Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 11
fyrir sér, hvort unga stúlkan myndi ekki kveikj a ljós, en ekki leit út fyrir, að hún ætlaði sér það. Hann settist og reykti tvær sígarettur í rólegheitum. Það var rétt svo, að hann gat greint húsgögnin umhverfis sig. En brátt var allt hulið myrkri, og hann Sa ekki neitt. hann heyrði, að einhver var í nánd. er anzi hræddur um, að þokan sé Jafn þétt og áður,“ sagði hann. .,Nei,“ svaraði þá stúlkan og gekk að glugganum, þannig að daufa skuggamynd hennar bar við skímuna. „Hún er miklu þéttari en nokkru sinni.“ ,,Ég ætti samt sem áður heldur að reyna að halda ferðinni áfram,“ sagði hann. ,,Það ættuð þér ekki að gera,“ svaraði hún. „Þér kæmust ekkert.“ ,,En ekki get ég haldið áfram að sitja hér.“ »Ég geri ráð fyrir, að pabbi komi áður en langt um líður,“ sagði hún þá líkt og annars hugar. Hún var ærið dularfull. Áhugi hans Jokst stöðugt, og áður en hann sjálfur vissi, hafði hann kveikt á eldspýtu. Stúlkan stóð enn við gluggann og sneri baki í komu- a^ann. Án þess að nota logandi eldspýtuna írekar, spurði hann: „Hafið þér nokkuð að athuga við það, þótt ég reyki ?“ ,,Nei,“ svaraði hún, án þess að líta við. Sú er svei mér feimin og ófélagsleg, hugsaði hann og kveikti í sígarettunni. „Búið þér og faðir yðar annars alein hérna?“ spurði hann í þeim tón sem gaf Blefni til samtals. ,, J á.“ „Er það nú ekki einmanalegt stundum?“ »Við lifum mjög kyrrlátu lífi.“ »Fer faðir yðar oft að heiman og skilur yður aleina eftir, eins og í dag?“ »-®, jájá.“ Stríðnislöngunin kom nú upp í Richard. Hann hugleiddi, á hvern hátt hann gæti engið stúlkuna til að rakna við af öllum hessum sljóleika og auk þess til að snúa að honum réttu hliðinni. „Þvílíkt tækifæri,“ sagði hann. „Ef ein- 'vern langaði nú til að koma hingað og ræna yður.“ Hann skammaðist sín næstum fyrir orð BEIMILISBLAÐIÐ sín óðar en hann hafði látið þau út úr sér. En hún hélt áfram að standa kyrr við gluggann, án þess að líta við, og án þess að segja orð. Þegar hann seint og um síðir neyddist til að drepa í sígarettunni á ösku- bakkanum, þokaði hún sér hljóðlega frá, rétt eins og hún hefði beðið eftir merki. Og þarna stóð hún einhvers staðar í myrkrinu umhverfis, án þess að gefa frá sér hljóð, unz hann heyrði hana spyrja, hvort hann vildi ekki fá eitthvað að borða. „Jú, þakk fyrir, ef þér hafið ekki of mikið fyrir því. Er . . . er annars nokkuð hægt að borða í þessu myrkri?“ „Þér getið borðað frammi í eldhúsi,“ svaraði hún. „Hafið þér nokkuð á móti því ?“ „Ekki baun,“ svaraði hann glaðlega. „Má ég ekki annars fá ljós hingað inn, á meðan ég bíð?“ „Því miður höfum við ekki nema einn lampa,“ svaraði hún, „og ég þarf að hafa hann í eldhúsinu." Að svo mæltu gekk hún út úr herberg- inu, og honum fannst hálfu dimmara um- hverfis sig á eftir. Hann heyrði hana ganga um frammi í eldhúsinu. Hvers vegna hafði hún annars staðið svona lengi við gluggann áðan? Hvers vegna kom hún ekki inn með kertaljós? En hvað um það, hugsaði hann, ég fæ þó allavega að sjá hana, þegar fram í eldhúsið kemur. Hann sá ljósglætu leggja inn með dyra- karminum, og hann varð að stilla sig til að spretta ekki úr sæti og rífa dyrnar upp á gátt fyrirvaralaust. Áður en langt um leið, heyrði hann hana kalla lágt: „Gjörið svo vel. Maturinn er tilbúinn.“ „Þakk fyrir,“ svaraði hann, stóð á fætur, gekk að dyrunum og opnaði þær. Hann staðnæmdist andartak og horfði píreygður mót birtunni. Við honum blasti vinalegt og snoturt eldhús, og það logaði á olíu- lampa. Á borð var búið að leggja kalda steik, kartöflur, salat, brauð, smjör og ost, auk könnu með tei, og allt var mjög snyrtilega á borð borið — en stúlkan sást hvergi. „Á að láta mig borða aleinan?“ spurði hann hátt. Rödd hennar svaraði frá vistarveru uppi 99

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.