Heimilisblaðið - 01.03.1943, Síða 40
80
HEIMILISBLAÐIÐ
mann við sitt hæfi meðal landseta minna eða
þjóna, t. d. Anton ökumann eða einhvem
af líku tagi”.
„Faðir minn“, sagði ég í bænarróm, „gerðu
það ekki, ég bið þig auðmjúklega sem son-
ur þinn, leyfðu mér að eiga Annitu. Ég full-
vissa þig um það við allt, sem mér er heil-
agt, að ég kvongast aldrei annari stúlku“.
„Hvaða vitleysa“, kallaði faðir minn, „þeg-
ar þú einu sinni ert kvongaður Feodoru og
Annita gift Anton, þá rjúka þessir ástarduttl-
ungar úr þér, og þá finnst þér að þú getir
aldrei fullþakkað mér, að ég nú tók af þér
ráðin“.
„Faðir minn, vertu ekki að hæða okkur.
Annita myndi fyrr taka lífið af sér, en að
giftast Anton eða nokkrum af landsetum þín-
um. Til þess hefir liún fengið of gott upp-
eldi, og þess utan sagði lnin mér í gær, að
hún hafi óvallt elskað mig frá því að hún
var tiu ára gömul“.
„Ég um það, ég skipa hér“.
„Ekki Annitu“, sagði ég.
„Heldurðu það?“
„Hún er ekki dóttir þín og heldur ekki
þræll eða leysingi þinn“.
„Hver hefir alið hana upp í tólf ár?"
„Það hafið þið tnóðir mín gert“.
„Þá hugsa ég að við eigum líka að ráða
fvrir framtíð hennar“.
„Nei, þegar um það er að ræða, að ákveða
framtíð Annitu, þá finnst mér að ég hafi
lika atkvæði um það mál, því ég hefi frels-
að líf hennar“.
„Jú, jú, þessa sögu hefi ég heyrt þig segja
áður“.
„Faðir minn, hefur þú nokkra ástæðu til
að álasa Annitu“.
„Nei, alls enga, en ég vil ekki, að sonur
minn fari að blanda finnsku blóði inn í ælt
vora. Ég vil' að þú eigir stúlku, sem er jafn-
ingi þinn að tign og stöðu og það er Fedora
Petrovna“.
„En ef ég nú hvorki get eða vil“, sagði ég
enn þá einu sinni.
„Getur ekki eða vilt ekki. Þú skalt“, hróp-
aði gamli maðurinn í bræði.
„Skal ég!“
„Já, þú skalt. Ég er liúsbóndi i mínu húsi
og ræð yfir fjölskyldu minni. Þú skalt kvong-
ast Fedoru, hvað sem það kostar, jafnvel þó
ég þurfi að færa þig í höndum og með huúta-
svipunni að altarinu. Að minnsta kosti gef
ég aldrei samþykki mitt til þess að þú kvong-
ist Annitu. Nú veiztu hvað þér her að gera,
og svo er óþarft. að við tölum meira um þetta
mál“.
„En þá eitt orð“, sagði ég með mestu auð-
mýkt. „Ég er einkabam þitt og erfingi, og
ég verð þó að ætla, að þú berir einhvern yl
í hrjósti til mín. Hvers vegna geturðu þa ekki
samþykkt kærustu ósk hjarta míns. Annita
mun verða mér trúrri og hjartfólgnari eig-
inkona en nokkur önnur af konum þeim, sem
ég hefi kynust. Hvers vegna skyldum við Ann-
ita, sem að einu leyti erum bæði börn þín,
verða að neyðast til að hölva þér í stað þess
að blessa þig!“
„Ég veit miklu betur en þú hvað þér er
fyrir beztu í framtíðinni. Þetta eru ekki ann-
að en ástarórar, sem þú ert, nú sem stend-
ur, haldinn af og ekki mun líða ó löngu áð-
ur en þú af sjálfsdáðum hættir við þessa
flónsku“.
„Nei“, sagði ég, „ekki fyrr en Annita dg
ég erurn dáin“, og með þeitn orðunt skild-
um við feðgar.
Ég gekk til móður minnar í illu skapi og
skýrði henni frá öllu, sem gerzt liafði, og
þrátt fyrir það þótt liún hefði lielzt viljað,
að ég kvongaðist Fedónt, lield ég að hún hafi
samt sem áður fyrirgefið okkur og lagt yfir
okkur hlessun sína. Móðir fyrirgefur ætíð
einkasyni sínum, og ég er viss um, að móðir
mín hefði tekið málstað minn jafuvel þó að
ég hefði verið bæði ræningi og morðingi. En