geng- um við bæði inn og liann stóð hjá mér, til að vaka yfir hverju orði mínu og lát- bragði. Gamla konan grét sáran og rétti mér hendina til sátta, Hún vissi ekki hvað fram hafði fax-ið, og hélt að ég iðraðist framkomu minnai-, og að ég kæmi í ein- lægni og af sjálfsdáðum. Mér lá við köfn- un af niðui'bældiú reiði, þegar hún talaði blíðlega og rólega til okkar beggja. Eftir

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.