Heimilisblaðið - 01.08.1973, Blaðsíða 6
einnig í einhverjum erfiðleikum. X móttöku-
tækinu mátti lieyra hvernig hann skreiddist
inn í liíði sitt hvað eftir annað, en kom jafn-
an út aftur. Það var eitthvað, sem liann var
að bíða eftir.
Merkuf.
Loksins þann 11. nóvember blés stormviðri
inn yfir svæðið. Þegar Frank opnaði mót-
tökutækið, hljómaði dí-dí-dít mjög óreglu-
lega og með misjöfnum styrkleika frá hverju
senditæki fyrir sig. Eitt tækið sendi svo veik
hljóð, að auðlieyrt var, að viðkomandi dýr
var lagzt fyrir. En nr. 202 var þá staddur í
nokkurri fjarlægð frá liolu sinni, og Frank
lagði af stað til að liafa uppi á honum. Hann
braust fram gegnum þéttan skóginn og hafði
sífellt gætur á jörðinni fyTÍr framan sig, ef
hann kynni að rekast á spor bjarndýrsins. 1
tæki sínu gat hann heyrt, að nr. 202 var ekki
langt undan, en spor dýrsins gat hann hvergi
séð.
Skyndilega sá hann svo hvar björninn
brokkaði liraðskreiður örskammt þaðan sem
hann var. Frank veitti fótum hans eftirtekl
— og nú varð liann þess vísari livað það var,
sem bjarndýrin jafnan biðu eftir: öflugur
stormur með skaffenni, sem gæti afmáð spor
þeirra jafnóðum, þegar þau leituðu til liíðis
síns! Morguninn eftir voru öll senditækin
með „neðanjarðar“-merkjamáli, og hvergi
voru sjáanleg spor sem gæfu til kynna hvar
hvert og eitt dýr liafði látið fyrirberast.
Heima í vísindastofnuninni lögðu bræð-
urnir staðreyndimar saman og höfuðin í
blevti. Skyndilegt kuldakastið snenuna í sept-
ember hafði verið fyTsta viðvörunin — og
laðað fram fyrstu viðbrigðin: sljóleikann.
Mánuði síðar kom næsta viðvörunin — þörf-
in til að leita einverunnar. Á þeim degi höfðu
dýrin tekið að nálgast liíði sín í skógum og
klettaskomingum. En þau höfðu ekki lagzí
til fullkominnar hvíldar, fyrr en lokaviðvör-
unin liafði gert vart við sig — öflugi snjó-
stormurinn, sem afmáð gat spor þeirra og
sveipað landið blæju allt fram á vor.
Þar sem Frank rcnndi augum út vfir snævi
hulið landið varð honum hugsað sem svo, r.ð
enda þótt honum og John hefði ásamt sam-
starfsmönnum sínum tekizt að ráða ýmsar
gáturnar varðandi lifnaðarhætti bjarnarins,
þá væri sú stærsta þeirra og jafnvel sú at-
hyglisverðasta þó enn óráðin — þ. e. a. s. sú,
hvernig dýrin gátu funditi á sér. að einmitt
það vetrarveður var að skella á, sem öllum
sköpum skipti, veðrið sem olli því, að öll
vötn lagði, fljót sveipuðust klakabrynju og
allar leiðir lokuðust til fæðuöflunar allt til
vors. Má vera, að þessi leyndardómur verði
um alla eilífð mönnum liulinn, en þeim mun
betur varðveittur kynslóð fram af kynslóð í
lífsreynsluviðbrögðum bjarndýranna sjálfra.
í skammdeginu geta börnin
verið öruggari, ef þau eru
með endurskinsmerki.
í sumar fæddust þrír þvotta-
bimir í dýragarðinum í Kaup-
mannahöfn. Ungarnir hafa
verið svo fjörugir að ekki
hefur tekist að ná fjölskyldu-
mynd.
130
HEIMILISBLAÐIÐ