Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1973, Síða 7

Heimilisblaðið - 01.08.1973, Síða 7
Of mikið lán Smásaga eftir I. H. Rosny. „Já,“ sagði Jacques Latournerie, þegar hestarnir lögðu af stað. „Ég hefi of mikið lán með mér það gerir mig órólegan . . “ Hann leit þreytulega yfir veðhlaupabraut- ina og stundi. „Ég vildi bara að ég væri í yðar sporum,“ gegndi liinn ungi Flanard. Jacques sneri suðrænu andlitinu að unga manninum, yppti öxlum og hélt áfram: „Þér vitið ekki livað þér segið. Þegar lán- ið liefur elt mann jafn gegndarlaust og ó- eðlilega og það hefur gert við mig, þá liefur það eitthvað niðurlægjandi við sig, sem jafn- framt dregur úr gildi þess. Manni finnst mað- ur vera þess óverðugur. A hinn bóginn er maður hræddur við að berjast gegn því; maður verður þá kannski fyrir ógæfu.“ „Hafið þér virkilega liaft lánið svona með yður?“ spurði hinn ungi Flanard áhugasam- ur. „Hvort ég hef! Já, það er öldungis yfir- gengilegt. Það bjTjaði árið 1919“. „Þér hafið ekki haft svo miklu láni að fagna þangað til, eða 'hvað?“ „Nei -— og fyrst í stað átti ég ekki neitt sem hét. Ég var ofur venjulegur afgreiðslu- maður hjá Clere & Jubol, ég vann svosem fyrir mér, en ég varð að horfa í hvern eyri. Ég leigði herbergi, borðaði þrisvar á dag, átti alsæmileg föt, en eyddi engu í óþarfa og átti mér enga von um sérlega glæsilega fram- tíð. Nú er runnin upp sú stund, að ég óska þess að þessir fábreyttu dagar væru komnir aftur. Ég bjó í mjög virðulegu húsi, en á háaloft- inu þar sem herbergið mitt var, þar var eng- um hátíðleika fyrir að fara. Flestir sem í húsinu bjuggu, áttu sinn einkabíl. Þegar ég kvöld eitt kom heim úr verzhin- inni, sá ég að búið var að brjótast inn til mín og sá að skápurinn rninn stóð opinn. Allt sem ég átti, sex hundruð frankar, það var horfið. Þetta var geysilegt áfall fyrir mig, því að tveim dögum síðar átti ég að borga húsaleigu, og svo þurfti ég að lifa það sem eftir var mánaðarins. Mitt í örvinglun minni sá ég livar einhver glampandi hlutur lá á gólfinu. Ég beygði mig og komst að raun um, að þetla var skinandi perluhálsband . . . Auðséð var, að þjófurinn hafði glatað því á meðan hann var að stela frá mér. Ég skal ekki reyna að útskýra fvrir yður, Iivers vegna maður sem átti annað eins verð- mæti í fórum sínum lagði sig niður við að fara að stela frá mér, fátækuin og aumum. Það var þá lielzt, að hann liafi gert sér vonir um að finna fé í beinhörðum peningum. Hvaðan skyldi hann nú hafa stolið þessu perlubandi? Það fékk ég að vita í dagblöð- unum daginn eftir, þar sem stóð, að hver sem gæti skilað gripnum til hins rétta eiganda, skyldi fá liundrað þúsund franka í fundar- laun. Ég hleyp yfir öll aukaatriði og segi strax frá því sem skiptir mestu máli. Ég segi yður það eitt, að ég skilaði hálsfestinni til suður- amerísku stúlkunnar, sem því hafði verið stolið frá. Það var mín fyrsta gæfa í lífinu. Önnur stóra gæfan var þegar ég hitti vin minn Jean Lamarle, sem ég hafði ekki séð í þrjú ár. Lamarle liafði fundið upp leikfang, aðeins einfalt leikfang, sem hann lýsti fyrir mér kvöldið sem ég hitti hann og sýndi mér svo daginn eftir. „Þar sem ég get fengið einkaleyfi á þessn og beðið svo í nokkra mánuði gæti ég grætt á því offjár,“ sagði hann. Ég veit ekki, hvers vegna ég lagði trúnað á orð lians, því þetta virtist ofur einfalt leik- fang, en sennilega var þetta undanfari þess láns sem nú elti mig. Allavega þá ráðlagði ég honum að sækja um einkaleyfið á minn heimilisblaðið 131

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.