Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1982, Síða 18

Heimilisblaðið - 01.08.1982, Síða 18
stödd, nema því aðeins að hún færi væn- an spöl niður í dalinn, en þó fannst henni Ijóst, að enn væru þeir Walter og félagar að klifra, því að ennþá hrundu steinvölur niður þangað sem hún stóð; þegar það loks- ins hætti, þóttist hún vita fyrir víst, að þeir væru hættir að klifra. Smávegis skriða af snjó, klaka og grjóti gaf til kynna góðri stundu síðar, að menn- irnir væru aftur komnir á hreyfingu; og hátt uppi, við rönd þessa ísilagða berg- veggjar, kom maður í Ijós og tók að þok- ast niður á við; á eftir honum var eitt- hvað sem líktist risavaxinni púpu látið síga fram yfir bjargbrúnina, og þá fannst Margaret augljóst, að þeir hefðu fundið einn mannanna á lífi og voru nú að koma með hann niður innvafinn í teppi. 1 tunglsljósinu og úr þetta mikilli fjar- lægð gat hún ekki greint reipið en af hreyf- ingunum gat hún gert sér ljóst, að frá þessum stóra böggli lá reipi til mannanna ofan við, sem nú komu í ljós hver af öðr- um. Margaret stóð stjörf og fylgdist með því sem var að gerast þarna efra. 1 þessari fjarlægð fannst henni sá sem neðstur fór og stjómaði förinni vera lágvaxnastur, og þess vegna hlaut það að vera Gampel; hina tvo gat hún ekki sundur greint svo að hún þekkti þá. Enda skipti ekki máli, hvor þeirra var Walter; ef einn þeirra hrasaði, þá féllu þeir allir, og líkindin til að komast lífs af úr slíku falli voru svo gott sem engin. Hún vissi, að Walter hafði gert sér full- komna grein fyrir þessu, þegar hann kvaddi hana; annars hefði hann frestað játningu sinni þar til síðar; en hann gat ekki hugsað til þess að deyja, án þess að allt væri á hreinu á milli þeirra. Síðustu orð hans, þar sem hann hafði viðurkennt ótta sinn, fylltu hana slíkri gleði, að hún átti erfitt með að afbera hana. Aldrei í glæstustu draumum sínum um ást og ein- lægni hafði hún komizt eins nálægt hon- um og einmitt á þeirri stundu, þegar hann bað hana um fyrirgefningu, áður en hann lagði af stað til að storka sjálfum dauð- anum. En með hvílíku hugsunarleysi og drembi- læti hafði hún ekki hvatt hann og í raun- inni hrakið hann út í þetta! Það voru ekki aðeins örlög Walters, sem nú hvíldu raun- verulega á henni, heldur einnig þeima Mil- ranes og Gampels, ef eitthvað skelfilegt kæmi nú fyrir. Því enda þótt Milrane væri fyrirliðinn, þá var það Walter, sem hafði endanlega ákveðið leiðangurinn, eftir að Milrane hafði hrópað og Gampel hleypt skotinu úr byssunni. Tunglsbirtan veitti henni nú svo glögga sýn yfir það sem var að gerast, að hana næstum svimaði. Brátt gaf aukið grjóthrun í skyn, að nú væru þeir einmitt komnir að þeim kafla í bjarginu þar sem grjótið var hvað lausast í sér og hættan mest. Tvisvar sá hún þá reyna að komast til hægri, einu sinni til vinstri, en svo var líkast því sem Gampel gæfist upp. Hann þokaði sér í áttina til hirma tveggja, sem styttu í reipum sínum, svo að þeir gætu dregið byrðina nær sér. Síðan varð Marg- aret vitni að því gegnum kíkinn, sem virt- ist vera hápuntkur allrar glópsku: Walter þokaði sér þannig, að hann tók hinn slas- aða mann á herðar sér. Síðan lagði hann af stað með hann yfir lausagrjótsbergið einn síns liðs, beint niður á við. Hann lét sig mjakast í allri lengd sinni niður eftir berginu og þreifaði fyrir sér einvörðungu með fótunum. Hann virt- ist finna fótfestu, ellegar sparkaði fótun- um inn í laust bergið þannig að hún mynd- aðist. Sömuleiðis tókst honum að halda öruggri handfestu. Þannig þokaðist hann um lengd sína í senn; síðan um aðra, og þá þriðju. Loks hætti grjótið að hrynja, og hann var kominn nógu langt niður til að verða ekki fyrir grjóthruni sem sí og 102 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.