Heimilisblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 38
Við, sem vinnum
eldhússtörfin
Flestum þykir ostur góður ofan á brauð,
en við kunnum yfirleitt heldur lítið fyrir
okkur, þegar um eiginlega ostarétti er að
ræða.
Það er mikið af eggjahvítuefnum í ost-
inum, einnig er A og D vítamín og kalk og
fosfór. Það er þess vegna full ástæða til að
neyta osts í ríkara mæli en við gerum nú.
Hér eru þrjár góðar og auðveldar upp-
skriftir á ostaréttum. Bætið við uppskrift-
irnar eins og yður hentar, þannig að þér
fáið einmitt þann rétt sem fjölskyldunni
líkar bezt.
Ostabrauð.
Ristið 6 þunnar fransbrauðsneiðar á
annarri hliðinni og leggið þær síðan í eld-
fast fat og látið ristuðu hliðina snúa upp.
Blandið 175 gr osti, sem er skorinn í ten-
inga, 1/4 dl pilsner, ofurlítið salt og pipar,
1 tsk. sinnep, í pott. Setjið hann yfir hæg-
an eld og látið bráðna og hrærið stöðugt í.
Bætið 1 eggjarauðu út í og hrærið vand-
lega. Hellið þessu yfir brauðið og stingið
réttinum inn í ofn í nokkrar mínútur við
275° Berið réttinn fram í eldfasta fatinu.
Ef maður á aspargas, þá er mjög gott að
setja það á brauðið áður en ostinum er
hellt yfir. Ef rétturinn á að vera matar-
meiri, þá er ágætt að leggja linsoðið egg
á hverja brauðsneið og setja mjólk í osta-
sósuna í staðinn fyrir pilsner. Með þessu
er tóma.tsalat mjög gott.
Ostagratin.
Smyrjið eldfast fat með matarolíu og
leggið 2 stóra tómata sem eru skornir í
sneiðar og sömuleiðis 2 niðursneidd harð-
soðin egg. Dreifið salti og papriku yfir-
Þeytið 3 saman og blandið 2 dl af mjólk
út í. Hellið þessu í fatið og dreifið yfir 4—
5 msk, af rifnum osti. Bakið réttinn í ofni
í 25 mín. við 250°. Þessum rétti má breyta
á margan hátt. Til dæmis með því að leggja
þunnar fransbrauðssneiðar í fatið, það má
gjarna nudda hvítlauk yfir þær fyrst —
hellið eggjablöndunni yfir og dreifið rifna
ostinum yfir. Bakið réttinn við 275° í 10
mín., og berið hann með tómatsalati.
Og svo er hér réttur sem kallaður er
Pizza.
Blandið 300 gr hveiti við 11/4 dl af volgn
vatni, 1 msk af olíu, ofurlitlu salti og hnoð-
ið þessu saman. Smyrjið tertuform sem ei'
ca. 22 cm með 1 msk matarolíu og jafnið
deiginu í formið. Leggið olíuborinn smjör-
pappír og hreint handklæði yfir, og látið
deigið á hlýjan stað í 1 klukkustund. Sker-
ið á meðan 4—5 tómata og 150 gr af osti
í þunnar sneiðar. Leggið helminginn &f
ostasneiðunum á deigið og tómatsneiðarn-
ar þar ofan á og dreifið ofurlitlu af salti
og pipar yfir. Leggið 6—7 sardínur yfir
og látið að lokum afganginn af ostasneið-
unum og látið það bíða aftur í 1 klukku-
stund. Bakið réttinn síðan í 15 mín. við
250° og berið það fram rjúkandi heitt.
Mokka-krans.
Hér er uppskrift af mjög góðri veizlu-
köku.
2 dl vatn
1 tsk sykur
100 gr smjör eða
smjörlíki.
Krem:
2 eggjarauður
3 msk sykur
3 msk hveiti (vel
fullar)
100 hveiti
3 egg.
3 dl sterkt kaffi
1 dl þeyttur rjómi-
Skraut:
150 gr flórsykur. 1. msk kaffiduft og
ofurlítið sjóðandi vatn, og þetta hræri^
allt saman.
Deigið er búið þannig til, að vatn, sykuJ
HEIMILISBLAÐl®
126