Heimilisblaðið - 01.08.1982, Blaðsíða 14
út fyrir að vera allt í lagi með þá,“ sagði
hann svo. „Nú hafa þeir numið staðar til
að hvíla sig svolítið. Nú halda þeir áfram.“
Allt í einu greip hann andann á lofti;
hönd hans kipptist örlítið til, og það fór
titringur um munn hans.
„Walter! Hvað hefur komið fyrir?“
Hann svaraði ekki, svo að hún hljóp að
glugganum, en í sama mund skauzt lestin
inn í jarðgöng og allt varð koldimmt fyrir
augum. í dimmunni laut hann niður að
henni og kyssti hana, en hún endurgalt
ekki koss hans. „Hvað var það sem þú
sást, Walter?"
„Ekkert, Margaret," svaraði hann og
reyndi að róa hana.
„Jú, það var eitthvað sem þú sást. Hrap-
aði einn mannanna?"
„Oneinei,“ svaraði hann. „Og þeir kom-
ast þetta áreiðanlega."
Lestin kom úr göngunum í þröngu
gljúfri og brunaði nú svo þétt við rætur
fjallsins, að ekki sást upp til mannanna
á tindinum fyrr en eftir margar mínútur.
Margaret var ekki lengi að bera kíkinn
að augunum og svipast um eftir fjallgöngu-
mönnunum.
„Walter, það sést ekkert til mannanna!
Þeir hafa hrapað!“ hrópaði hún upp.
„Elsku bezta, maður getur ekki séð þá
frá þessum stað . .. “
„Víst sjáum við þangað sem þeir voru
komnir. Líttu á, sólin glampar á bergvegg-
inn, en þeir eru hvergi sjáanlegir.“
„Þeir eru kannski á bak við einhvem
klettavegg sem skagar fram, eða komnir
niður á einhvem stall sem ekki sést héðan.“
„Ég held að þeir hafi hrapað á meðan
'við gátum ekki fylgzt með þeim.“
„Láttu mig fá kíkinn. Ég skal svipast
um eftir þeim,“ sagði hann og ætlaði að
setja kíkinn fyrir augun, en hún þreif
hann af honum og beindi honum — ekki
að klettaveggnum eða sjálfum tindinum,
heldur nokkru neðar, að brattri grjót-
skriðu, þar sem hún hafði komið auga á
tvær hrapandi mannverur. 1 kíkinum sá
hún þá mjög greinilega; þeir litu út fyrir
að vera látnir. Að því er séð varð, gat hrap
niður annað eins grýtt og svelliþakið bratt-
lendi ekki þýtt annað en bráðan bana. Þeir
litu út fyrir að hafa hrapað um hundr-
að metra niður, jafnvel lengra, ef til vill
slegizt utan í klettavegginn áður en þeir
loksins lentu í snjó. Eftir það hafa þeir
svo runnið niður urðina, stjórnlaust. En
enda þótt Margaret væri næstum því viss
um, að þeir væru látnir, hraus henni hug-
ur við þá tilhugsun, að þeir ættu ef til
vill eftir að hrapa enn lengra — fram af
næsta hengiflugi fyrir neðan. Nú sá hún
hvar þeir hentust áfram, unz reipið sem
batt þú saman virtist festast í stórri grjót-
nybbu. Og þá sá hún loks, hvar á eftir
þeim kom á fjórum fótum þriðji maður-
inn, sem fikraði sig niður brattann og
staðnæmdist loks við lík félaga sinna.
Hann lyfti öðrum handlegg eins og hann
væri að gera tilraun til að vekja athygli
þeirra sem í járnbrautarlestinni voru, þótt
langt væri á milli.
„Walter! Einn þeirra er á lífi!“
„Nei, Margaret, það getur ekki hugs-
ast!“
Hann reis á fætur, en hún hafði ekki
þolinmæði til að láta hann um þetta, svo
að hún þreif upp dyrnar til þess að ná
til neyðarbremsunnar, en annar var þá
þegar búinn að því, annars staðar í lest-
inni. Eimreiðin gaf frá sér hátt og eymd-
arlegt væl, bremsurnar hvinu með ískri,
og lestin hnykkti á nokkrum sinnum, unz
hún hikstaði sig í stanz neðan við háa
brekku. Dyrum var hrundið upp, og far-
þegar og lestarstarfsmenn streymdu út.
„Hver stöðvaði lestina?" spurði lestar-
stjórinn.
„Það gerði ég,“ svaraði ungur maður,
sem ekki leit neitt óvenjulegar út en aðrir
þeir, sem stignir voru út úr lestinni. Hann
98
HEIMILISBLAÐIÐ