Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1943, Síða 34

Heimilisblaðið - 01.03.1943, Síða 34
74 HEIMILISBLAÐH? íann, að ég var kærulaus inn þau efni. — Ætli að það sé ekki bezt að ég komi lienni á sinn stað aftur?“ „Viljið þér ekki lofa henni að vera uppi við? Ég er aðeins með Nýja testa- menti með mér, og ég sakna þess, að hafa ekki alla Biblíuna“. „Eins og þér viljið, ungfrú“. Ingibjörg stóð þá upp, snerti liandlegg hans og sagði í hálfum hljóðum: „Verið vingjarnlegur við konuna yð- ar. Eitt hlýlegt orð getur verið álirifa- meira en styrktardroparnir“. „Ungfrúin talar eins og hún hefir vit á, en það er af því að þér þekkið hana ekki. Hún hefir einu sinni orðið að lúta í lægra haldi fyrir mér og það fyrirgef- ur hún mér aldrei. Hún liefði getað fyr- irgefið mér, þó að ég hefði verið vond- ur við hana. En lnin nær sér aldrei eft- ir þá auðmýkingu, að hafa orðið að láta undan og beygja þrálátan vilja sinn. Ég hefi oft talað hlýlega við hana, en fengið ónot og illyrði á móti. Þegar ég hefi ver- ið búinn að ganga frá gróðurkössunum á vorin, útbúa bíflugnabúin og allt kom- ið í blómgandi gróður, þá hefir mig oft langað til, að við gætum öll glaðzt yfir því í fullri einingu. En tilraunum mín- um í þá átt hefir hún ávallt mætt með stríðni og hæðni, og þá hefi ég auðvitað dregið mig í hlé. Börnunum er sannar- leg vorkunn, að eiga þvílíkt heimili, og sjálfur verð ég heizkari og hryssingslegri með hverjum deginum, sem líður. Mér var óljúft að láta aðra komast á snoðir um hvernig ástandið var á heimilinu, og þess vegna dró ég mig í lilé frá öllum vinimi og kunningjum. En- hvað sem þessu líður, vil ég samt óska að hún rétti við aftur“. „Hefir yður þá nokkurntíma þótt vænt mn hana? Þótti yður vænt imi hana, þeg- ar þér stóðuð frammi fyrir prestinum við altarið?“ „Já, ég held það nú!“ „En yður þótti þó vænna um móður yðar?“ „Það er inér ekki full-ljóst. Það er ekki gott að gera sér grein fyrir slíku. En ég veit það þó með vissu, að það sem yar bezt í inér, unni móður minni mest. En Stína öfundaði móður mína af því að mér þótti vænt um liana, og hún öfundaði börnin okkar af því að mér þótti vænt um þau, og hún lét mig oft kenna á því. En hún hefir verið vinnusöm, nægjusöm og hirðusöm, það má hún eiga, og marg- oft hefir mig langað til að segja lienni. að ég mæti það mikils hjá henni, en þá kom ávallt eitthvað í veg fyrir það, og á endanum gefst maður upp“. „Þér þurfið að liafa tal af presti, 01- sen, en ekki að ræða um þetta við fávísa telpu, eins og mig“. „Það er þó ekki óhugsandi, að svona fávís telpa, eins og ungfrúin nefnir sig, geti vakið samvizkuna betur en nokkur prestur“. „Á ég að segja yður“, sagði liún lágt. „hvað ég heyrði einu sinni guðhræddan mann segja, að þegar ástin kólnar og við hryggjumst yfir því og segjum Jesú frá því, þá framkvæmir liann sitt undraverk, hreytir vatni í vín, kaldlyndi í kærleika“. ..Já, ef það gæti skeð, þyrfti það lielzt að vera áður en dauðinn aðskilur okkur. það er auðskilið mál. En ég liefi engar tilfinningar í þessa átt, og get ekki feng- ið mig til að tala við Guð, þarna uppi, um það, sem mig vantar. Allt þetta, sem þér, ungfrú, eruð að segja mér, er mér gjörsamlega ókunnugt“. „Hvað myndi móðir yðar liafa ráðið yður til?“ Frh,

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.