Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Qupperneq 4

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Qupperneq 4
ar. Það fannst að minnsta kosti ungum manni, sem numið hafði staðar fyrir utan gluggarúðuna og var nú búinn að draga fram skissublokk og blýant. Henni varð allt í einu litið upp, og augu þeirra mætt- ust. Hún brosti, og hann brosti á móti. Þannig kynntist hún Jerry. Jerry var feiminn og hlédrægur og hún var snör og framtakssöm, og gagnkvæm aðdáun þeirra var takmarkalaus. Hann vann fyrir sér sem teiknari með ýtrustu sparsemi, en dreymdi stóra drauma um heimsfrægð — hann las ljóð upphátt fyrir hana, notaði hana sem fyrirmynd í allar teikningar sínar, en var ekki að sama skapi útsj ónarsamur. Hún sá um viðhald á föt- um hans, sömuleiðis að hann fengi sæmi- legt að borða, sem hann hafði tilhneigingu til að gleyma, og gegnum hana kynntist hann ýmsu í hversdagslífi stórborgarinnar. Dóra hafði aldrei ímyndað sér, að nokk- ur gæti orðið svona hamingjusamur eins og þau. Henni fannst eiginlega að hún gengi í skýjunum, og hana langaði ekki hið minnsta til að koma niður á jörðina aft- ur. En svo var það skyndilega einn dag, að henni fannst grundvöllur tilverunnar tekinn að haggast. Henni var að vísu ekki fullkomlega ljóst hvenær hún fór að fá fyrstu grunsemdirnar — kannski var það daginn sem Jerry kom ekki til að sækja hana eins og hann var vanur, og hún beið í hálftíma eftir honum fyrir framan verzl- unina. Kannski var það þegar hann flýtti sér að fela eitthvað í skrifborðsskúffunni sinni um leið og hún kom inn, og var svo furðulega viðutan það sem eftir var kvölds- ins. Það var eitthvað við Jerry öðruvísi en það átti að vera — hann gekk við hliðina á henni ellegar sat hjá henni, og samt var eins og hann væri víðs fjarri. Dag nokkurn varð henni gengið framhjá blómabúð, og þá sá hún hvar Jerry var þar inni að skoða rósir. Lengi vel beið hún þess, að rósavöndurinn bærist henni sem gjöf frá honum, — en tíminn leið án þess að nokkur blóm kæmu. Og Jerry sagði ekkert um erindi sitt í blómabúð. Þá gerði hún sér sjálf erindi í sömu blómaverzlun og virti fyrir sér afgreiðslustúlkuna. Það var roskin kona með nefklemmugleraugu. Dóra andvarpaði og skildi hvorki upp né niður. Nokkrum dögum síðar fann hún papp- írssnepil á gólfinu í herbergi Jerrys. Á sneplinum voru uppkasts-teikningar af kvenmanni í einskonar slæðuflík og með blóm í fanginu — og kvenpersónan sú arna var ekki hún sjálf fremur en sú gamla í blómabúðinni. Samt fannst henni hún hafa séð hana áður, án þess hún gæti með nokkru móti komið henni fyrir sig. Nú ágerðist það æ meir, að Jerry virt- ist taugaspenntur og viðutan, og það gerð- ist líka æ sjaldnar, að hann fengi hana til að stelast með sér í snöggan árbít eða ódýran miðdegisverð. Dóra kreppti hnef- ana og var reiðubúin til að slást, ef með þyrfti — en þá þurfti hún bara að fá að vita, við hvern hún átti að slást. Og það fékk hún líka að vita einn góðan veðurdag, þegar hún sá hvar Jerry gekk ásamt ókunnri kvensnipt inn á veitingahús. Dóra þokaði sér nær, og gegnum glerið á hverfi- dyrunum sá hún að þetta var grannvaxin og mjög vel klædd kona, vangasvipurinn eins og á brúðu, og hár hennar var ljós- gullið og liðað. Hún hafði svo sem séð þetta andlit margsinnis í blöðunum — því að þetta var engin önnur en Rosemary Mar- ston, leikkonan fræga við Scala-leikhúsið, og það var til hennar sem Hayes lávarður lét alltaf senda allar fegurstu orkídeurnar úr blómaverzluninni þar sem Dóra vann. En — Dóra ætlaði sér ekki að láta hana eyðileggja hann Jerry; hún kerrti hnakk- ann, snerist á hæl og rigsaði út á götuna, þar sem hún marséraði leið sína svo að kvað við í gangstéttarhellunum, stríðsgleð- in uppmáluð. 88 HEIMÍLISB LAÐ I Ð

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.