Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 3

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 3
71. árgangur Reykjavík, ágúst—september 1982 8.—9. tölublaB FLASKAN BRONA SMÁSAGA EFTIR ELLEN KIRK Dóra var snjallasta afgi’eiðslustúlkan sem frú Denham hafði nokkum tíma haft. Þetta var smávaxin, freknótt hnáta með falleg augu og slétt og jarpt hár, og hún var gædd meðfæddum hæfileikum til að annast blóm. Enginn bjó út fegurri blóm- vendi en hún, og enginn fann það betur en hún hvers viðskiptavinimir óskuðu. Frú Denham var það mætavel ljóst, hvað hún hafði verið heppin, þegar hún réði þetta tungulipra telpukorn í þjónustu sína, enda var hún ósmeyk við að endurgjalda henni það með ríflegum launum. Nú hafði Dóra úr nógu að spila í fyrsta skiptið um ævina. Hún vann sér inn nógu mikið til þess að geta flutzt heiman að og tekið á leigu einkaherbergi í fjarlægum hluta af London, eins langt og hugsazt gat frá stjúpmóðurinni, sem hafði tekið á henni fremur ómildum höndum allt frá því að telpan var aðeins fimm ára gömul. En Dóra hafði verið sterk; hún hafði ekki iátið bugast undan sífelldum byljum ónota og úthrópana, heldur lært að bíta á jaxl- inn og vera reiðubúin til að halda uppi bar- áttunni fyrir sér og sínu. Kannski var það innibyrgð þrá eftir blíðu og fegurð sem olli því, að henni leið bezt meðal blómanna. Grannar hendur hennar urðu viðkvæmar og stimamjúkar þar sem þær gældu við viðkvæmar gróð- urhúsaplönturnar. Henni var sýnt um að búa til fallega vendi úr viiligróðri — „skurðarbakkavendirnir" hennar voru snemma orðlagðir — en þar sem fyrir- tækið var í miðju leikhúshverfinu, þá voru það samt einkum nellíkur, orkídeur og rós- ir, sem fóru um greipar hennar eins og óslitinn angandi straumur. Stjömur í aðal- hlutverkum kjósa fangið fullt af rósum á löngum stilkum, fremur en smá fjólu- knippi. Kaldan febrúannorgun einn var Dóra komin í verzlunina á undan öðrum, til þess að ganga frá gluggaútstillingunni. Á slík- um degi þráði maður vorið meira en endra- nær, hugsaði hún og tók til að safna öll- um þeim mosa sem hún gat fundið. Hún hagi-æddi honum eins og þéttofnu mjúku teppi um allt gólfið í glugganum og sett- ist síðan á það mitt, með fangið fullt af animónum, f jólum, erantíum og snjóklukk- um, sem hún stakk niður í breiðuna í litlum brúskum. Hún var fullkomlega nið- ursokkin í starf sitt og leit svo sannarlega vel út, ung og fögur, þar sem hún sat þarna í ljósgrænum vinnusloppnum og var nánast líkust ímynd sjálfrar vorgyðjunn-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.