Heimilisblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 16
kvæmdum við þessa fjarstæðu hugmynd á
stundinni.
Að áliðnu kvöldi kom unga frúin heim.
Hún var klædd léttum Crépe-kjól og í eink-
ar góðu skapi.
„Sæl, elskan mín,“ sagði maður hennar.
„Og velkomin heim I Það er smávegis ...
undrunarefni, sem bíður þín inni í svefn-
herbergi."
í saklausri gleði sinni hrópaði hún upp
og flýtti sér þangað inn, því hún bjóst víst
við, að maðurinn sinn hefði keypt ein-
hverja gjöf handa sér. Andartaki síðar
heyrðum við, sem biðum spenntir úti á svöl-
unum, skerandi vein, síðan annað og loks
hið þriðja; eftir það tóku við stunur, sem
brátt hljóðnuðu, og ekkert heyrðist meir.
Fáeinar mínútur liðu, en ekki kom kon-
an fram, og maður hennar tók að verða
órólegur. Hann reis á fætur til að ganga
inn fyrir, en maður sá sem fengið hafði
hugmyndina taldi það úr og sagði: „Hún
hefur bara móðgazt svona. Látum hana
vera svolítið lengur inni hjá dauðu slöng-
unni, — hún læknast þá bara þeim mun
betur af slönguhræðslunni í framtíðinni.
Taktu bara eftir, að hún kemur aftur
fram.“
En eftir því sem mínúturnar liðu, án
þess hún kæmi, urðum við órólegri. „Við
ættum annars að fara inn fyrir og vita
hvað henni líður,“ sagði einn okkar, sem
verið hafði mótfallinn hrekknum. „Magda
er dálítið veikluð, og verið getur að liðið
hafi yfir hana. Ég sagði að þetta væri
heimskulegt grín.“
Þegar við opnuðum dyrnar, héldum við
fyrst, að liðið hefði yfir konuna, því hún
lá í hnipri framan við hjónarúmið. En við
fljótlega rannsókn mátti sjá, að hún var
látin. Og þegar við lyftum henni upp af
gólfinu, komumst við að raun um dánar-
orsökina, því að slanga, sem falizt hafði
undir kjólfaldinum þar sem hún lá, hraðaði
sér inn undir rúmið. Og það var einmitt
maki slöngu þeirrar, sem drepin hafði ver-
ið. Eiturslöngur af þessu tagi fara jafnan
tvær og tvær saman, og þessi hafði verið
í leit að hinum látna maka sínum.
En hlutu þá eiginmaðurinn og hinn lé-
legri ráðgjafi sín maklegu málagjöld? má
spyrja. Já, svo sannarlega! Hinn síðar-
nefndi reyndi að gleyma þessari endur-
minningu með því að kasta sér út í vín-
drykkju. Hann einangraðist og dó úr del-
iríum tremens. Hvað eiginmanninn snert-
ir, þá lifir hann enn, — en hann er sjúkl-
ingur á geðveikrahæli.
Ég sjálfur hlaut slíkt áfall við að sjá
hina látnu, ungu konu og örvæntingar-
fullan eiginmann hennar, að ég get aldrei
orðið samur maður síðan. Ég hét því, að ég
skyldi aldrei framar taka þátt í því að
hrekkja aðra eða hvetja til fyrirhyggju-
lausra og glannalegra tilrauna með annað
fólk — hversu sakleysislega sem slíkir leik-
ir kunna að líta út fyrirfram.
E. J.
MjTidin er tekin við forsetaskiptin á Ítalíu, sem fóru
fram í Quirinalhöllinni í Róm. Til hægri er hinn ný-
kjörni forseti, Antonio Segni, að ræða við fráfarandi
forseta, Giovanni Gronchi.
Heimilishlaðið
kemur út annan hvern
mánuð, tvö tölublöð
saman, 44 bls. Verð árgangsins er kr. 50.00. f lausa-
sölu kostar hvert blað kr. 10.00. Gjalddagi er O-
apríl. — Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastræti
27. Sími 36398. Pósthólf 304. — Prentsm. Oddi h-f-
104
HEIMILISBLAÐIP