Heimilisblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 22
Vorið er komið og bæði menn
og málleysingjar fyllast gleði
yfir komandi birtu og yl. Einn-
ig bangsamir tveir hér á
myndinni hafa fyllst vorgleði,
sem brýzt út í f jörugum dansi.
>
í London hefur verið hafin
framleiðsla á nýrri tegund af
sundbeltum. Það er í fjórum
hlutum, sem hver um sig er
samsettur sjálfstæðum pípum,
fylltum lofti, sem eiga að gera
beltið alveg öruggt. Hér sýna
tvær ungar stúlkur nýjungina.
>
< Hin 58 ára madame Bidault,
sem handtekin hefur verið af
frönsku öryggislögreglmini, var
áhrifamikill meðlimur frönsku
andspyrnuhreyfingarinnar á
stríðsárunum. Ástæðan til
handtöku frú Bidaults er sú,
að maður hennar, Georges
Bidault, fyrrverandi utanríkis-
og forsætisráðherra, hefur flú-
ið Frakkland, sennilega sem
OAS-leiðtogi.
< Eins og stendur eru hnefa-
leikar ekkert vinsælir víðast
hvar, en þessi þriggja ára
snáði lætur það ekkert á sig
fá. Hann ætlar að verða
hnefaleikari og þykist vera viss
um að hann verði heimsmeist-
ari. Þetta bláa auga sitt hefur
hann samt ekki fengið í
hringnum, heldur var það
hurðarhúnn, sem lék hann
þannig.
Hin geðríka griska leikkona
Melima Mercouri, sem varð
heimsfræg fyrir leik sinn í
kvikmyndinni „Aldrei á sunnu-
degi“, er fjölhæf listakona.
Hún hefur einnig unnið mik-
inn sigur í París fyrir leik í
„Floru“ Jules Dassins. Hér er
hún að tala við appelsínuna í
því hlutverki. >
< Þetta er franska leikkonan
Frangoise Christophe, sem
kynnir nýja tízku. Skyldu
margar konur taka upp þessa
tízku eftir henni?
110
heimilisblaðið