Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1943, Page 38

Heimilisblaðið - 01.03.1943, Page 38
78 HEIMILISBLAÐIÐ „Eú hvað skyldi Annita segja“, hugsaði ég á leiðimii. „Aldrei lxefir neiim Iivíslað að henni ástarorðum. Ef til vill verður hún hrædd við mig eins og föður minn“. Ég kom aftur heim til mín og foreldrar mínir og Annita tóku á móti mér. Faðir minn var kaldur og rólegur, móðir mín faðmaði mig grátandi að sér, Annita var mjög föl þeg- ar lnin rétti mér hendina. Ég tók um báðar hendur hennar, en hún liorfði niður fyrir sig í þetta sinn. Það hlýtur að liafa verið eitthvað í augnaráði mínu, sem liúu liafði ekki séð fyrr, eitthvað af augnaráði elskandans, sem hafði þau áhrif, að liún leit niður fyrir sig og fögrum roða brá á kinnar henni. Dagimi eftir sagði ég við Annitu: ”Komdu út með mér“, og við gengum út í garðinn og námum staðar undir stórri eik; þaðan var ágætt útsýni yfor Tradogavatnið, sem breyðir sig út eins og liaf fyrir framan. Þetta var uppáhaldsstaður Annitu. Þegar við vorum saman á gangi var liún venjulega gáskafull, bamalega kát og réð sér ekki fyrir fjöri, en í þetta skifti gekk hún þögul við hlið mér. „Annita”, sagði ég, þegar við liöfðum tekið okkur sæti undir eikinni, manstu hvað skeði fyrir tólf árum?” „Já, ég man eftir öllu, sem þá gerðist. Ves- ings foreldrar mínir”. „Manstu þegar við komum hingað, livað hrædd þú varst og liversu fast þú hélst þér að mér”. „Já, ég man það vel, og égman eftir því að fyrstu nóttina vildi ég alls ekki liggja í stúlknaherberginu, heldur grét ég þangað til ég fékk því fram komið, að litla rúmið mitt var flutt inn í þitt herbergi”. „En manstu ekki það, sem þú sagðir einu- sinni, þegar við gengum saman á þessum stað”. „Nei, ég veit ekki Iivað þú átt við, ég hefi víst gleymt því”. „Ég man það mjög vel”. „Hvað var það þá, var það eitthvað heimskulegt?” „Nei, það var ekki lieimskulegt, þú hélst i hendina á mér og hoppaðir við hliðina á mér, svo horfðirðu á mig og sagðir: „Veistu hvað ég á að vera?” „Nei, svarði ég, það veit ég alls ekki”. „Jú”, sagðir þú með mikilli alvöru. „Ég á að vera konan þín, við eigum að vera hjón”- „Já, auðvitað”, sagði ég, “og þú átt að heta maddama Feodóra”. „Já, mikið barn var ég þá”, sagði Annita, „barn sem lék með brúður, ég vissi ekki hvað ég sagði, en sjáðu til, brúðurnar voru líka maður og kona”. „Nei, þú vissir það ckki, það er áreiðan- 'legt, en nú ertu ekki lengur barn, Annita”- „Nei, ég er bráðum tuttugu ára”. „Og þú ert líka skynsöm”. „Nei, ekki er það nú”. „Og þú ert falleg”. „Er það satt?” „Já, það er satt, þú ert meira að segja mjög falleg, og þess vegna get ég ekki lengur látið mér nægja að vera bróðir þinn”. „Ertu reiður við mig?” „Nei, ég er ekki reiður við þig, en það var nokkuð sem ég ætlaði að segja þér”. „Hvað er það?” „Það er leyndarmál“. „Leyndarmál! Það hlýtur að vera gaman að eiga leyndarmál. Ég á ekkert”. „Það er ekki víst að það sé ætíð gaman ’- „Hvaða leyndarmál er það? Viltu segja mér það”. „Já, ég vil segja þér það, en þú mátt ekki verða hrædd. Það er stærsta leyndarmálið í lífi mínu, Aimita og það er það, að ég elska þig Annita, ég elska þig heitt, innilega og alvarlega, þig og enga aðra nú og alla inína æfi. Annita, nú spyr ég þig, viltu verða kon- an mín? Líttu á mig, Annita, hvað segirðu

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.