Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1973, Qupperneq 31

Heimilisblaðið - 01.08.1973, Qupperneq 31
Við, sem vinnum eldhússtörfin GratineraS buff í fati. ÝMSIR RÉTTIR ÚR HÖKKUÐU KJÖTI Pottrétturinn hennar Karlottu. 400—500 gr hakkað nautakjöt, smjör og olía til að brúna kjötið. 2—3 gulrætur 1 rauður piparávöxtur. 1 lítið hvítkálshöfuð (eða bara 'Æ) 1 lítill pakki baunir ca 100 gr makkarónur (litlar) salt, pipar, karry, paprika. ca 4 dl kjötsoð. Hakkaða kjötið er brúnað vel á pönnu eða í potti, gulrótarbitar og niðurskorinn pip- arávöxtur brúnast með, síðan er niðursneitt kálið, krydd og kjötsoð látið út í og réttur- inn látinn mala í 6—8 mínútur. Þá eru baun- ir og makkarónur og soðið áfram í 3—4 mín- útur og svo er rétturinn tilbúinn og kartöflur eða brauð borðað með. GóSur farsbúöingur. 2 egg 5 msk rasp 4 dl mjólk U/2 tsk salt *4—'/2 tsk pipar '/2 kg hakkað kjöt (tegund eftir smekk) 1 lítill raspaður laukur. Þeytið eggin saman, bætið raspi út í ásamt mjólk, pipar og salti. Látið blönduna standa í ca. 15 mín. þannig að raspið nái að blotna. Raspið laukinn yfir kjöthakkið, liellið síð- an mjólkurblöndimni smám saman út í og hrærið. Smyrjið eldfast fat og látið farsið út í. Skerið niður tómata og lauk og raðið til skiptis yfir farsið. Látið nokkra smjörlíkis- bita út á og sáldrið ofurlitlu karrýi yfir. Lát- ið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í ca 30—40 mínútur. Borðið með beitum kartöflum. Svo eru hér fimm farsrétir, se m ágætt er að framreiða handa gestum: Það góða við þennan rétt er að það er hægt að búa hann til og hafa hann tilbúinn þannig að bara sé eftir að gratinera hann í ofninum rétt áður en borðað er. Grænar baunir, kartöflur og rauðvín er gott með þessum rétti: Vi—3A kg hakkað nautakjöt, salat, pipar Smjör til að steikja Til að gratinera 2 tómatsneiðar á hvert buff ásamt gaffalbitum og röspuðum mildum osti. Ristað bacon í hring um buffið. Venjulegt buff kryddáð og steikt í nokkr- ar mínútur á hvorri hlið. Þá er buffinu rað- að í ofnfast fat ásamt tómatsneiðum, gaffal- bitum og osti og ristuðu baconi. Fatið er sett í ofn og látið vera í heitum ofni 5—7 mín. áður en rétturinn er borinn fram. Ur soðinu á pönnunni ásamt kjötkrafti má búa til sósu, sem er framreidd með ásamt salati og kartöflum eða hveitibrauði. Blómkál í farsi meS hvítri sósu. '/2 kg hakkað svínakjöt '4 kg nautahakk 4—5 msk hveiti 1 fínt saxaður laukur 1—2 saxaðir hvítlaukar IV2 tsk salt V2—1 tsk pipar 1—2 egg ca 3 dl vökvi, sem getur verið 2 dl rjómi og 1 dl blómkálssoð 1 meðalstórt hvítkálshöfuð. Hvít sósa: 2 msk smjör 2 msk hveiti ca V2 1 vökvi (“/3 rjómi, Vi blóm- kálssoð), salt eftir smekk. Steinselja. Hrærið farsið, það er gott að það standi í V2 eða 1 klst. Sjóðið blómkálið til hálfs og kælið það aðeins. HEI'MILISBLAÐIÐ 155

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.