Hljómlistin - 01.06.1913, Page 6
68
HLJÓMLISTIN
Hljómlistin er af mörgum talin göfugust
allra lisla. Hún lýsir ekki ákveðnum hug-
myndum, þannig að hægt sé að þýða hana
í orð, eins og sumir halda, sem ekki bera
skyn á. En hún setur andann í vissar hrær-
ingar,’ sem ekki verður lýst í málsins þrönga
formi. Hún lýsir gleði og sorg betur en nokk-
ur skáldskapur og hún getur opnað hugan-
uin áður óþekta heima. Hljómlistin er mjög
langt frá því, að veia aðeins til gamans. Hún
hefir í sér fólgið mikið andlegt uppeldisafi
fyrir þá sem kunna að meðtaka hana rélt,
og leiðir þá líka af sjálfu sér að það er vandi
að beita henni rétl og við hæfi þeirra sem á
hlýða, það er meiri vandi heldur en að halda
snjalla og hrífandi ræðu, einkum hér, þar
sem æðri hljómlist hefir ekki þroskast, en
tjalda verður mest aðfengnum auði. I3egar
þess er gætt, að mismunandi smekkur gerir
líka mjög ólíkar kröfur í þessari list, þá skal
engan furða á því, þótt margl þungskilið tón-
smíði fari viða fyrir ofan garð og neðan hjá
því fólki sem hér sækir hljómleika, því að
það gerir það víðast hvar annarsslaðar meira
og minna.
Pað væri þessvegna framför ef fólk hreint
og beint kannaðist við hvað það skilur ekki,
í stað þess að vera að dást að »nýju fölun-
um keisarans«, sem það alls ekki sér. Að
setja sig inn í þungar tónsmíðar kostar oft
og einatt nokkurn tíma og athygli, sem þó
alls ekki dugar til ef tónsmíðin liggur fyrir
utan anda manns og smekk. Það er mjög
langt frá því, að maður þurfi að vera ósöng-
næmur þótt ekki liggi allar tónsmíðar opnar
fyrir manni. I3að er meira að segja algengt,
að tónskáld skilji ekki hver önnur. Sagt var
um Weber er liann heyrði eitt nýtt snildar-
verk Beethovens, að nú væri Beethoven orð-
inn það sem menn kalla hér »klepplækur«.
Tónskáldið Auber á að hafa sagt, að hann
tryði því að vísu, að Beethoven væri mikið
tónskáld, en ekkert bolnaði hann í honum
samt. Þetta er ekkert ófrúleg saga, því að
hér er um tvo mjög óskaplíka menn að ræða.
Allir vita hvað ný og frumleg listaverk eiga
oft erfitt uppdráttar, og skyldi því enginn
telja íslendinga ósöngnæma fyrir það, þótt
þeir skilji ekki strax útlendar, flóknar tón-
smiðar.
Til þess að tónlistin geti verkað göfgandi,
þá má ekki blanda hana ósönnum eða ó-
stjórnlegum tilfinningum. Menn mega ekki
úthella sér um of og ekki skemma hana með
væminni (sentimental) meðferð. Það er ekki
ætlun hinnar æðri tónlistar að töfra andann,
seiða eða fjötra, heldur að Iyfta honum og
leysa hann og létta um andardráttinn.
Einhverntíma hefir verið sagt, að tónlistin
gæti ekki rúmað neitt ljótt, en það er ekki
fullkomlega rétt. Með tónlist má rugla hug-
ann og draga hann niður á við. Einkum er
það þó meðferðin sem mestu ræður i því efni.
Helzt eru það útlendar götuvísur og sum
danslög, sem verða að teljast léleg og freinur
spillandi, en slíkt á þó hreint ekki við öll
danslög; þau eru sum einungis hressandi og
fjörgandi og að því leyti holl i liófi leikin.
En jafnvel tónlistina má þó misbrúka eins
og hvað annað. Það má reka andlegt til-
finningasvall undir merkjum hennar og fjötra
hugann við form hins ósanna og óvirkilega.
Sagt er um einn af hinum fremstu fiðlu-
snillingum sem uppi hafa verið, Paganini,
að honum hafi liætt mjög við að gerast ham-
hleypa og töframaður, er honum tókst upp í
fiðluleik. Lék hann þá sem væri hann ein-
hver andi eða álfur frá annarlegum heirn og
seyddi menn frá sönsum og sjálfræði. Ekki
hafði hann þá ætíð haldið sér við ítrustu
lærdómsreglur og heldur ekki verið fullkom-
inn þar, þótt almenningur heyrði það ekki.
— Aftur á móli er talið svo að fiðlusnilling-
urinn, prófessor Jóakim, sem nýlega er dá-
inn f Berlín, hafi verið sá er einna lengst
hefir komist á staðföstum lærdómsgrundvelli
í list sinni. Hann gerði heldur ekkert til að
sýnast, en í gegnum fiðluleik hans fundu
bæði háir og lágir að hljómaði góð sál og
göfug, sem og aðeins fær þroskast fyrir
fullkomna samvizkusemi og ástundun.
Það er einmitt þetta, sem tónlistin á að