Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 27
ungurinn frá Fronteja ruddi sér leið inn í húsið. »Ég hef heitið þér vináttu minni til hinztu stundar. Ég stend við orð mín. Þar sem enginn mannlegur máttur getur bjarg- að þér, þá er bezt, að ég deyði þig.“ Hann þreif hníf og stakk honum í brjóst Rinaldos, áður en nokkur gat hreyft hönd eða fót til að koma í veg fyrir það. Rinaldo féll til jarðar og stundi um leið UPP þessum orðum: >,Þökk sé þér.“ Aurelia féll í öngvit. Oldungurinn sneri sér nú að svarta JPunkinum og sagði: „Nú er þín stund upp runnin.“ Við Rinaldo sagði hann: „Onorio, vinur þinn, gat aðeins innsigl- að uppfræðslu sína með dauða þínum. Þú ffitlaðir að verða hetja, en varðst ræningi. f*ú vildir ekki hverfa af þessari braut, og V1nur þinn, sem elskar þig meira en sitt eigið líf, vildi ekki sjá þig deyddan sem ðbótamann.“ Hann þerraði tárin, sneri sér að liðsfor- ingjanum og sagði: „Takið þennan svarta svikara fastan í nafni konungs. — Farið u^eð mig til Neapel. Þar mun ég svara til saka fyrir dómstóli konungsins.“ Hianóra kom á fleygiferð, kyssti hinn ðeyjandi mann og kallaði anda hans aftur Hl lífsins. „Hann lifir,“ hrópaði hún og faðmaði uann að sér. Hermennirnir þrifu nú Rinaldo og bundu hann. Svarti munkurinn var einnig fjötr- aður og fluttur um borð í bát ásamt öld- uugnum og Rinaldo. Þeir höfðu ekki siglt engi, er skip kom í augsýn. „Þetta eru ræningjar frá Túnis,“ hróp- aði liðsforinginn. „Við verðum ofurliði bornir.“ Lítið var um mótspyrnu af hálfu her- h^annanna, þegar Eintio, Luigino og menn Peirr stukku um borð, allir klæddir dular- gervum. Öldungurinn faðmaði að sér vini ‘^ha. ■— Með Rinaldo var farið til eyjar- lnnar Lampidosa og Onorio einsetumanni ahð að annast hann og hjúkra honum. Að nokkrum tíma liðnum kom skip til eyjarinnar, sem flutti öldunginn frá Fron- teja þangað, og hann hafði Rinaldo á burt með sér. Skipið rakst á sker við strendur eyjar einnar og brotnaði í spón. Rinaldo komst í land á einhverju rekaldi. Fiski- maður kom honum til hjálpar, og fór með hann til bústaðar síns. Eyjan, sem hann var kominn til, var ein af Liparísku eyj- unum. Brátt komst Rinaldo til stærstu eyjarinnar, og fékk að dveljast þar í klaustri einu, sem hýsti ferðamenn. Þar var hann að hugsa um, hve ham- ingjusamur hann hefði verið á Pantaleria. Þá heyrði hann einhvern nálgast. Það var kona, sem æpti upp yfir sig, þegar hún kom auga á hann. „Ert þú lifandi?“ „Ég lifi og elska þig.“ Þau heilsuðust innilega og lofuðu Guð, sem hafði leitt þau saman að nýju. Rin- aldo þrýsti Dianóru að sér. „Hvernig gaztu sloppið? — Ég fór hing- að til að leita einverunnar. Hér ætlaði ég að syrgja þig, það sem eftir væri ævinnar. Violanta er farin til Sikileyjar til að ráð- stafa eignum mínum. Þó er ég ekki ein.“ Hún fór burt, en kom brátt aftur með lítinn dreng í fanginu. „Barnið mitt,“ hrópaði Rinaldo. „Barnið þitt brosir til þín.“ „Nú er ég hamingjusamur." „Ertu það ?“ spurði hryssingsleg rödd að baki honum. Rinaldo sneri sér við ótta sleginn. Dian- óra hné niður á legubekk og æpti hástöf- um. Á miðju gólfi stóð höfuðsmaðurinn frá Korsíku í dulargervi svörtu munkanna og hæðnisbros lék um varir hans. „Þekkir þú mig?“ Rinaldo andvarpaði þungan. „Hvað viltu mér? Ég hef ekkert saman við þig að sælda framar.“ „Ekkert.“ „Ég hef bjargað lífi þínu.“ „Sama gerði ég fyrir þig.“ „Þá erum við jafnir.“ „Nei! Þú þekkir fötin, sem ég klæðist. — Ég er ekki lengur sjálfs míns herra!“ „Til hvers ætlast þeir af mér? Hvers vegna eru þeir ávallt á hnotskóg eftir mér?“ hEimilisblaðið 115

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.