Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1943, Síða 32

Heimilisblaðið - 01.03.1943, Síða 32
72 HEIMILISBLAÐIÐ um. Jú. gerið það, elsku barn. Ég skai kalla ef þörf gerist“. Ingibjörg gat ekki sofnað. fyrst í stað, af einskærri gleði. „Elsku barn“, hafði sjúklingurinn sagt, og hlustað á það, sem híjn sagði frá. Samt náði þreytan bráð- lega yfirhöndinni, og hún sofnaði vært. Tveim stundum seinna vaknaði hún við eitthvert hljóð, eins og eitthvað væri dregið eftir loftinu. Hvað var þetta? Hvar var hún annars? Ó, nú mundi hún það allt í einu. Og hljóðið kom frá garðyrkju- manninum, sem læddist inn á sokkaleist- unum og lagði mó í stóra ofninn. Þegar hann liafði lokið við það, hlustaði hann ofurlitla stund við svefnherbergisdyrnar og læddist svo út aftur. Sælurík friðarkennd fór um ungu stúlkuna um Ieið og hún signdi sig og raulaði í hljóði: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég eofi rótt. Þau áttu bæði annríkan dag, daginn eftir, Ingibjörg og garðyrkjumaðurinn. Á meðan hún bjó til hafrasúpuna, flóaði mjólkina og bjó til te, sópaði hann öll gólfin rækilega með grófbursta og bar á þau blautan sand áður, svo að rykið þyrl- aðst ekki úpp. Rakablettir sátu að vísu eftir á gólfinu eftir sandinn, en hann hafði yfirhönd yfir rykinu, og glaðlifandi eldurinn í ofninum skyldi fljótlega þurka rakablettina á gólfinu. Frú Olsen var föl og máttþrota að sjá. Hún svaf ekki. en var þó með aftur aug- un. „Hvernig leið yður í nótt?“ spurði Ingi- björg og tók í höndina á henni. ..Ja, hvernig? Nóttin tók þó enda, — en lofið mér bara að liggja“. „Langar yður ekki að bragða á ein- hverju?“ „Nei, nei, — því að það er víst ekkert ineira til af súpunni þarna?“ „Jú, töluvert. Nú skal ég undir eins koma með h'ana“. Ingibjörg hrærði eina eggjarauðu og lét saman við súpuna. „Þökk fyrir, þessu get ég þó komið nið- ur. En nú langar mig ekki í meira að sinni. Ef til vill seinna“. Meðan þessu fór fram, höfðu börnin orðið ósátt um hvert þeirra ætti að fá öskjuna með myndaspilinu, og Ingibjörg varð að beita öllmn sínum myndugleika til að fá það ósætti jafnað. Hún fann að þau voru bráðlynd að eðlisfari, en elzta stúlkan var brjóstgóð og móttækileg fyrir góð áhrif, og hún varð Ingibjörgu brátt góð stoð. Móðir þeirra kvartaði ávallt, ef nokkuð verulega heyrðist til þeirra. „Þey, þegið þið! Aldrei fær maður frið fyrir ykkur“. „Eigum við að flytja rúmin þeirra inn í dagstofuna?“ „Og ég ætti svo að liggja hér alein? Nei. ég kýs helzt að hafá börnin mín hjá mér“. „Ég spurði nú aðeins vegna þess, að mig langaði til að yður liði sem allra bezt“. „Já, ég veit það. — En Iivað ætlið þér nú að gera?“ „Ég ætla að búa um rúmið yðar. Við berum yður á stólana, eins og í gær“. „Bera? Nei, ég geng það sjálf“. En þeg- ar til kom, gat hún ekki gengið, og mað- ur liennar bar hana þangað. Engin kona hefði getað tekið á henni með meiri var- færni en hann gerði.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.